Fréttablaðið - 07.02.2003, Side 26

Fréttablaðið - 07.02.2003, Side 26
7. febrúar 2003 FÖSTUDAGUR ÚTSALA 15-50% afsláttur Laugavegi 61 Sími 552 4910 - úrad. 552 4930 Úr, skartgripir og postulín BÓKMENNTIR „Ég er nú ekki mjög góður í þýskunni en það var gerður góður rómur að máli mínu,“ segir Mikael Torfason. Hann er nýlega kominn til síns heima í Danmörku eftir upp- lestrarferð til Þýskalands, nánar tiltekið í Frankfurt, í boði Eilfreiche Zone sem tilheyrir há- skólanum þar í borg. Mikael las upp úr bók sinni Heimsins heim- skasti pabbi. „Þarna var ég í nokkra daga og fór einnig til Kölnar að hitta útgefendur mína þar en til stendur að gefa bókina út í október.“ Og Mikael lætur vel af för sinni. „Eitt blaðið, eða Fuldaer Zeitung/Hunfelder Zeitung sagði um mig: „Islander ist der litt- erarische Shooting Star auf der Insel mid den heissen Quellen und erzahlt garantiert weder von Ponies ode Elchen, sondern vom schrillen Leben in Reykjaviks Vorten...“ en ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Ég held að þetta sé eitthvað fallegt.“ ■ Mikael Torfason á faraldsfæti: Heimski pabbinn gefinn út í Þýskalandi MIKAEL TORFASON Hikar ekki við að bregða fyrir sig þýskunni þegar svo ber undir – þó hann kunni ekkert í tungumálinu. MYNDLIST Í kvöld fer fram athöfn á Næsta bar við Ingólfsstræti, þar sem Myndlistarakademía Íslands afhendir íslenskum myndlistar- manni ullarvettlinga í viðurkenn- ingarskyni fyrir þor og frumleika í listsköpun. „Þetta eru að vísu ekki pen- ingaverðlaun,“ segir Benedikt Gestsson, sem er formaður Mynd- listarakademíunnar. „En það lýsir kannski ástandinu í myndlistar- heiminum hér betur en margt annað. Ég held ég geti líka fullyrt að þetta sé eina viðurkenningin hér á landi sem ætluð er myndlist- inni sérstaklega.“ Þetta er í þriðja sinn sem þessi sérstæða viðurkenning er veitt ís- lenskum myndlistarmanni. Í fyrra fékk Árni Ingólfsson vett- lingana. Árið þar áður var það Birgir Andrésson. „Í tvö fyrstu skiptin voru af- hentir vettlingar sem amma mín hafði prjónað,“ segir Benedikt. „Hún prjónaði aldrei neitt nema úr íslensku reifi af sannanlegri landnámsrollu. Nú eru vettling- arnir hennar ömmu minnar heit- innar uppurnir. Í kvöld verða því afhentir vettlingar sem koma af prjónum konu sem er ættuð úr Ár- nessýslu.“ Myndlistarakademía Íslands var stofnuð formlega í janúar á síðasta ári. Benedikt sjálfur hefur ákvörðunarvald um það, hvaða myndlistarmaður verður fyrir valinu hverju sinni. „Ég er formaður þessarar aka- demíu og hef ráðið þar öllu fram að þessu. Ég mun halda því áfram á meðan enginn í stjórninni setur sig upp á móti því.“ Benedikt gerir sér vonir um að þessi athöfn geti vaxið með hverju árinu. Markmiðið með henni er ekki síst að efla umræðu um myndlist á Íslandi. Ullin er þjóðlegt hráefni og vísar meðal annars til þess að listamönnum á Íslandi hefur alltaf verið kalt. „Upphaflega reyndum við að hafa þetta á þjóðlegu nótunum. Viðurkenningin var veitt ein- hverjum sem sannanlega hefði sótt í íslenska flóru. Hins vegar sýnist mér íslenska flóran vera orðin svo alþjóðleg að það kemur nokkurn veginn út á eitt hvort horft er inn á við eða út á við. Þannig að maður reynir bara að fylgja straumi tímans.“ „Nú er svo komið að listamenn bæði starfa í útlöndum og eru um leið að sækja í þennan þjóðlega brunn okkar. En jafnvel þegar menn reyna að hengja þjóðerni sitt á eitthvað sem sannarlega virðist vera þjóðlegt er það oftast komið frá útlöndum, annað hvort algerlega eða að hluta til.“ gudsteinn@frettabladid.is Ullarvettlingar afhentir Viðurkenning fyrir þor og frumleika í listsköpun. Ullarvettlingar eru úr þjóðlegu hráefni og vísa til þess að íslenskum myndlistarmönnum hefur alltaf verið kalt. BENEDIKT GESTSSON Dagskráin í kvöld hefst með því að Helgi Þorgils Friðjónsson les úr nýútkominni bók sinni um Grænland. FUNDUR Menningarmálanefnd Reykjavíkur efnir til opins fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu í dag um sýningarstefnu og notkun á sýningarsölum á vegum borgarinn- ar. „Það þekkist erlendis frá að nefndir haldi opinbera fundi um til- tekin mál og leiða þá fram ýmis ólík sjónarmið frammi fyrir nefndar- mönnum, almenningi og fjölmiðl- um,“ segir Stefán Jón Hafstein, for- maður menningarmálanefndar Reykjavíkur, aðspurður um fund- inn. „Þetta er gert til að skerpa um- ræðuna og þannig fær nefndin ákveðið veganesti og innsýn.“ Undanfarið hafa staðið yfir um- ræður og deilur um mótaða sýning- arstefnu Listasafns Reykjavíkur. Forstöðumaður safnsins er ábyrgur sýningarstefnunni að hverju sinni og býður myndlistarmönnum að sýna. „Gagnrýnin snýst um þá mótuðu stefnu sem gildir en hún býður ákveðinni hættu heim, ákveðnir hópar eða einstaklingar geta þá kannski ekki komist að. Þetta finnst okkur rétt að ræða,“ segir Stefán Jón og tekur fram að deilurnar snú- ist ekki um gagnrýni á forstöðu- manninn. „Mér heyrist líka að myndlistarmenn í borginni fái ekki að spreyta sig á sínum forsendum heldur þegar og ef Listasafnið býð- ur þeim.“ Fundurinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst klukkan 12.00. ■ Opinn fundur hjá menningarmálanefnd Reykjavíkur: Á að skerpa sýn nefndarmanna STEFÁN JÓN HAFSTEIN Telur að mála- flokkanefndir, eins og menn- ingarnefnd og fræðsluráð, eigi að vera opnar þar sem margir geri kröfur til að vera gildir í um- ræðunni. RAFTÆKJAVERSLUNIN SUÐURVERI STÓRÚTSALA á ljósum og lömpum. Opið alla helgina. Mikill afsláttur. – Leikur í ljósum – Stigahlíð 45, 105 Reykjavík. Sími 553-7637, fax 568-9456 2 fyrir 1 af öllum útsöluvörum. Þú greiðir fyrir dýrari vöruna. Dæmi: Jakki áður 12.900 nú 7.093 og þú færð aðra ódýrari flík með. Ath. allt þarf að seljast, verslunin flytur. YOGA Fyrir þá sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Ný námskeið hefjast 10. febrúar. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir nám- skeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðanna er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga og styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar að Bolholti 4, 4. hæð til vinstri. Skráning og upplýsingar hjá Arnhildi í síma 895-5848.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.