Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 46
Læknar stórefast um að það séhollt fyrir fólk að læknast fyrir atbeina kraftaverka, og telja að í flestum tilvikum sé mun betra fyrir sjúklinginn að halda áfram að vera veikur heldur en þiggja óvísindaleg- an bata. Frá Færeyjum berast þær skuggalegu fréttir að lamaður mað- ur hafi staðið upp úr hjólastól sínum og farið á hjólaskauta eftir sam- komu hjá prédikaranum Charles Indifone sem hélt nýverið samkomu á Íslandi og ku ætla að koma aftur í maí. TALSVERÐAR líkur hljóta að vera á því að fatlafólið færeyska eigi eft- ir að stórslasa sig til dæmis ef hann reynir að dansa færeyskan dans á hjólaskautunum, og því er ákaflega vafasamt hvort þetta kraftaverk á eftir að verða honum til góðs þegar til lengri tíma er litið. Eftir að Indi- fone þessi hafði haldið samkomu á Íslandi gerðist sá fáheyrði atburður að geðveikur maður hætti að taka lyfin sín og sagðist vera orðinn heil- brigður, en slíkt hefur aldrei gerst áður. EINA RÁÐIÐ er vitanlega að banna kraftaverk með lögum eða setja að minnsta kosti mjög strangar reglur um að einungis starfandi læknar megi gera kraftaverk, því að dæmið um manninn sem hætti að taka lyfin sín sannar svo að ekki verður um villst að kraftaverk eru ákaflega varasöm og jafnvel beinlín- is hættuleg - að ekki sé minnst á Færeyinginn á hjólaskautunum. ÞAÐ VÆRI að mörgu leyti freist- andi að taka upp þá sígildu aðferð að krossfesta kraftaverkamenn öðrum til vítis og varnaðar, og hugsanlega er grundvöllur fyrir þeirri refsingu þegar til þess er litið að Hæstiréttur kappkostar nú að þyngja dóma yfir glæpamönnum. Allavega er brýnt að útbúa trausta löggjöf um kraftaverk svo að Indifone þessi geri sér ekki leik að því að lækna einn eða neinn þegar hann kemur aftur til Íslands. Ennfremur þarf að skera upp herör gegn svokölluðum sjóntækjafræð- ingum sem telja sig geta mælt sjón án þess að vera augnlæknar. Ef sú starfsemi verður ekki stöðvuð á stundinni er allt eins líklegt að útfar- arstjórar verði farnir að auglýsa að þeir geti vakið fólk uppfrá dauðum þegar vorar. Og hvað verður þá um læknana og lyfjafyrirtækin? ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Þráins Bertelssonar BNB BETRI NOTAÐIR BÍLAR TILBOÐSDAGAR TOYOTA - TÖKUM TIL FYRIR SUMARVÖRURNAR og bjóðum sérstök vildarkjör á völdum bílum. Tilboðsdagar Toyota standa yfir frá miðvikudegi til laugardags. Komdu á Nýbýlaveginn eða hringdu í síma 570 5070. Tilboðsdagar betri notaðra bíla standa einnig yfir hjá umboðsmönnum okkar í Njarðvík, á Selfossi og Akureyri. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is Bönnum kraftaverk! Reykjavík • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S B LO 2 01 97 02 /2 00 3 þúsund kossar og 10 túlípanar Í dag fá hundrað fyrstu viðskiptavinir Blómavals í Sigtúni frítt fyrir 2 á Two Weeks Notice. 799 kr. V a l e n t í n u s a r d a g u r i n n www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.