Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 27
10 - bakkar, tengir og keyrir af stað Kom pallhúsinu inn í skúrinn Byggði bílskúrinn sjálfur frá grunni Naglar segja til um aldur húsa Naglar eru taldir geta veitt góða vísbendingu um hversu gamlar byggingar eru, sér í lagi þeir naglar sem framleiddir voru á 20. öldinni þegar tækninni fleygði fram. Á síð- ustu áratugum 18. aldar og í upp- hafi þeirrar 19. voru naglar hand- smíðaðir úr járnteinum, annað hvort af járnsmiðum eða sérlegum naglasmiðum. Eftir að búið var að hita járnteininn var hann hamraður á allar fjórar hliðar til að mynda mjóan odd. Að því búnu lagði smiðurinn heitan naglann á sérút- búinn steðja og mótaði hausinn með nokkrum hamarshöggum. Fyrstu naglasmíðavélarnar komu fram í byrjun 19. aldarinnar. Vélarn- ar voru látnar höggva járnteinana eins og um fallexi væri að ræða. Teinarnir voru síðan hreyfðir fram og til baka þar til pinninn mjókkaði og mótaðist. Naglar sem smíðaðir voru á þann hátt eru skilgreindir sem A-gerð. Í fyrstu voru hausarnir handsmíðaðir en fljótlega fóru að sjást vélar sem mótuðu hausana. Þessi smíði var notuð fram á miðja 19. öld. Frá árinu 1820 fóru full- komnari vélar að sjást. Framleiðsl- an var frábrugðin að því leyti að pinninn var strax skorinn í þá stærð sem hann átti að vera. Sú tegund nagla var kölluð B-gerð. Við það að vélin reif í sundur járnið sátu rákir eftir á hliðunum. Það eru einmitt þær sem geta auðveldað mönnum að greina í sundur A- og B-gerðir og gera um leið aldurs- greininguna nákvæmari. B-naglagerðirnar voru í framleiðslu mestan hluta 19. aldar. Með auk- inni framþróun á mjúku ódýru stáli dvínuðu vinsældir járnteinanna. Upp úr 1886 voru 10% nagla í Bandaríkjunum búin til úr mjúkum stálvírum. Þessi þróun hélt síðan áfram og um 1913 var hlutfallið komið upp í 90%. Skornir naglar er smíðaðir enn í dag með svipaðri aðferð og notuð var við B-gerðina. Slíkir naglar eru venjulega notaðir til dæmis þegar verið er að leggja gólffjalir. Hægt er að aldursgreina hús með því að skoða naglana sem notaður voru Handsmíðaður nagli Fyrstu naglarnir sem smíðaðir voru fyrir 1800 litu svona út. A-gerð af nagla Þessa tegund nagla var notuð í kringum 1790-1830. B-gerð af nagla Drög lögð að nútímanaglanum. Framleiðslan var mest á árunum 1820-1900. Nagli eins og notaður er í dag Byrjað var að framleiða þessa nagla árið 1890. Sigurjón Sigurjónsson tók þá ákvörðun að byggja bílskúrinn sinn sjálfur frá grunni. Þetta gerði hann til að vera öruggur um að koma inn jeppanum sínum sem hann hafði gert breytingar á. Þess vegna hafði hann lofthæðina hærri en vanalegt er því venjulega eru stór dekk sett undir breytta jeppa. Sigurjón taldi öruggast að hafa bílskúrinn tvöfaldan og jafnframt í lengra lagi. Það gerði hann til að koma fólksbílnum fyrir auk þess að skapa rými fyrir geymslupláss. Helminginn af því skildi hann eftir opið. Þessi fyrirhyggja Sigurjóns átti eftir að koma honum vel þegar hann fjárfesti í húsi á pallbílinn. „Þegar kom að því að ganga frá pallhúsinu yfir veturinn fékk ég þá hugmynd að bakka jeppanum inn í bílskúrinn, aftengja húsið og halda því á lofti á löppunum sem því fylgir. Með því að gera þetta svona gat ég í leiðinni tryggt áframhaldandi pláss fyrir jeppann og um leið nýtt rýmið sem myndaðist undir húsinu.“ Sigurjón segist hafa bollalagt það í smá stund hvernig best væri að útfæra hugmyndina. Að endingu sá hann að besta lausnin væri að hleypa úr dekkjunum, láta eiginkonuna leið- beina sér og bakka. „Ég er hæstánægður með þessa lausn og hvet þá sem hafa geymslurýmið að tileinka sér hana. Nú bakka ég bara bílnum inn í skúrinn á sumrin, tengi húsið og keyri af stað í ferðalagið,“ segir Sigurjón að lokum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.