Fréttablaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 6. febrúar 2003
Kröftug sprenging:
Eldur í flug-
eldagámi
PAKISTAN, AP Kröftug sprenging
varð þegar eldur kviknaði í flug-
eldum í borginni Sialkot í Pakist-
an. Tilkynnt hefur verið að að
minnsta kosti sautján manns hafi
látist, þar á meðal skólabörn. Tug-
ir manna slösuðust og eru sjö
þeirra enn í lífshættu.
Atvikið átti sér stað þegar ver-
ið var að setja flugeldana í gáma
sem flytja átti til Lahore en ekki
er vitað hvað olli því að eldur
kviknaði í birgðunum. Margir
flugeldanna lentu á þaki og lóð
skóla í nágrenninu með þeim af-
leiðingum að mannskæður eldur
braust þar út. ■
Greiðvikinn lestarstjóri:
Bjargaði
framtíð
skólastúlku
TÓKÍÓ, AP Japönsk hraðlest með
þúsundir manna innanborðs
stöðvaði utan áætlunar til þess
að hleypa út ungri stúlku sem
var að verða of sein í inntöku-
próf í menntaskóla. Að sögn
járnbrautarstarfsmanns var lit-
ið svo á að framtíð ungrar
manneskju væri í húfi en ekki
eru fordæmi fyrir greiðvikni af
þessu tagi meðal lestarstjóra í
Tókíó.
Stúlkan hafði lagt tímanlega
af stað um morguninn en orðið
það á að fara upp í vitlausa lest
á brautarstöðinni. Þegar hún
uppgötvaði að lestin sem hún
var í myndi ekki stoppa fyrr en
í miðborg Tókíó varð hún skelf-
ingu lostin en með aðstoð annars
farþega tókst henni að gera lest-
arstjóranum viðvart. Stúlkan
náði í prófið á réttum tíma en
ekki mátti tæpara standa. ■
Skemmtisiglingu aflýst:
Veirusýking
meðal
farþega
HONOLULU, AP Aflýsa varð ferð
skemmtiferðaskipsins Sun
Princess þegar veirusýking
braust út meðal farþega um
borð. Skipið var á fimmtán daga
siglingu frá Los Angeles til
Hawaii en þegar tíu dagar voru
liðnir af ferðinni voru um 300
farþegar og áhafnarmeðlimir
komnir með slæma magakveisu.
Var þá ákveðið að sigla í land í
Honululu þar sem farþegarnir
gátu tekið flug heim. Skipafé-
lagið greiddi fyrir flugið og
bauðst til að endurgreiða við-
skiptavinum sínum hluta af
verði siglingarinnar.
Veirusýkingin var ekki talin
alvarleg og nokkrir farþeganna
urðu eftir um borð í skipinu og
sigldu með því til meginlands-
ins. Sambærilegar veirur hafa
herjað á skemmtiferðaskip í
Karíbahafinu og víðar að undan-
förnu. ■
ALFREÐ STJÓRNAÐI Alfreð Þor-
steinsson, borgarfulltrúi R-listans,
stjórnaði fundi borgarráðs í fyrra-
dag. Hann hefur tekið við stjórnar-
taumum af Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fyrrverandi borgar-
stjóra.
NÝR FRAMHALDSSKÓLI Í SUÐUR-
MJÓDD Borgarráð hefur samþykkt
að taka upp viðræður við mennta-
málaráðuneytið og Kópavogsbæ
um byggingu nýs framhaldsskóla í
Suður-Mjódd, vestur af íþrótta-
svæði ÍR. Þá á sérstakur vinnuhóp-
ur að skoða mögulega uppbyggingu
annarra framhaldsskóla í borginni.
EFASEMDIR UM AÐALSTRÆTI 16
Eitt af síðustu verkum Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrver-
andi borgarstjóra, var að stað-
festa samning um byggingu hótels
og sýningarskála við Aðalstræti.
Samningurinn var í gær lagður
fyrir borgarráð, sem frestaði stað-
festingu hans vegna efasemda um
að nægilega vel væri staðið að
varðveislu Aðalstrætis 16.
BORGARMÁL