Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1
BRUSSEL, AP Peter Struck, varnar- málaráðherra Þýskalands, gaf í gær til kynna að Þjóðverjar muni samþykkja undir- búning að varnar- viðbúnaði í Tyrklandi vegna hættu á árásum Íraka. Hann sagði að Atlantshafs- bandalagið myndi taka ákvörðun í síðasta lagi á morgun og að sú ákvörðun ætti að uppfylla allar kröfur Tyrkja. Þjóðverjar, Frakkar og Belgar hafa neitað að taka ákvörðun strax og vilja bíða þar til vopna- eftirlitsmenn hafa skilað skýrslu til Sameinuðu þjóðanna í dag. Frakkar sögðu sína afstöðu óbreytta. Ekkert varð af funda- höldum Nató í gær og engir fund- ir boðaðir í dag. ■ TÍSKA Kjóll úr áli bls. 31 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 14. febrúar 2003 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MÁLÞING Í tilefni V-dagsins verður málþing í hátíðarsal Háskóla Ís- lands klukkan 16.30. Elín Hirst, Sverrir Björnsson, Sæunn Kjart- ansdóttir, Erpur Eyvindarson, Hild- ur Fjóla Antonsdóttir og Jón Þór Ólason flytja erindi sem tengjast kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim. Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Rætt um kynferðisbrot SKÝRSLA Hans Blix og Mohamed El- Baradei skila öryggisráði Samein- uðu þjóðanna skýrslu um vopnaeft- irlitið í Írak. Skýrsla þeirra getur ráðið miklu um næstu skref í Íraks- deilunni. Skýrsla um Írak FYRIRLESTUR Í tilefni af 25 ára af- mæli Samtakanna ‘78 mun Þóra Björk Hjartardóttir málfræðingur flytja fyrirlestur í Odda í Háskóla Íslands klukkan 12. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Orð á hreyfingu – Orð og orðanotkun tengd samkyn- hneigð. Orð tengd samkynhneigð HANDBOLTI Sex leikir fara fram í Essó-deild karla og kvenna. Kvennalið FH og ÍBV mætast í Kaplakrika klukkan 18 og Valur og Grótta/KR í Valsheimilinu. Fram mætir Víkingum klukkan 20. Í Essó-deild karla tekur Valur á móti Gróttu/KR klukkan 20. Á sama tíma leika Selfoss og Víkingur og ÍR og FH. Sex leikir í handbolta ÍÞRÓTTIR Ekki blásið til sóknar FÖSTUDAGUR 38. tölublað – 3. árgangur bls. 34 Útsala afsláttur 70% allt a› Girnilegar tilboðskörfur Smáralind - Glæsibæ AFMÆLI Afar órómantískur bls. 18 RIÐUVEIKI Birgir Ingþórsson, bóndi á Uppsölum í Austur-Húnavatns- sýslu, sér á eftir 300 fjár í slátur- hús í dag þar sem yfirdýralæknir hefur fyrirskipað að 300 fjár af bænum verði slátrað í dag. Þetta er gert af ótta við riðuveikismit, en það hefur eigi að síður ekki fundist hjá Birgi bónda. Sigurður Örn Hansson aðstoð- aryfirdýralæknir segir gripið til svo harkalegra aðgerða þar sem allt þurfi að gera til að koma í veg fyrir útbreiðslu riðuveiki. Birgir keypti féð, sem verður fargað í dag, í nóvember í fyrra af bænum Hvammi í Vatnsdal. Þar var riða í fé síðast á árinu 1987. Birgir er afar ósáttur við aðgerðirnar. Hann segir að hjá sér hafi aldrei fundist riða og með þessum aðgerðum verði hann fyrir miklu tjóni þar sem skaðinn verður honum ekki bættur. Hann vill að nokkrum kindum verði fargað og þannig gengið úr skugga um að féð sé ósýkt. Sigurður segir það ekki hægt og fella verði allan þann stofn sem minnsti grunur er um að sé sýkt- ur. Fulltrúar sýslumanns og yfir- dýralæknis sækja kindurnar í dag og leiða þær í sláturhúsið á Blönduósi. „Mér barst síðan bréf fyrir nokkru sem sagði að þeir væru á leiðinni. Fénu yrðu farg- að,“ segir Birgir og bætir við að öllum tillögum sínum og kröfum um annað hafi verið hafnað. Reglugerð frá árinu 2001 bann- ar með öllu verslun með fé milli bæja á sýktum svæðum og þess vegna verður kindunum fargað. Í desember þegar kæran barst frá yfirdýralækni sagði Sigurður Sig- urðsson, dýralæknir á Keldum, í samtali við Fréttablaðið að bæirn- ir Uppsalir og Hvammur til- heyrðu sama varnarhólfinu sem næði milli Miðfjarðar og Blöndu. Riðuveiki hefði fundist á svæðinu nánast árlega um langt skeið. Sig- urður Örn Hansson aðstoðaryfir- dýralæknir segir að mikill árang- ur hafi náðst í baráttunni við riðu á síðustu tuttugu árum og þess vegna megi ekkert gefa eftir í baráttunni við sjúkdóminn, en vonir séu um að sigur sé að hafast. „Það kom síðast upp riðuveiki á Hvammi árið 1987. Mér sýnist fordæmisgildið vera tilgangurinn með þessum harkalegum aðgerð- um. Að fenginni reynslu finnst mér sennilegt að þeir sjúkdóma- væði kindurnar til þess að hafa rétt fyrir sér. Ég veit ég stend höllum fæti með þessari yfirlýs- ingu,“ sagði Birgir bóndi. Sigurður Örn segir þetta ekki svaravert en segist skilja sárindi Birgis. kolbrun@frettabladid.is Deilan í Atlantshafsbandalaginu: Þjóðverjar ámálga samþykki REYKJAVÍK Vaxandi suð- austanátt í fyrramálið, 15-20 m/s og slydda eða rigning síðdegis. Hiti 0 til 6 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 10-15 Slydda 4 Akureyri 10-15 Slydda 0 Egilsstaðir 10-15 Slydda 0 Vestmannaeyjar 13-18 Skúrir 4 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + 300 fjár fargað Ótti við riðuveiki verður til þess að 300 fjár verður fargað í dag. Annað er ekki hægt, segja yfirvöld. Bóndinn er óviss og veit ekki hvað tekur við. AFSTAÐA AÐILDARRÍKJANNA Fylgjandi aðstoð Andvíg aðstoð Bandaríkin Belgía Bretland Frakkland Danmörk Þýskaland Grikkland Holland Ísland Ítalía Kanada Lúxemborg Noregur Portúgal Pólland Spánn Tékkland Tyrkland Ungverjaland Nýtt Húsasmiðjublað fylgir blaðinu í dag. ÍSLAND SEGIR JÁ Íslensk stjórnvöld hafa stutt beiðni Tyrkja líkt og 15 önnur Natóríki. HERMENN Á VERÐI Nokkur hundruð hermenn eru á vakt við Heathrow-flugvöll. Bretar óttast hryðjuverk: Tekinn með hand- sprengju LONDON, AP Hluti Gatwick-flugvall- ar var rýmdur þegar lögreglu- menn stöðvuðu karlmann eftir að handsprengja hafði fundist í far- angri hans. Farþegar voru fluttir á brott og öllu flugi aflýst. Tveir menn voru handteknir nærri Heathrow. Lögregla vildi ekki upp- lýsa um ástæðuna en sagði þá handtekna með vísan í lög um hryðjuverk. Bretar eru viðbúnir hryðju- verkum og hafa eflt mjög varnir sínar síðustu daga. Lögreglumenn stöðvuðu bíla nærri flugvöllum og athuguðu hvort hætta stafaði af þeim sem í þeim voru. „Við vitum að al Kaída mun reyna að myrða fólk og skaða Bretland,“ sagði David Blunkett innanríkisráð- herra í þingræðu. ■ ÁREKSTUR Á BÚSTAÐAVEGI Töluvert harður þriggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi gegnt Skógarhlíð síðdegis í gær. Að sögn lög- reglu var einn maður fluttur með eymsli í hálsi á slysadeild en aðrir sluppu með minniháttar meiðsl. Tveir bílanna skemmdust töluvert og voru fluttir með kranabíl af slysstað. Loka þurfti umferð vestur Bústaðaveg um tíma vegna árekstrarins. ÍSLENSKAR KINDUR Allt þarf að gera til þess að koma í veg fyrir að riðuveiki breiðist út, segir Sigurður Örn Hansson aðstoðayfirdýralæknir. bls. 25 FÓLK Ánægð með útlitið NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.