Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 38
FÖSTUDAGUR 14. febrúar 2003 Tilboðið gildir til 16. feb. eða á meðan birgðir endast. Nautahakk á tilboði 1. flokks ungnautahakk 599 kr./kg 8–12% fita Mazda6, bíll ársins í: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. Komdu og reynsluaktu þessum margverðlaunaða bíl. . Opið frá kl. 12-16 laugardaga. KVIKMYNDIR Franski kvikmynda- framleiðandinn Daniel Toscan du Plantier lést þann 10. febrúar á sjúkrahúsi í Berlín. Hann var staddur í Þýskalandi vegna 53. kvikmyndahátíðarinnar í Berlín þegar hann fékk slag sem dró hann til dauða. Hann framleiddi ýmis alþjóðleg meistaraverk og starfaði með listamönnum og sér- vitringum á borð við Federico Fellini, Joseph Losey, Satyajit Ray, Werner Herzog, Souleymane Cisse, Peter Greenaway og Maurice Pialat en mynd hans Van Gogh frá árinu 1987 hlaut á sínum tíma Gullpálmann á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Toscan du Plantier var 61 árs þegar hann lést. ■ DANIEL TOSCAN DU PLANTIER Framleiddi meðal annars myndir ítalska leikstjórans Federico Fellini og breska sérvitringsins Peter Greenaway. Þekktur franskur kvik- myndaframleiðandi: Lést á Berlínar- hátíðinni TEIKNIMYNDASÖGUR Síðustu þrjú sum- ur hafa persónur teiknarans Charles Schultz skreytt götuhorn heimabæjar hans, St. Paul í Minnesota. Hundinum Snoopy, eig- anda hans Charlie Brown og Lucy vinkonu þeirra hefur þegar hlotn- ast þessi heiður og í ár bætist litli bróðir Lucyar, hann Linus litli með bláa teppið, í hópinn en 1,5 metra háar og 180 kílóa þungar styttur af honum verða settar upp á götu- hornum í bænum í sumar. Jeannie Schulz, ekkja Charles sem lést fyrir þremur árum, hefur lýst mikilli ánægju með að Linus hafi orðið fyrir valinu enda höfði teppið og öryggið sem því fylgir sterkt til fólks. ■ LINUS LITLI Hafði betur en litli guli fuglinn Woodstock og mun halda minningu skapara síns á lofti í ár. Smáfólkið: Linus með bláa teppið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.