Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 27
KVIKMYNDIR Kanadíska leikkonan Renée Zellweger bað sérstaklega um að skoski leikarinn Ewan McGregor yrði mótleikari sinn í nýrri rómantískri gamanmynd sem hún er að fara að leika í. Umboðs- maður hennar sagði að hún hefði beðið um McGregor vegna þess að hann væri „kynþokkafullur, vel vaxinn og heillandi“. Myndin heitir „Down With Love“ og kemur McGregor til með að leika glaumgosa og blaðamann sem fellur fyrir kvenréttindakonu er leikin er af Zellweger. Myndin er sögð í anda rómantískra gamanmynda frá dög- um Rock Hudson og Doris Day. „Renée gerir sér grein fyrir því að hann er giftur maður og tveggja barna faðir,“ útskýrir umboðsmað- ur hennar. „Hana langar ekki að næla sér í hann á þann hátt. Þetta eru einungis viðskipti. Hún var að leita að kynþokkafullum manni og Ewan varð fyrir valinu.“ „Down With Love“ verður frum- sýnd í lok árs. ■ 27FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003 Frábær gaman/spennumynd með Eddie Murphy og Owen Wilson. Sýningar hefjast 7. febrúar OG KIPPUM Í FLÖSKUM Ef þú vilt vinna þá tekurðu þátt í SMS leik BT, þú færð svar um hæl sem segir þér hvað þú vannst eða númer hvað þú ert í röðinni að næsta vinningi. Með þátttöku ertu orðinn meðlimur í SMS klúbb BT Tíundi hver vinnur! Sendu SMS skeytið „BT“ á 1415 (Tal) - 1848 (Síminn) Gluggi>nýtt>BT (BTGSM, Rautt, Íslandssími)l í i l i l í i 400 GSM SÍMAR TÍUNDI HVER VINNUR - SMS-ið KOSTAR KR. 99,- SKJÁ VARPI 1 2000 3 HE ILD ARV ERÐMÆ TI VINNING A 1.000.000 SK JÁVARPI AÐ VERÐMÆTI kr. 249.950 SONY SKJÁVARPI VPL-CX5 Allt að 150“ stærð á skjá • Upplausn SVGA 800x600 450 EKKI STRAX Hann var ekki alveg tilbúinn til að hleypa börnunum inn í bílinn úr slagviðrinu í gær þessi bílstjóri og sagði að þau yrðu að bíða eftir kennaranum sínum. EWAN MCGREGOR Býr yfir miklum kynþokka að mati Renée Zellweger.FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Leikkonan Renée Zellweger: Vill Ewan McGregor GERÐUR G. BJARKLIND Getspakari en atvinnumennirnir á RÚV. Veðbanki RÚV: Gerður G. Bjarklind vann 50.000 VEÐMÁL Skapast hefur hefð fyrir því að stofna til veðbanka innan- húss í Ríkisútvarpinu. Síðast var veðjað grimmt um úrslit leikja í HM í handbolta og fór svo að lokum að sjálf Gerður G. Bjarklind hreppti pottinn, sem þá var alls 50.000 kr. Veðbankastjórinn er Logi Bergmann Eiðsson og hann seg- ir líf og fjör í kringum þessa starfsemi. „Við veðjum á allt sem hægt er að veðja á með góðu móti. Það merkilega við þennan HM-pott er að hann gekk út þrisvar sinnum og alltaf voru það konur sem unnu, okkur karlmönnunum til háðungar. Hér innanhúss er fullt af yfir- lýstum íþróttaspekúlöntum en nei, lokapottinn tók Gerður „Gjóla“ en hún sagði nákvæm- lega til um hvernig leikur Ís- lendinga og Júgóslava færi,“ segir Logi. Framkvæmdin er sú að geng- ið er um stofnunina og starfs- menn angraðir þar til þeir borga í pottinn. Svo er veðjað. „Ef potturinn gengur ekki út, þá er haldið partí fyrir peningana. Ég kýs að kalla þetta menningar- sjóð Ríkisútvarpsins, mjög þægilegur sjóður. Í seinni tíð hefur potturinn alltaf gengið út þannig að nú eru tekin 30% af veltu sem renna í sjóðinn. Þó að þetta sé ríkisstofnun er miklum mun skemmtilegra í vinnunni en margur heldur,“ segir Logi Bergmann, sem aldrei hefur unnið, segir það ekki við hæfi í ljósi stöðu sinnar. „Það er nánast meiri spenna í tengslum við veð- bankann en leikina sjálfa. Úlfur Grönvold leikmyndameistari var næstum farinn yfir um. Hann var kominn með aðra hönd á 60 þúsund króna pott í tengsl- um við leikinn við Pólverja, en þeir skoruðu þegar tvær sek- úndur voru til loka leiksins. En nú er Júróvisjón næst og veð- bankinn í startholunum.“ ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.