Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 2
2 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR
Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasam-
takanna. Þau hafa krafist meiri vaxtalækkana eins
og raunar fleiri samtök.
Nei, þetta er ekki klén krafa. Vextir og
vaxtamunur eru einfaldlega allt of háir hér
á landi og eru að sliga heimili og fyrirtæki.
Á meðan svo er, er þetta sanngjörn og eðli-
leg krafa og við munum berjast fyrir vaxta-
lækkunum.
SPURNING DAGSINS
Er þetta ekki orðin
klén krafa?
ALFREÐ ÞORSTEINSSON
Fundur með Bóhem í bígerð.
Súlustaður á Grensás-
vegi:
Bóhem vill
fund með
Alfreð
SKEMMTISTAÐIR Eigendur nektar-
staðarins Bóhem á Grensásvegi
hafa óskað eftir fundi með Al-
freð Þorsteinssyni, formanni
borgarráðs, í þeim tilgangi að
leita leiða til að opna staðinn aft-
ur. Bóhem hefur, líkt og aðrir
súlustaðir í höfuðborginni, verið
lokaður eftir breytingu á lög-
reglusamþykkt sem gerði þeim
ókleift að starfa.
„Ég hafði milligöngu um að
koma fundinum á fyrir eigand-
ann, Guðjón Rúnar Sverrisson,
en honum er það mikið kapps-
mál að koma rekstri í gang á
nýjan leik svo hann geti borgað
mér húsaleiguna,“ segir Leó
Löve lögmaður, sem með öðrum
er eigandi húsnæðisins þar sem
Bóhem er til húsa. „Alfreð tók
þessu ekki illa en það hefur ekk-
ert orðið af fundinum enn sem
komið er,“ segir Leó. ■
DÓMSMÁL Árni Johnsen var í gær
dæmdur í Hæstarétti í tveggja
ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir
brot í opinberu starfi, fjárdrátt,
mútur og fleiri auðgunarglæpi
sem hann framdi á árunum 1997
til 2001.
H æ s t i r é t t u r
bætti með dómi
sínum níu mánuð-
um við fimmtán
mánaða refsingu
sem Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði
í fyrra dæmt Árna
til.
Annar af tveim-
ur fyrrverandi
forsvarsmönnum
Þ j ó ð l e i k h ú s -
kjallarans var
dæmdur til
þriggja mánaða óskilorðsbundins
fangelsis fyrir að múta Árna, sem
formanni byggingarnefndar Þjóð-
leikhússins, með 650 þúsund krón-
um til að samþykkja tæplega 3,2
milljóna reikning.
Auk alls þess sem Árni var sak-
felldur fyrir í héraðsdómi sak-
felldi Hæstiréttur hann fyrir fjög-
ur ákæruatriði af níu sem héraðs-
dómur hafði sýknað hann af. Með-
al annars vegna byggingarefnis
úr Byko, jólasería og veitinga-
reikninga.
Meðal þess sem Hæstiréttur
staðfesti var sýkna héraðsdóms
vegna þéttidúks sem Árni keypti á
reikning Þjóðleikhússins og hann
sagði að hefði óvart farið með öðr-
um eigum hans til Vestmanna-
eyja. Hæstiréttur sagði þó að
skýring Árna um þetta væri fjar-
stæðukennd.
Hæstiréttur segist líta til
þess við ákvörðun refsingar
sinnar að Árni sé sakfelldur fyr-
ir brot er varða hærri fjárhæð
en hann var dæmdur fyrir í hér-
aðsdómi. „Jafnframt verður að
líta til þess að hann lét af starfi
alþingismanns vegna málsins og
gekkst greiðlega við hluta
þeirra sakargifta, sem hann var
borinn,“ segir Hæstiréttur.
Á næstu dögum má Árni bú-
ast við að lögregla birti honum
dóm Hæstaréttar. Að því loknu
mun Fangelsismálastofnun
senda honum boðun um að gefa
sig fram innan þriggja vikna. Þá
verður ákveðið hvort Árni verði
vistaður á Litla-Hrauni eða á
Kvíabryggju á Snæfellsnesi.
Líklegt er talið að Árni muni
leita eftir því að fá að taka út
dóm sinn á Kvíabryggju. Ekki er
víst að hægt sé að verða við því
þar sem aðeins 14 pláss eru á
Kvíabryggju miðað við 87 á
Litla-Hrauni.
Reikna má með að Árni hefji
afplánun sína innan tveggja
mánaða og sitji inni í eitt ár af
dómi sínum. Hann getur sótt um
náðun en afar ólíklegt er talið að
orðið verði við því.
gar@frettabladid.is
Niðurstöður upplagseftirlits:
Mikil útbreiðsla
Fréttablaðsins
UPPLAGSEFTIRLIT Frétta-
blaðinu er dreift í 86.114
eintökum að meðaltali.
Þetta er niðurstaða upp-
lagseftirlits Verslunarráðs
Íslands fyrir tímabilið
október til desember.
Fréttablaðið tók nú í fyrs-
ta skipti þátt í upplagseft-
irliti Verslunarráðsins, en
fram til þessa hefur Morg-
unblaðið eitt blaða nýtt sér
upplagseftirlitið. Frétta-
blaðið gerði samning við Verslunar-
ráðið um upplagseftirlit í október.
Samkomulagið felur í sér að gengist
er undir skilyrði Verslunarráðsins
um eftirlit með að uppgefnar upp-
lýsingar séu réttar. Verslunarráðið
skoðaði prenttölur Fréttablaðsins
og staðfesti að blaðið
væri prentað í 86.700
eintökum á dag að
meðaltali. Staðfest
meðaltalsdreifing
var 76.403 eintök
með blaðberum á
höfuðborgarsvæð-
inu og á Akureyri.
Fyrir utan útborin
blöð voru 9.711 ein-
tök lögð fram til
dreifingar á höfuð-
borgarsvæðinu og úti á landi.
Við skoðun á upplagi Morgun-
blaðsins var staðfest meðaltalssala
blaðsins 53.612 eintök á tímabilinu
júlí til desember. Það er rúmlega
þúsund eintökum færra en á sama
tímabili árið áður. ■
VILL GRUNDVALLARBREYTINGU
Það verður að eiga sér stað
grundvallarbreyting
í samskiptum Íraka
við vopnaeftirlits-
menn, sagði Mo-
hamed ElBaradei eft-
ir fund með Tony
Blair. Samstarfið
hafi ekki verið nógu gott hingað
til.
TYRKIR VARÐIR Aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins hafa sam-
þykkt að hefja undirbúning að
því að tryggja varnir Tyrklands
ef kemur til stríðs í Írak. Nokkr-
ar aðildarþjóðirnar hafa enn efa-
semdir um ágæti slíks undirbún-
ings en gáfu eftir að loknu
þriggja vikna þófi.
SÞ RÁÐI FERÐINNI Javier Solana,
sem fer með öryggismál fyrir
Evrópusambandið, segir að sam-
bandið leggi enn áherslu á að
Bandaríkin leiti samþykkis Sam-
einuðu þjóðanna fyrir innrás í
Írak en geri ekki einhliða innrás.
NEYÐARFUND UM ÍRAK Belgar
hafa óskað eftir því að Evrópu-
sambandið boði til neyðarfundar
um Íraksdeiluna. Þeir vilja að
auk aðildarríkja ESB verði full-
trúar verðandi aðildarríkja og
Tyrklands boðaðir á fundinn, sem
hafi að markmiðið að leysa deil-
una án stríðs.
POWELL BIÐLAR TIL ÞINGSINS
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fór á fund utan-
ríkismálanefndar öld-
ungadeildar Banda-
ríkjaþings í gær til að
afla stuðnings þings-
ins við hernaðarað-
gerðir í Írak.
Demókratar lögðu
áherslu á að enn yrði reynt að fá
samþykki Sameinuðu þjóðanna.
TYRKIR STYÐJA BANDARÍKIN
Tyrkneska þingið samþykkti að
leyfa Bandaríkjaher að hefja
endurbætur á herstöðvum sínum
fyrir stríð gegn Írak. Búist er við
að í kjölfarið fái Bandaríkjamenn
að fjölga í her sínum í landinu.
ÖFGAFRIÐARSINNAR Donald
Rumsfeld, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði að Þjóðverjar
væru rétt eins og Líbía og Kúba
harðlínumenn gegn stríði. Ummæl-
in fóru fyrir brjóstið á ýmsum en
þýskir stjórnarandstæðingar tóku
undir orð varnarmálaráðherrans
bersögla.
BIN LADEN DAUÐUR Osama bin
Laden er nær örugglega dauður,
sagði Pervez Musharraf, leiðtogi
Pakistan. Hann sagði tíma al
Kaída sem stórra hryðjuverka-
samtaka liðinn. Þau gætu staðið
að smærri hryðjuverkum víðs
vegar um heiminn en ekki staðið
fyrir stærri aðgerðum.
ÍRAKSDEILAN
ÁRNI JOHNSEN
Árni Johnsen er á leið í fangelsi á næstu vikum. Líklegt er að Árni afpláni helming tveggja
ára fangelsisdóms síns eins og hefð er fyrir í sambærilegum málum. Árni var ekki við-
staddur þegar Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær.
Lögregla birtir
Árna Johnsen
dóm á næstu
dögum. Fang-
elsismála-
stofnun mun
síðan senda
Árna boð um
að gefa sig
fram innan
þriggja vikna.
Jón Steinar Gunnlaugsson ósammála settum saksóknara:
Þráður spunninn um Magnús hjá lögreglu
SAKAMÁL Jón Steinar Gunnlaugs-
son hrl., lögmaður Magnúsar
Leopoldssonar, er ósammála viss-
um ályktunum sem Lára V. Júlí-
usdóttir dregur af rannsókn sinni
á tildrögum þess að Magnús
tengdist Geirfinnsmálinu.
„Lára segir engan sjáanlegan
tilgang hafa verið með því að láta
leirmyndina líkjast Magnúsi Leo-
poldssyni og segir að ef lögregl-
an hefði á þeim tímapunkti grun-
að Magnús um að vera manninn í
Hafnarbúðinni hefði verið auð-
veldara að fá úr því skorið með
löglegum og venjubundnum að-
ferðum. Það hefur hins vegar
alltaf verið ljóst að engin tilefni
voru til þess að gruna Magnús
um aðild að þessu mannshvarfi.
Samt var hann á dagskrá hjá lög-
reglunni strax á fyrstu dögum
rannsóknarinnar,“ segir Jón
Steinar.
Að sögn Jóns Steinars stað-
festa nýjar upplýsingar í skýrslu
Láru að ljósmynd af Magnúsi
hafi verið í höndum lögreglu-
mannanna áður en leirmyndin
var gerð.
„Það fær ákveðna staðfest-
ingu í skýrslu Láru að löggæslu-
menn voru á þessum tíma að
rannsaka spírasmygl sem þeir
töldu að tengdist veitingahúsinu
Klúbbnum og vildu tengja þessi
tvö mál. Nafn Magnúsar tengdist
því við mannshvarfið strax á
fyrstu dögum leitarinnar fyrir
tilverknað lögreglumanna sem
reyndu að tengja málin saman án
þess að hafa fyrir því nokkrar
tækar ástæður. Þetta var þráður
sem var spunninn hjá lögregl-
unni í Keflavík.“ ■
JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON
Magnús Leopoldsson var tengdur Geir-
finnsmálinu strax á fyrstu dögum leitar fyrir
tilverknað lögreglumanna sem höfðu eng-
ar tækar ástæður til þess, segir lögmaður
Magnúsar.
GÓÐ DREIFING
Niðurstaða upplagseftirlits
Verslunarráðs Íslands stað-
festir mikla dreifingu Frétta-
blaðsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
Árni Johnsen
fer í fangelsi
Hæstiréttur þyngdi í gær fangelsisdóm héraðsdóms yfir Árna Johnsen
og dæmdi hann í tveggja ára fangelsi. Veitingamaður í Þjóðleikhúsinu
var dæmdur fyrir að múta Árna. Árni afplánar að líkindum ár í fangelsi.