Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 32
Á mörkum málverksins er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Ís- lands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu- málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar. Sýning á verkum Ólafs Más Guð- mundssonar er í sýningarsal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9-17, um helgar frá kl. 14-18. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift sýningar á myndlýsingum í gömlum ís- lenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin stendur til 9. mars. Í Listasafni Borgarness stendur yfir sýn- ing á málverkum eftir Hubert Dobrzani- ecki. Þar sýnir listamaðurinn olíumál- verk og grafík frá árunum 1999-2002. Sýningin stendur til 26. febrúar. Ingimar Waage sýnir 25 landslagsmál- verk í Galleríinu Skugga, Hverfisgötu 29. Sýningunni lýkur um helgina. Nú stendur yfir í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýningin Akvarell Ísland. Sýningunni lýkur 17. febrúar. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leopoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirs- son, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- son, Guðmundur Ármann, Kjartan Guð- jónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17 og eftir sam- komulagi. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stendur til 2. mars. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. FÖSTUDAGUR 14. febrúar 2003 Allir á svið í Þjóðleikhúsinu: Farsi innan í farsa LEIKLIST Leikritið Allir á svið, sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í kvöld, er tvöfaldur farsi. Það fjallar um leikhóp sem er að setja á svið dæmi- gerðan svefnherbergisfarsa. Hópnum ferst það hins vegar frekar óhönduglega svo að úr verður annar farsi, ekki síðri en hinn. Gísli Rúnar Jónsson þýddi leikritið, sem er eftir breska höfundinn Michael Frayn, og leikstýrir því. Níu manna hópur vaskra gamanleikara tekur þátt í sýningunni. Það eru þau Björgvin Franz Gíslason, Edda Björgvinsdóttir, Júlíus Brjáns- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þórunn Lárus- dóttir og Þröstur Leó Gunnars- son. „En þetta leikrit eftir Mich- ael Frayn er hins vegar ákaf- lega vel samansett, hvort sem okkur tekst að koma fyndninni til skila eða ekki,“ segir Gísli Rúnar Jónsson. „Það er byggt á hinni klassísku farsaformúlu, sem er ákaflega vandasamt fyrirbæri og mönnum hefur tekist misjafnlega með.“ Í fyrsta þætti fylgjumst við með æfingu leikhópsins á þess- um svefnherbergisfarsa kvöld- ið fyrir frumsýningu í Reykja- vík. „Og þá fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis. Í öðrum þætti er svo búið að snúa leiksviðinu við, þannig að við fylgjumst með sýningunni aftanfrá. Þá eru þau komin til Akureyrar eftir þriggja vikna leikferð. Þá sjáum við skelfing- una í leikhópnum baksviðs þeg- ar leikararnir eru annað hvort að fara inn á svið eða að koma út af því. Í þriðja og síðasta þætti er svo aftur búið að snúa sviðinu við. Þá er leikhópurinn að sýna á Kirkjubæjarklaustri eftir eins og hálfs mánaðar túr. Nú þekkja áhorfendur leikritið svo vel að þeir vita nákvæm- lega hvað hefur farið úrskeið- is.“ ■ LEIKLIST Skáldsagnaheimur Terry Pratchett er allsérstak- ur. Risastór skjaldbaka vafrar um víðan geiminn, og á baki hennar eru fjórir fílar sem bera uppi flatan disk. Þessi diskur er sögusvið sagnanna. Hér á landi kvað fjöldi manns bíða af óþreyju eftir hverri bók úr penna Pratchetts um þennan diskheim, sem hann kallar Discworld. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld í Austurbæ, sem áður hét Austurbæjarbíó, leikritið Örlagasystur, sem er leikgerð einnar af sögum Pratchetts. Leikritið fjallar um þrjár nornir, sem heita Amma Veð- urvax, Mútta Ogg og Maggrét Gerilauks. Þær bera sterkan svip af nornunum í leikriti Shakespeares, Macbeth. Ugla Egilsdóttir, sem er landsfræg fyrir að hafa leikið Öggu í Mávahlátri, fer með stærsta hlutverkið. „Hún leik- ur nornina Ömmu Veðurvax sem er fremst á meðal norna. Hún veit allt,“ segir Ragnheið- ur Sturludóttir, sem leikur meðal annars persónu í leikrit- inu sem nefnist frú Vindhóll. „Annars má segja að sex hlutverk í leikritinu séu stór hlutverk, nefnilega nornirnar þrjár, vondi hertoginn og kona hans og svo hirðfíflið þeirra.“ Leikgerðin er eftir Stephen Briggs, en Gunnar Freyr Steinsson þýddi. „Gunnar Freyr vinnur hérna í skólanum. Hann er tölvufræðingur skól- ans og mjög mikill aðdáandi Terry Pratchett. Hann tók sig til og þýddi þetta og bauð okkur þetta svo í sumar.“ ■ Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: Nornalíf á flötum diski ÚR SÝNINGU ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Gamanleikurinn Allir á svið eftir Michael Frayn hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÖRLAGASYSTURNAR ÞRJÁR Amma Veðurvax, Mútta Ogg og Maggrét Gerilauks búa í litlu konungsríki í Hrúafjöllum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.