Fréttablaðið - 10.03.2003, Qupperneq 4
4 10. mars 2003 MÁNUDAGUR
KÖNNUN
INNLENT
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Hvern finnst þér að eigi að
senda í Evróvisjón?
Spurning dagsins í dag:
Er framboð á háskólanámi á Íslandi
nægilegt, of mikið eða of lítið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
9,4%
57,6%Botnleðju
33,0%
BOTNLEÐJA
Flestir vilja að
Botnleðja fari utan
fyrir Íslands hönd.
Veit ekki
FRAMTALSÞJÓNUSTA
Skattframtöl fyrir einstaklinga, rekstrar-
menn og fyrirtæki.
Traust þjónusta í tvo áratugi.
Endurskoðun og fasteignir ehf.
Símar 544-5430 og 893-4609 hf@simnet.is
Stjórnin missir
meirihlutann
KÖNNUN Ríkisstjórnin heldur ekki
þingmeirihluta samkvæmt skoð-
anakönnun Fréttablaðsins sem
gerð var á laugardag. Báðir
stjórnarflokkarnir tapa fylgi milli
vikna, Framsókn fer úr 12,5 pró-
sentum í 9,7 sem er minnsta fylgi
flokksins í vikulegum könnunum
Fréttablaðsins, en þær eru orðnar
tíu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist
nú með 35,2 prósent en var með
38,6 í síðustu viku. Þetta er annar
lakasti árangur flokksins í könn-
ununum. Samtals fengju stjórnar-
flokkarnir 30 sæti á Alþingi sam-
kvæmt þessari könnun og misstu
því meirihlutann. Sjálfstæðis-
flokkur fengi 24 þingmenn og
Framsókn sex.
Vinstri grænir hafa ekki áður
mælst með eins mikið fylgi og nú,
eru með 13,5 prósent en voru með
8,6 fyrir viku og hafa áður mælst
mest með 11,1 prósent en það var
í fyrstu vikulegu könnun blaðsins,
6. janúar. Frjálslyndi flokkurinn
er einnig með meira fylgi nú en
áður, mælist með 4,7 prósent, sem
er tvöfalt meira en fyrir viku þeg-
ar flokkurinn mældist með 2,3
prósent.
Samfylkingin mælist nú með
36,2 prósenta fylgi, sem er nokkru
minna en fyrir viku þegar fylgið
var 37,9 prósent. Þetta er annar
lakasti árangur Samfylkingarinn-
ar í vikulegum könnunum Frétta-
blaðsins.
Samfylking fengi 24 þingmenn
eins og Sjálfstæðisflokkur og
Vinstri grænir fengju níu. Sam-
kvæmt þessu myndi Framsókn
tapa sex þingmönnum af tólf,
Sjálfstæðisflokkur einum, Frjáls-
lyndir sínum báðum, Vinstri
grænir bæta við sig þremur og
Samfylkingin sjö þingmönnum.
Framsóknarflokkur er með
mun meira fylgi á landsbyggð-
inni, eða 14,9 prósent en 6,5 á höf-
uðborgarsvæðinu. Þá hefur flokk-
urinn meira fylgi meðal karla en
kvenna, eða 12 prósent á móti sjö.
Sjálfstæðisflokkur hefur mun
minna fylgi á landsbyggðinni, 24,7
prósent, en 41,7 á höfuðborgar-
svæðinu. Fylgi milla kynja er
svipað hjá Sjálfstæðisflokki, 36
prósent karla segjast kjósa flokk-
inn en 34,2 prósent kvenna.
Frjálslyndi flokkurinn hefur að-
eins meira fylgi meðal karla en
kvenna og nokkru meira á lands-
byggðinni. Samfylkingin hefur
38,5 prósenta fylgi kvenna og 34,1
meðal karla. Þá er fylgið aðeins
meira á höfðuborgarsvæðinu en á
landsbyggðinni, eða 36,4 prósent á
móti 35,7. Vinstri grænir hafa 15
prósent stuðning kvenna og 12,1
meðal karla. Meiri munur er á
hvernig kjósendur skiptast milli
landshluta. Á landsbyggðinni fær
flokkurinn 17,5 prósent en 10,9 á
höfuðborgarsvæðinu.
Í könnuninni var hringt í 600
manns á landinu öllu og tóku
66,8% þeirra afstöðu. ■
Flokksþing Frjálslynda flokksins:
Gera atlögu að fimm prósenta múrnum
STJÓRNMÁL Um 200 manns mættu á
flokksþing Frjálslynda flokksins á
Hótel Sögu um helgina, þar sem
framboðslistar voru kynntir og
formannskjör fór fram. Guðjón
Arnar Kristjánsson, aflaskipstjóri
og þingmaður, var kjörinn formað-
ur og Magnús Þór Hafsteinsson,
fiskifræðingur og fréttamaður,
hlaut varaformannsstólinn. Að
sögn Magnúsar er fyrsta verkefni
á dagskrá að ná flokknum upp fyr-
ir fimm prósenta múrinn í skoð-
anakönnunum.
„Menn segjast vera hræddir
við að kasta atkvæði sínu á glæ
með því að kjósa okkur, vegna
þess að skoðanakannanir hafa sýnt
að við náum ekki manni inn. Ég
dreg enga dul á það að við verðum
að komast upp fyrir fimm prósent-
in í könnunum til að sefa slíkar
efasemdir,“ segir hann.
Eitt helsta markmið Frjáls-
lyndra er að fella stjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar, en að
mati Magnúsar verður það aðeins
gert með samstarfi vinstriflokk-
anna og Frjálslynda flokksins.
„Samfylkingin og Vinstri grænir
munu ekki ná nægilegu fylgi til að
koma stjórninni frá. Þar komum
við að máli sem hægriflokkur og
pössum upp á að hinir flokkarnir
fari ekki of langt til vinstri,“ segir
hann.
Einkennisorð flokksins eru
„frelsi, jafnrétti og bræðralag“ og
segir Magnús að tilvísunin í frön-
sku byltinguna sé viðeigandi, þar
sem róttækra breytinga sé þörf.
„Við getum ekki horft upp á auð-
inn þjappast saman á fárra hend-
ur. Þröngar klíkur viðskipta-
mógúla komast til valda án um-
boðs almennings og berjast sín í
milli. Við stefnum að réttlátara
þjóðfélagi, ekki bara í sambandi
við sjávarútveginn,“ segir Magnús
Þór Hafsteinsson, nýkjörinn vara-
formaður Frjálslynda flokksins. ■
MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
Var kjörinn varaformaður Frjálslynda
flokksins á flokksþinginu á helginni.
Danmörk:
Barist gegn
svindli
DANMÖRK Henriette Kjær, félags-
málaráðherra Dana, hyggst grípa
til aðgerða til að koma í veg fyrir
misnotkun á félagslega kerfinu í
Danmörku. Misnotkun á kerfinu
hefur verið talsverð þar í landi og
sveitarfélög og stofnanir hafa
lengi farið fram á það að settar
verði skýrari reglur um hvað má
og hvað ekki má innan kerfisins.
Of algengt þykir að Danir svindli
út bætur í skjóli ýmiss konar
gloppa í reglugerðum og nú
hyggst Kjær leggja fram frum-
varp á þingi um hert viðurlög og
skýrari reglur. ■
RECEP ERDOGAN
Verður væntanlega orðinn forsætisráðherra
áður en vikan er úti.
Nýr forsætisráðherra:
Erdogan á
þing
ANKARA, AP Recep Tayyip Erdogan
vann sæti á tyrkneska þinginu í
aukakosningum í gær. Erdogan,
sem er leiðtogi stjórnarflokksins í
Tyrklandi, mátti ekki bjóða sig
fram í þingkosningum fyrr í vetur
vegna strangra laga um aðskilnað
ríkis og trúarbragða. Þeim lögum
hefur verið breytt.
Búist er við því að Abdullah
Gül, forsætisráðherra Tyrklands,
segi af sér embætti til að hliðra til
fyrir Erdogan. Líklegt er talið að
nokkrar breytingar verði gerðar á
ráðherraliðinu samfara því. ■
Birgittu Haukdal
FÖGNUM NÁTTÚRLEGA „Við fögn-
um því náttúrlega ef við bætum
við okkur fylgi,“ segir Guðjón A.
Kristjánsson,
formaður
Frjálslynda
flokksins. „Við
höfum lengi bú-
ist við því að við
myndum smátt
og smátt stíga.
Ég vona að þeg-
ar við förum að
vinna með fram-
bjóðendum úti í kjördæmunum og
kynna okkar málstað muni fólk
sjá að við erum fyllilega mark-
tækur flokkur með góða stefnu-
skrá og afar efnilegt ungt fólk.“
STJÓRNIN KOLFALLIN „Samkvæmt
þessu er stjórnin kolfallin. Það er
athyglisvert miðað við þá ófræg-
ingarherferð sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur staðið fyrir
gagnvart Samfylkingunni að Sjálf-
stæðisflokkurinn gerir ekki annað
en að tapa fylgi á því,“ segir Öss-
ur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingar. „Frjálslyndum óska
ég til hamingju, flokksþing þeirra
er að skila þeim fylgi. Ég hef enga
trú á að þetta sýni raunverulega
stöðu Framsóknarflokksins.“
GÓÐ ÞRÓUN „Ég er heldur hress
með það að við erum að bæta okk-
ur,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna.
„Út af fyrir sig hef ég haft ágæta
tilfinningu fyrir ástandinu hvað
sem skoðanakönnunum líður. Ég
treysti svo sem ekkert síður á
mitt stóra nef en þessar sveiflóttu
mælingar. Það er alltaf ánægju-
legt að sjá þróunina vera í rétta
átt.“
SVIPAÐ OG UNDANFARIÐ „Þetta
er mjög svipuð mynd og verið
hefur undanfarnar vikur,“ segir
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks. „Fylgið sveiflast
mikið milli
Vinstri grænna
og Framsóknar.
Hins vegar er
Sjálfstæðis-
flokkurinn
nokkuð stöðug-
ur. Hann er
með 38 plús/-
mínus tvö til
þrjú prósent og
hefur verið það mjög lengi. Þetta
er reyndar í neðri mörkunum á
því. Samfylkingin virðist hafa
tekið frá Vinstri grænum og
Framsókn. Nú er bara spurning-
in hvað gerist á næstu tveimur
mánuðum fram að kosningum.“
Í LÆGRI KANTINUM „Mér finnst
þetta nú í lægri kantinum,“ segir
Siv Friðleifsdóttir, ritari Fram-
sóknarflokksins. „Ég á von á því
að við fáum mun meira fylgi í
vor þegar menn þurfa að taka
ábyrga afstöðu og líta til þess
hvað flokkar hafa verið að gera
og hvaða framtíðarsýn þeir hafa.
Væntanlega verða sveiflur fram
og til baka fram að endasprettin-
um.“ Siv segir umræðuna í síð-
ustu viku hafa verið mjög
skrýtna og því óvíst hversu
marktæk útkoman sé.
GUÐJÓN A.
KRISTJÁNSSON
PÉTUR BLÖNDAL
Neyðarlína fylkisstjórans:
Rangt númer og pizzutilboð
BANDARÍKIN, AP John Hoeven, ríkis-
stjóri í Norður-Dakota, fékk þrjár
símhringingar fyrstu vikuna eftir
að sérstök neyðarlína var sett upp á
skrifstofu hans. Fyrsta skiptið sem
síminn hringdi hafði viðkomandi
hringt í vitlaust númer. Næstu tvö
skiptin sem síminn hringdi var sölu-
maður á hinum endanum, annar
þeirra að reyna að selja ríkisstjór-
anum flatbökur. Búið er að breyta
tengingunni þannig að hér eftir sé
aðeins hægt að hringja í neyðarlín-
una í neyðartilfelli. ■
ENGINN MEÐ ALLA RÉTTA Lottó-
vinningurinn gekk ekki út um
helgina, aðra helgina í röð. Pott-
urinn verður því þrefaldur næstu
helgi.
RÁÐHERRAR
Samkvæmt skoðanakönnuninni heldur
ríkisstjórnin ekki meirihluta sínum.