Fréttablaðið - 07.02.2003, Síða 23
23FÖSTUDAGUR 7. febrúar 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4 og 6
8 MILE kl. 8 og 10.15 THE LORD OF THE RINGS b.i. 12 5.30 og 9
JUWANNA MANN kl. 4 GULL PLÁNETTAN m/ísl. tali kl. 4
JACKASS b.i.14.ára kl. 6, 8 og 10 HARRY POTTER kl. 6
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.20 b.i.10.ára Sýnd kl. 10
TRANSPORTER b.i. 14 kl. 6, 8 og 10
BANGER SISTERS kl. 6 og 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 bi 12
TÓNLIST
Mörg ykkar eiga eflaust erfittmeð að trúa þessu en það er
margt gott á þessari plötu. Hvern-
ig getur hvítur uppavælukjói í
Jackson-leik mögulega gert eitt-
hvað gott? Einfalt, hann er ekki
stjarna plötunnar.
Hann er áhættulaus söngvari
með hreina og fína rödd en hefur
engan karakter. Hann er vælukjói
og virkar oft tilgerðalegur. Ein-
hver hér vissi þó hvað hann var að
gera því smáskífurnar eru hreint
út sagt stórkostlegar.
Veltið þessu aðeins fyrir ykkur,
lagið „Like I Love You“, er líklega
fyrsti útvarpsslagarinn í langan
tíma þar sem viðlagið kemur ekki
fyrr en eftir 2:34. Það er minimal-
ísk útsetning lagsins, kassagítar og
taktur undir grípandi sönglínu,
sem gerir það svona dáleiðandi.
Mennirnir þar á bak við eru The
Neptunes, sem nýlega gerðu af-
bragðs skífu undir nafninu
N*E*R*D.
Merkilegast er þó hvernig út-
setjarinn Timbaland leikur sér í
kringum stefið úr „Höll Dofrakon-
ungs“ eftir norska tónskáldið
Grieg í laginu „Cry Me A River“.
Stefinu er breytt örlítið og það lát-
ið hljóma á svipaðan hátt og það
gerði í gamla „Tetris“-leiknum á
C64 leikjatölvuna. Snilld.
Lög 1-6 eru í þessum gæða-
flokki. Svo þynnist platan út í til-
gerðarlegt vælukjóapopp, því mið-
ur.
Birgir Örn Steinarsson
JUSTIN TIMBERLAKE: Justified
Vælukjóinn
kemur á óvart
TÓNLIST Það hlýtur að teljast undar-
legasta fréttin úr tónlistarheimin-
um síðan Michael Jackson varð
hvítur að rappfrömuðurinn Dr. Dre
og sveiflukóngurinn Burt
Bacharach hafi ákveðið að sameina
krafta sína. Sá síðarnefndi, sem er
74 ára gamall, vinnur nú hörðum
höndum við að útbúa lagabúta fyrir
hiphop-söngleik Dr. Dre.
Fyrir þá sem ekki vita er
Bacharach þekktastur fyrir lög
sem hann samdi á sjöunda áratugn-
um og söngkonurnar Dionne
Warwick, Cilla Black og Sandie
Shaw gerðu vinsæl. Tónlist hans
hefur einnig spilað stórt hlutverk í
gamanmyndunum um Austin
Powers og kom hann einmitt fram í
einni þeirra.
„Hann lét mig hafa trommu-
takta og sagði að ég mætti gera ná-
kvæmlega það sem ég vildi ofan á
þá,“ sagði Bacharach um sam-
starfsmann sinn Dr. Dre. „Þetta
verða ekki hefðbundin lög. Þetta er
líkara klassískum tónsmíðum, sem
mér finnst afar athyglisvert.“ ■
Dr. Dre og Burt Bacharach:
Sameina
krafta sína
DR. DRE
Ætli hann þekki leiðina til San Jose?
BURT BACHARACH
Ætli framtíðarlög hans fjalli þá um tíkur,
víkódín og kannabisreykingar?
FÓLK Breska dagblaðinu Evening
Standard hefur verið gert að
greiða John Cleese rúm 13 þús-
und pund í skaðabætur eftir að
blaðið birti grein um búferla-
flutninga leikarans til Bandaríkj-
anna.
Jonathan Caplan, lögfræðingur
Cleese, sagði fyrir dómnum að
blaðið „hefði vegið að lífstíðar-
starfi leikarans á viðbjóðslegan
og hatramman hátt“. Í greininni
er meðal annars fjallað um mann-
réttindabaráttu í Bandaríkjunum
og Cleese gagnrýndur fyrir að
flytjast þangað.
Cleese, sem er hvað þekktast-
ur fyrir myndir Monty Python-
hópsins, var afar ánægður með
dómsúrskurðinn. Blaðið hafði
boðið honum tíu þúsund pund í
skaðabætur en hann neitaði.
„Málið var dæmt Cleese í hag.
Dómarinn taldi greinina bera vott
um ósiðlega blaðamennsku,“
sagði lögfræðingur leikarans. ■
John Cleese ánægður:
Tvær milljónir í skaðabætur
JOHN CLEESE
Var ánægður með niðurstöður dómarans, sem taldi að blaðið hefði beitt ósiðlegri blaðamennsku.