Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 8
8 6. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR
Mikil aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands:
Tekjur gætu numið 3 milljörðum 2010
FERÐAMÁL Heildartekjur vegna
komu skemmtiferðaskipa til Ís-
lands gætu aukist um 100 til 200%
á næstu sjö árum.
Áætlað er að tekjur vegna komu
skemmtiferðaskipa hingað til lands
á síðasta ári verði ekki undir einum
milljarði króna. Í nýútkominni
skýrslu um stöðu Íslands sem við-
komustaðar fyrir skemmtiferða-
skip kemur fram að mögulegt sé að
tvöfalda farþegafjölda á næstu sjö
árum. Árið 2010 gætu tekjurnar
því orðið 2 til 3 milljarðar króna.
Í skýrslunni segir að á síðustu
10 árum hafi farþegafjöldinn auk-
ist úr 22 þúsund gestum í 53 þús-
und. Fjöldi skipakoma til Reykja-
víkurhafnar, Akureyrarhafnar og
Ísafjarðarhafnar hafi farið úr 51 í
rúmlega 100 á sama tímabili.
Samstarfshópur um markaðs-
setningu Íslands fyrir skemmti-
ferðaskip telur mögulegt að tvö-
falda farþegafjöldann fram til árs-
ins 2010 og þar með auka tekjurn-
ar verulega. Hópurinn telur mik-
inn vöxt vera í skemmtiferðasigl-
ingum í heiminum og að nú sé ein-
stakt tækifæri fyrir Ísland til að
efla markaðssókn. Leggur hópur-
inn m.a. til að aðstaða fyrir skip og
farþega verði bætt, viðkomustöð-
um fjölgað og að reynt verði að
lengja dvöl skipanna í höfnum
landsins. ■
Vilja stækka frið-
land Þjórsárvera
Náttúrurverndarsamtök Íslands skora á stjórnvöld að stækka friðlandið
í Þjórsárverum. Samtökin telja að úrskurður um Norðlingaölduveitu
kunni að marka tímamót. Stjórnvöld hafi rétt fram ákveðna sáttahönd.
UMHVERFISMÁL Náttúruverndar-
samtök Íslands skora á stjórnvöld
að stækka friðlandið í Þjórsárver-
um og styrkja friðlýsingu þess
með lagasetningu.
„Á sínum tíma
voru mörk frið-
lands í Þjórsárver-
um málamiðlun á
milli virkjunarað-
ila og Náttúru-
verndarráðs,“ seg-
ir í tilkynningu frá
samtökunum. „Ef
náttúruverndar-
hagsmunir hefðu einir fengið að
ráða hefði friðlandið orðið mun
stærra en það er.“
Náttúruverndarsamtökin benda
á að í úrskurði setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, um
Norðlingaölduveitu, komi fram að
ráðuneytið telji að visst svigrúm sé
til að stækka friðlandið. Samtökin
telja að úrskurður ráðherra kunni
að marka tímamót í mati á um-
hverfisáhrifum framkvæmda.
„Stjórnvöld hafa rétt fram
ákveðna sáttahönd í stríði sínu
gegn náttúru landsins og fólkinu
sem vill vernda hana,“ segir í til-
kynningu frá samtökunum. „Í
þessu stríði hefur árásarliðinu ekki
verið neitt heilagt og það hefur
gert áætlanir um innrás í friðhelg
vé landsins, svæði sem mörg hver
hafa verið friðlýst í áratugi. Settur
umhverfisráðherra úrskurðaði um
Norðlingaölduveitu og setti m.a.
það skilyrði að framkvæmdirnar
hafi ekki áhrif innan friðlands
Þjórsárvera. Slíkt skilyrði er sjálf-
sagt en þó þakkarvert nú miðað við
orð og æði stjórnvalda að undan-
förnu.“
Í kjölfar úrskurðarins, þar sem
ráðherra tekur bæði tillit til friðlýs-
ingar Þjórsárvera og hins alþjóð-
lega Ramsar-sáttmála um verndun
votlendis, þvert á það sem Skipu-
lagsstofnun gerði, telja Náttúru-
verndarsamtökin að barátta um-
hverfissinna hafi borið nokkurn ár-
angur. Á þremur mánuðum hafi tek-
ist að finna nýja lausn sem komi til
móts við náttúruverndarsjónarmið.
„Hvað væri hægt að gera á öðr-
um stöðum líka ef menn gæfu sér
tíma og legðu sig fram við að finna
lausnir?“
trausti@frettabladid.is
Bæjarstjórinn fundaði um
Þróunarfélag Vestmannaeyja:
Ánægður með
úttekt ráðuneytis
FJÁRMÁL Ingi Sigurðsson, bæjar-
stjóri Vestmannaeyja, segist ekki
hafa verið beðinn um að útskýra
meinta fjármálaóreiðu Þróunarfé-
lags Vestmannaeyja á fundi í félags-
málaráðuneytinu í fyrradag.
Aðspurður um það hvort fjármál
Þróunarfélagsins séu í ólestri segir
Ingi: „Ég held að við eigum að láta
ráðuneytið komast að niðurstöðu
um það. Það hefur verið ýjað að
ýmsum hlutum í lengri tíma og þess
vegna erum við ánægðir með það að
ráðuneytið hafi ákveðið að skoða
þetta mál.“
Ingi segir að bæjarstjórn hafi
fengið erindi frá ráðuneytinu þar
sem óskað hafi verið eftir upplýs-
ingum um skráningu félagsins og
skuldbindingar bæjarins gagnvart
því, en ekki hafi verið spurt beint út
í fjármál þess. Í kjölfarið hafi hann
óskað eftir fundi með ráðuneytinu
til að fara yfir málið og það hafi
hann gert. Lúðvík Bergvinsson,
oddviti Vestmannaeyjalistans, sagði
í Fréttablaðinu í gær að bæjarsjóð-
ur Vestmannaeyja væri í ábyrgðum
fyrir 50 til 70 milljóna króna skuld
Þróunarfélagsins. Ingi segist ekki
kannast við þessa tölu og ráðuneyt-
ið sé besti aðilinn til að skera úr um
það hvað bærinn sé í ábyrgðum
fyrir. ■
ÞJÓÐKIRKJAN
Leitar hugmynda meðal fólks í þjóðkirkj-
unni.
Stefnumótun
Þjóðkirkjunnar:
Hvert á
kirkjan að
stefna?
KIRKJUMÁL Þjóðkirkjan hefur sent
út vinnugögn til sóknarnefnda um
allt land í tengslum við stefnumót-
un þar sem greina á stöðu Þjóð-
kirkjunnar í samtíðinni og fá vit-
neskju um það hvaða skoðun Þjóð-
kirkjufólk hafi á því hvert kirkjan
eigi að stefna.
Stefnumótunin er unnin í sam-
ræmi við samþykkt Kirkjuþings
2002. Stefnumótunarferlið er op-
inn vettvangur fyrir alla sem
áhuga hafa á að koma að stefnu-
mótun Þjóðkirkjunnar til næstu
ára. Áhugasamir geta fengið
gögnin send til sín eða nálgast þau
á vefsíðunni: www.kirkj-
an.is/stefnumotun. Skilafrestur
rennur út í lok febrúar. ■
Afbrotaunglingar fluttir:
Versta
fangelsið
BRETLAND Fangelsismálayfirvöld
hafa ákveðið að fjarlægja 170 af-
brotamenn á aldrinum 15 til 17 ára
úr Ashfield-fangelsinu nærri
Bristol vegna þess að fangelsið upp-
fyllir ekki þau skilyrði sem eru gerð
til þess, að sögn The Guardian.
Fangelsið er einkarekið og hefur
Martin Narey, yfirmaður fangelsis-
mála í Bretlandi, sagt að ef ástandið
í fangelsinu batni ekki muni 25 ára
samningi við rekstraraðila þess
verða sagt upp. „Best rekna fang-
elsið okkar er líklega einkarekið. En
Ashfield er, með nokkrum yfirburð-
um, það versta,“ sagði Narey. ■
HLÁKA
Það þarf að sjá til þess að bráðnandi snjór
safnist á götunum.
Höfuðborgin:
Snjórinn fer
VEÐUR Suðlægar áttir nálgast land-
ið og þeim fylgir hlýnandi veður.
Veðurfræðingar spá því að snjó
taki upp á höfuðborgarsvæðinu:
„Það hlýnar fram yfir helgi og
kólnar svo aftur á þriðjudag,“ seg-
ir Sigurður Þ. Ragnarsson veður-
fræðingur. „En þetta verða engin
merkileg hlýindi, lullar yfir núll-
ið,“ segir hann. ■
SKEMMTIFERÐASKIP
Áætlað er að tekjur vegna komu skemmtiferðaskipa hingað til lands á síðasta ári verði
ekki undir einum milljarði króna.
NORÐLINGAÖLDUVEITA
Græna línan markar landamerki friðlands-
ins í Þjórsárverum. Ljósblái liturinn sýnir
lónið eins og það átti að vera en dökkblái
liturinn eins og það verður samkvæmt úr-
skurði setts umhverfisráðherra.
„Ef náttúru-
verndarhags-
munir hefðu
einir fengið að
ráða hefði
friðlandið orð-
ið mun stærra
en það er.“
EKKI SPURT ÚT Í BÓKHALDIÐ
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að ráðuneytið hafi ekki spurt hvers
vegna bókhald Þróunarfélags Vestmannaeyja hafi týnst.
LASARUS OG ALLIR HINIR
Í sjónvarpsviðtölum segir
safnaðarfólk árangur lækning-
anna vera kraftaverk, enda er
maðurinn afkastameiri en frelsar-
inn sjálfur var.
Jónas Kristjánsson um kraftaverka-
mann sem heldur samkomur hér á landi.
Jonas.is, 4. febrúar.
AGI SKAL Í HERNUM
Ég leyfi mér að fullyrða að
þetta gæti ekki gerst í nokkru
öðru þingi veraldar.
Davíð Oddsson um orrahríð Samfylk-
ingarinnar að forseta Alþingis. Alþingi, 4.
febrúar.
FORVÍGISMENN
ALÞJÓÐAVÆÐINGAR
Samar eru ein þjóð í fjórum
löndum, norrænust allra þjóða,
þjóð sem virðir engin landamæri.
Sigurður Helgi Guðjónsson, Sami og
formaður Húseigendafélagsins. DV, 5. feb.
ORÐRÉTT
Leitað til njósnara:
KGB í kosn-
ingabaráttu
EISTLAND Fyrrum yfirmaður KGB í
Eistlandi segir að honum og öðrum
fyrrum njósnurum hafi verið boðn-
ir peningar í skiptum fyrir upplýs-
ingar um stjórnmálamenn í nýlega
afstaðinni kosningabaráttu. Þeir
sem reyndu að kaupa upplýsingarn-
ar voru stjórnmálamenn og stuðn-
ingsmenn þeirra sem vildu afla
upplýsinga til að nota gegn keppi-
nautum sínum. Fyrrum njósnurum
KGB er meinað að taka sæti á þingi.
KGB eyddi skjölum um starf sitt í
Eistlandi fyrir sjálfstæði þess. ■
Sumarlokun
í Borgarbyggð:
Foreldrar
óánægðir
LEIKSKÓLAR Foreldrar í Borgar-
byggð eru óánægðir með þá ákvörð-
un bæjaryfirvalda að loka leikskól-
um bæjarins í einn mánuð í sumar.
Fulltrúi foreldrafélags Klettaborg-
ar mótmælti fyrirhugaðri sumar-
lokun fyrir hönd félagsins og sagði
hana koma illa við foreldra og skapa
vandamál á vinnustöðum. ■