Fréttablaðið - 07.02.2003, Qupperneq 21
21FÖSTUDAGUR 7. febrúar 2003
Fyrsta blaðið á
hálfvirði
100 síðna bók
ókeypis - ef þú
svarar innan
10 daga
Þú greiÐir aÐeins 345 kr
EINSTAKT TILBOÐ
1
2
3
4
Fyrsta blaðið á hálfvirði - þú borgar aðeins 345 kr. fyrir utan
sendingarkostnað.
Ef þú svarar innan 10 daga færðu 100 síðna bók um stelpurnar að gjöf.
Mánaðarlega færðu n tt blað, með hverju blaði fylgir einhver skemmtileg
gjöf og borgar aðeins 690 kr. fyrir utan sendingarkostnað.
Blöðin eru eingöngu fáanleg í áskrift og eru ekki í boði á almennum
markaði.
S k r á ð u þ i g á h t t p : / / d i s n e y . k l u b b a r . i s
Loksins
EINSTAKT TILBOÐ
Finndu EIGIN MÁTT!
Hringdu núna í síma 522 2020
Láttu töfrast af heimi galdrastelpnanna! Í
hverjum mánuði fylgist þú með spennandi
sögu um stelpurnar fimm frá Heatherfield.
Þú getur líka lesið um leyndarmálin á bak
við stjörnumerkið þitt og lært smá
galdrabrögð til að næla í „hann, þú veist“.
Í hverju blaði er galdrapróf sem hjálpar þér
að finna máttinn sem b r innra með þér!
G
A
L
DR
AST
ELPUR
N
A
R
sagan um
©
Disney
bandarískum fangelsum á tíunda ára-
tugnum.
Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru
Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs-
efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir
fanga sem teknir hafa verið af lífi í
Bandaríkjunum.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning
ungra íslenskra og breskra listamanna.
Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 -
minni forma“. Sýningin stendur til 2.
mars.
Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl-
unni í Ásmundarsafni við Sigtún í
Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl.
13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú-
ar.
Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir
sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna
kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur
til 15. febrúar og er opin á opnunartíma
kaffihússins.
Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau
Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur
Hallsson og Jessica Jackson
Hutchins verk sín.
Í Ketilshúsinu á Akureyri stendur yfir
sýningin Veiðimenning í Útnorðri.
Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd-
um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar-
arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að-
hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem
fólst í því að myndlist og iðnhönnun
ættu að sameinast í byggingarlistinni.
Sýningin BókList stendur yfir í anddyri
Norræna hússins. Þar sýnir finnska
listakonan Senja Vellonen 22 handunn-
ar bækur. Sýningin stendur til 9. febrúar
og er opin frá kl. 9-17 alla daga nema
sunnudaga frá kl. 12-17.
Hallgrímur Helgason sýnir í austursal
Gerðarsafns í Kópavogi nokkur málverk
af Grim, teiknimyndapersónunni með
tennurnar stóru. Myndirnar eru unnar
með nýjustu tölvutækni. Safnið er opið
11-17 alla daga nema mánudaga.
FLYING/DYING er heiti sýningar
Bjargeyjar Ólafsdóttur sýnir í vestursal
Gerðarsafns í Kópavogi. Á sýningunni
eru ljósmyndir og vídeóverk, sem meðal
annars fjalla um bílslys sem listakonan
lenti sjálf í og komst nálægt því að
deyja. Safnið er opið 11-17 alla daga
nema mánudaga.
Húbert Nói sýnir á neðri hæð Gerðar-
safns í Kópavogi. Sýningin, sem nefnist
HÉR OG HÉR / 37 m.y.s., er sérstaklega
unnin fyrir salinn og er innsetning á ol-
íumálverkum sem sýna annars vegar
hluta af salnum og hins vegar málverk
sem hanga þar á veggjum. Safnið er
opið 11-17 alla daga nema mánudaga.
Rakel Kristinsdóttir sýnir í Kaffi Sólon,
Bankastræti 7a.
Anna Guðrún Torfadóttir myndlistar-
maður sýnir verk unnin með blandaðri
tækni í Scala, Lágmúla 5 í Reykjavík.
Sýning á málverkum Aðalheiðar Val-
geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju
í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk
unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn-
inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið,
tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms-
kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall-
grímskirkju og stendur til loka febrúar-
mánaðar.
Íslandsmynd í mótun - áfangar í
kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort
sem markað hafa helstu áfanga í leitinni
að réttri mynd landsins. Sýningin stend-
ur þangað til í ágúst.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er
frá klukkan 11 til 17.
Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir
sýningin Listin meðal fólksins, þar sem
listferill Ásmundar Sveinssonar er sett-
ur í samhengi við veruleika þess samfé-
lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning-
in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún
stendur til 20. maí.
Fræðsla um náttúruna hjá KFUM og KFUK:
Fuglar himinsins og liljur vallarins
SKÖPUNARVERKIÐ Bjarni Guðleifs-
son náttúrufræðingur verður
með þrjú fræðsluerindi um
fyrirbæri náttúrunnar hjá
KFUM og KFUK nú um helg-
ina. Í lok hvers erindis verður
hann svo með stutta hugleið-
ingu á trúarlegum nótum út frá
efninu hverju sinni.
„Þetta eru þrjár samkomur.
Á föstudagskvöldið ætla ég að
fjalla um sóleyna. Á laugardag-
inn verður samkoma með ung-
lingum, og þá ætla ég að fjalla
um snjótittling. Á sunnudaginn
tek ég svo fyrir stórt fyrir-
bæri, sem eru fjöllin,“ segir
Bjarni.
„Það er gaman að skoða
sköpunarverkið á þennan hátt
og sjá hve margt stórkostlegt
er þarna á ferðinni. Þessi fyrir-
bæri vitna öll um skaparann,
hvort sem þau eru smá eða
stór.“
Bjarni hefur starfað lengi
sem náttúrufræðingur hjá
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins á Möðruvöllum. Hann er
meðal annars einn helsti sér-
fræðingur landsins á kali í tún-
um.
Hann segist sannfærður um að
alþýðufræðsla um fyrirbæri nátt-
úrunnar sé mjög mikilvæg. „Hún
kennir okkur að umgangast nátt-
úruna af nærfærni og bera virð-
ingu fyrir henni.“
Bjarni segist hafa haldið í
kristna trú allt frá barnsaldri. „Ég
er alinn upp í KFUM hérna í
Reykjavík. Þar kynntist ég trúnni
og kristindóminum, sem er mér
mikið hjartans mál.“ ■
BJARNI GUÐLEIFSSON
Nálgast trúna frá óvenjulegu sjónar-
horni.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M