Fréttablaðið - 07.02.2003, Side 4

Fréttablaðið - 07.02.2003, Side 4
4 7. febrúar 2003 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Er nauðsynlegt að rannsaka Geirfinnsmálið betur? Spurning dagsins í dag: Telurðu Íraka eiga gereyðingarvopn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 5,9% 25,4%Nei 68,8% BETRI RANNSÓKN Meirihluti vill að Geirfinnsmálið verði rannsakað betur. Veit ekki Já Erlendir sérfræðingar kvaddir til: Leitað að nýju nafni á Íslandssíma SÍMI Yfirstjórn Íslandssíma hefur kvatt til erlenda sérfræðinga til að vera sér innan handar við leit að nýju nafni á fyrirtækið. Eftir að Íslandssími og Tal runnu saman í eitt fjarskiptafyrirtæki varð ljóst að finna yrði nýtt nafn: „Við höfum einsett okkur að skoða þau nöfn sem við höfum þegar eða þá að kynna það þriðja,“ segir Pétur Pétursson, upplýsingafulltrúi Íslandssíma. „Gerðar hafa verið markaðs- rannsóknir á báðum nöfnunum okkar, Íslandssíma og Tali, og höfum við fengið innlenda og er- lenda sérfræðinga í samruna- verkefnum til liðs við okkur,“ segir hann. Auk Tals hefur Íslandssími símafyrirtækið Halló innan sinna vébanda en það nafn mun ekki koma til greina í þessu sambandi: „Það eru þrír mögu- leikar í stöðunni og ótímabært að tjá sig um hvað verður ofan á meðan vinnan er í fullum gangi,“ segir Pétur Pétursson. ■ FJÁRMÁL Neytendasamtökin krefjast þess að almennir útlánsvextir verði lækkaðir til samræmis við eðlilega viðmiðun í vaxtamyndun, þ.e. stýri- vexti Seðlabankans og ávöxtunar- kröfu markaðsskuldabréfa. Samtökin gagnrýna bankana fyrir að byggja stórfelldan hagnað sinn á því að auka stöðugt álag á lánsfé til almennings og fyrir- tækja. Telja þau að verulega skorti á að ör lækkun stýrivaxta á undan- förnum misserum hafi skilað sér í lægri vöxtum til neytenda. Mis- munur á stýrivöxtum og vöxtum á óverðtryggðum skuldabréfum hafi náð hámarki á síðasta ári. Hann hafi þá verið 7,2% saman- borið við 5,5% árið 1999 og 4,7% árið 1995. Samkvæmt Neytendasamtök- unum kemur svipuð þróun í ljós þegar skoðað er vaxtaálag á verð- tryggðum skuldabréfalánum. Þeg- ar meðalvextir þeirra séu bornir saman við ávöxtunarkröfu fimm ára spariskírteina, sem sveiflist í samræmi við framboð og eftir- spurn, hafi mismunurinn farið vaxandi síðastliðin ár. Þó dregið hafi úr mismun á stýrivöxtum og vöxtum á óverð- tryggðum skuldabréfum á síðustu mánuðum telja Neytendasamtökin að ástandið sé enn óviðunandi. Vilja þau að Fjármálaeftirlitið leiti skýringa hjá bönkunum á sí- hækkandi vaxtaálagi og vaxta- mun. Benda samtökin á að í ná- grannalöndunum þyki eðlilegt að nota stýrivexti seðlabanka sem grundvöll fyrir samningsvöxtum í bankaviðskiptum. ■ Impregilo gæti hafið framkvæmdir í mars Samningur við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo verður lagður fram á stjórnarfundi Lands- virkjunar á föstudag. Undirritun fer ekki fram fyrr en eftir að samningar við Alcoa hafa verið kláraðir. Alls er gert ráð fyrir 4.000 ársverkum við byggingu virkjunarinnar. VIRKJUN Stefnt er að því að leggja fram samning við ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo á stjórnarfundi Landsvirkjunar í dag. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, seg- ir að í næstu viku verði svokallað veitingabréf gefið, en samkvæmt því skuldbindur Landsvirkjun sig til að ganga til samninga við Ítal- ina. Eftir það getur verktaka- fyrirtækið farið að undirbúa framkvæmdirnar. Undirritun sjálfs samningsins við Impregilo fer ekki fram fyrr en eftir að samningar við Alcoa vegna álvers á Reyðarfirði hafa verið undirritaðir. Þorsteinn seg- ir að það gæti orðið í lok febrúar en nákvæm dagsetning sé undir Alþingi og iðnaðarráðuneytinu komin. Ef allt gengur að óskum ætti Impregilo að geta hafið fram- kvæmdir við Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng úr Hálsalóni upp úr miðjum mars. Tilboð Impregilo hljóðaði upp á 44,4 milljarða króna, en kostn- aðaráætlun nam 50 milljörðum. Þorsteinn segir að inni í tilboðinu séu allir verkþættir, allt frá upp- setningu vinnubúða til byggingar sjálfrar stíflunnar. Næstu áfang- ar í byggingu virkjunarinnar, eins og útboð vegna véla- og raf- búnaðar, aflstöðvar og minni stífla við Hálsalón, séu í vinnslu. Gert er ráð fyrir því að bjóða þessa verkþætti út á næstu mán- uðum. Alls er gert ráð fyrir 4.000 árs- verkum við byggingu virkjunar- innar og tilheyrandi flutnings- virkja. Framkvæmdirnar ná há- marki árið 2006 en þá er gert ráð fyrir um 1.100 til 1.200 ársverk- um. Samkvæmt framkvæmdaáætl- un á bygging Kárahnjúkastíflu að taka þrjú og hálft ár. Gert er ráð fyrir því að byrja að safna vatni í Hálslón í september 2006. Gangi það eftir er hægt að afhenda orkukaupanda rafmagn til álvers- ins í byrjun apríl 2007 og Kára- hnjúkavirkjun yrði tekin form- lega í notkun í byrjun júní 2007. trausti@frettabladid.is HARMI LOSTNAR Mikill fjöldi syrgjenda fylgdi palestínsku hjúkrunafræðingunum til grafar í flótta- mannabúðunum í Jabaliya á Gaza-strönd- inni. Átök á Vesturbakkanum: Árásir á báða bóga JERÚSALEM, AP Tveir palestínskir byssumenn réðust á útvarðar- stöð ísraelska hersins á Vestur- bakkanum og drápu tvo Ísraels- menn áður en þeir voru sjálfir skotnir til bana. Ísraelsku her- mennirnir voru að æfa fyrir árás af þessu tagi þegar menn- irnir birtust. Á Gaza-ströndinni féllu tveir palestínskir hjúkrunarfræðing- ar fyrir hendi ísraelskra her- manna sem skutu af handahófi úr þyrlum. Að sögn palestínskra lækna voru hjúkrunarfræðingarnir að vinna á litlu elliheimili þegar skotárásin átti sér stað en tveir aðrir liggja alvarlega slasaðir eftir skotárásina. Í norðurhluta Ísraels drap lögreglan óbreyttan palestínsk- an borgara sem lagt hafði með hnífi til lögreglumanns. ■ Framtíð Kosovo: Vill ákvörð- un sem fyrst SERBÍA, AP Zoran Djindjic, forsætis- ráðherra Serbíu, hefur krafist þess að alþjóðleg ráðstefna verði haldin um framtíð Kovosvo. Hann sagði Kosovo stefna leynt og ljóst að sjálf- stæði og slíkt skapaði mikil vanda- mál. Serbar líta svo á að Kosovo- hérað sé fæðingarstaður Serbíu og þar er fjöldi gamalla klaustra og annarra minja um serbneska menn- ingu. Sameinuðu þjóðirnar hafa far- ið með yfirstjórn í Kosovo í kjölfar loftárásanna 1999. Sendinefnd Sam- einuðu þjóðanna vill bíða með ákvarðanir um framtíð svæðisins þar til efnahagslegur og pólitískur stöðugleiki hefur náðst. ■ LEITAÐ AÐ NAFNI Þrír möguleikar eru í í stöðunni. MISMUNUR STÝRIVAXTA SEÐLABANKANS OG VAXTA ÓVERÐTRYGGÐRA LÁNA Stýrivextir Óverðtryggð skuldabréf Mismunur 1995 6,9% 11,6% 4,7% 1996 6,6% 12,4% 5,8% 1997 7,0% 12,9% 5,9% 1998 7,3% 12,8% 5,5% 1999 8,2% 13,7% 5,5% 2000 10,4% 16,8% 6,4% 2001 10,9% 17,9% 7,0% 2002 8,3% 15,5% 7,2% 2003 5,8% 12,5% 6,7% MISMUNUR VERÐTRYGGÐRA SKULDABRÉFALÁNA OG ÁVÖXTUNARKRÖFU 5 ÁRA SPARISKÍRTEINA Verðtryggð skuldabréfalán 5 ára spariskírteini Mismunur 1995 8,7% 5,6% 3,1% 1996 8,9% 5,6% 3,3% 1997 9,0% 5,5% 3,5% 1998 8,8% 4,9% 3,9% 1999 8,6% 4,7% 3,9% 2000 9,5% 5,9% 3,6% 2001 10,2% 5,9% 4,3% 2002 10,2% 5,5% 4,7% HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSVIRKJUNAR Undirritun sjálfs samningsins við Impregilo fer ekki fram fyrr en eftir að samningar við Alcoa vegna álvers á Reyðarfirði hafa verið undirritaðir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að það gæti orðið í lok febrúar en nákvæm dagsetning sé undir Alþingi og iðnaðarráðuneytinu komin. Neytendasamtökin gagnrýna þróun vaxtamunar í landinu: Krefjast lækkunar útlánsvaxta FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.