Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.03.2003, Qupperneq 14
14 10. mars 2003 MÁNUDAGUR Prófkvíði Námskeið fyrir þá sem þurfa að ná tökum á kvíðanum (14 st.) fim. 20. mars – 8. maí kl. 17:00-19:00. Leiðbeinendur: Halldóra Bergmann sálfræðingur og Guðmunda Birg- isdóttir námsráðgjafi. Verð: 14.000 kr. Einstaklingstími hjá sálfræðingi innifalinn. Upplýsingar í síma 581 4914 og www.fa.is/framvegis Sjálfstæðisflokkurinn er flokk-ur skattalækkana, ekki skatta- hækkana. Til að vera enn ná- kvæmari: Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hækkað skatta á yfir- standandi kjörtímabili, eins og Samfylkingin með stuðningi fréttastofu Stöðvar tvö hefur haldið fram. Þessu hafa þeir hald- ið fram án þess að geta bent á einn einasta skatt sem hefur verið hækkaður! Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti lækkað skatta á kjörtímabilinu. Andstæðingar flokksins hafa í málefnafátækt sinni haft endaskipti á hlutunum. Í þeirra meðförum hefur svart orðið hvítt. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur eignaskattur verið lækkað- ur um helming og sérstakur eignaskattur, svokallaður Þjóðar- bókhlöðuskattur verið aflagður. Jafnframt hafa fríeignamörk ver- ið hækkuð. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir á að afnema eignaskatta alfarið á næsta kjörtímabili fái hann til þess tækifæri. Þessi breyting skiptir heimilin miklu máli, ekki síst þau sem skulda lít- ið. Þar vil ég sérstaklega nefna eldra fólk, sem yfirleitt er í skuld- litlu eða skuldlausu húsnæði. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur sú breyting orðið á að per- sónuafsláttur er nú orðinn að fullu yfirfæranlegur milli hjóna. Þannig nýtist að fullu skattkort þess makans sem er heimavinn- andi og tekjulaus. Þá hafa barna- bætur hækkað um rúma tvo millj- arða króna á síðustu tveimur árum. Þessar breytingar hafa komið barnafjölskyldum sérstak- lega vel og aukið ráðstöfunarfé þeirra. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hátekjuskatturinn verið lækkaður úr 7% í 5% og viðmið- unarmörk verið hækkuð. Há- tekjuskatturinn hefur verið rang- nefni, þar sem raunin er sú að meðaltekjufólk hefur lent innan marka hans. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur skattfrádráttur vegna við- bótarlífeyrissparnaðar verið auk- inn um helming. Þetta hefur hvatt til langtímasparnaðar og sam- kvæmt nýjum athugunum átti við- bótarlífeyrissparnaður lands- manna, sem nam um 12 milljörð- um króna á síðasta ári, verulegan þátt í því að draga úr verðbólgu og viðskiptahalla, sem um leið dró úr þenslu í efnahagslífinu. Þessi ráðstöfun hefur því komið öllum til góða bæði í bráð og lengd. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa húsaleigubætur verið gerðar skattfrjálsar. Þessu til viðbótar má nefna að á síðustu árum hefur tekjuskattur verið lækkaður um 4%. Tekju- skattur var 32,8% þegar vinstri stjórn fór frá, en er nú 28,8%. Þá er vert að minna á að virðisauka- skattur á matvæli, matarskattur- inn, var lækkaður úr um 24,5% í 14% á árinu 1994, en því hafa sjálfsagt margir þegar gleymt. Þá er rétt að benda á að afnám tolla á grænmeti á síðasta ári hefur leitt til verulegrar verðlækkunar á grænmeti og ávöxtun á síðustu mánuðum. Til frekari áréttingar hafa at- huganir OECD leitt í ljós að skatt- byrði heimilanna hér á landi sé með því lægsta sem gerist meðal aðildarríkja stofnunarinnar. Í nýrri skýrslu hennar kemur fram að skattbyrði fjölskyldu með tvö börn, þar sem annar makinn er heimavinnandi, er 3,2%, sem þýð- ir að fjölskyldan fær meira greitt til baka frá samfélaginu en hún greiðir til þess með sköttum. Til samanburðar er skattbyrði sam- bærilegrar fjölskyldu í Dan- mörku 30,5%. Hvernig er því hægt að halda fram að skattar hafi hækkað hér á landi í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar? Þegar haft er til hlið- sjónar að kaupmáttur launa hefur hækkað um þriðjung frá 1994 og verðbólga er nú með því lægsta sem gerist meðal vestrænna þjóða, má ljóst vera að almenning- ur nýtur afraksturs traustrar efnahagsstjórnunar síðustu ára. Almenningur finnur þetta á eigin skinni og hann sér í gegnum blekkingarvef þeirra sem halda öðru fram. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að lækka skatta fái hann til þess stuðning í kosning- unum í vor. ■ þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar um skattamál. ÁSTA MÖLLER Um daginn og veginn Svart verður hvítt Í Fréttablaðinu í dag eru birtarniðurstöður skoðanakönnunar um tiltrú fólks á lýsingu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á fundi hans og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, í London fyrir rúmu ári. Sam- kvæmt þeim segist 41 prósent fólks telja að Davíð hafi sagt satt og rétt frá fundinum, 26 prósent töldu svo ekki vera og 33 prósent voru óákveðin um hvort ráðherr- ann hafi sagt satt og rétt frá fund- inum. Það má glögglega sjá mis- munandi afstöðu til spurningar- innar eftir flokkum. Hlutfallslega flestir sjálfstæðismenn telja að frásögn Davíðs sé rétt og sönn en fæstir stuðningsmanna Samfylk- ingarinnar. Meðal þeirra sem ekki taka afstöðu til flokka segist 31 prósent telja að Davíð hafi gef- ið rétta og sanna mynd af fundin- um. Það er þungbært fyrir samfé- lagið að ekki fleiri landsmenn skuli treysta frásögn forsætisráð- herrans. Stuðningsmenn hans munu án efa skýra það með því að svarnir andstæðingar Davíðs hafi grafið undan trúverugleika hans. Á hitt verður hins vegar að líta að margt í frásögn ráðherrans orkar mjög tvímælis. Hann hefur til dæmis haldið því fram að Hreinn Loftsson hafi ekki verið að til- kynna honum afsögn sína úr einkavæðinganefnd á fundinum. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins benti hins vegar á það á föstu- dagskvöldið að Hreinn hefði sent frá sér fréttatilkynningu á sínum tíma og greint þar frá því að hann hefði tilkynnt Davíð þetta á þess- um fundi og að þessari fullyrð- ingu í fréttatilkynningunni hafi ekki verið mótmælt á sínum tíma. Þetta atriði er mikilvægt. Ekki aðeins sökum þess að fréttatil- kynning Hreins var gefin út áður en það hatursandrúmsloft gaus upp sem ríkt hefur í samfélaginu frá morgunspjalli Ríkisútvarps- ins við forsætisráðherrann síð- asta mánudag, heldur ekki síður vegna þess að í framsetningu sinni hefur forsætisráðherrann látið í það skína að Hreini hafi snúist hugur af ástæðum sem séu ráðherranum ekki kunnar. Og yfir þeim vangaveltum hangir opin spurning ráðherrans sjálfs: Á hverja hafa þessir menn borið fé? Undanfarnir dagar hafa verið þjóðinni erfiðir – jafnt stuðnings- mönnum Davíðs og þeim sem hann flokkar ekki í sitt lið. En ásakanir ráðherrans á hendur fjölda fólks eru það alvarlegar að það væri sorglegt ef þetta mál myndi hrekjast úr umræðunni sökum þess hversu sársaukafullt það er. Það er því fyllilega eðlileg krafa að Davíð Oddsson geri opin- bera minnispunkta þá sem hann hefur vitnað í og segist hafa skrif- að niður strax morguninn eftir fundinn. ■ Það þarf að opinbera minnispunktana skrifar um trúnað þjóðarinnar við forsætisráðherra sinn. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Minningarathöfn: Mótmæli björguðu gyðingum SOFIA, AP Fjöldi Búlgara minntist þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að öflug mótmæli leiddu til þess að stjórnvöld landsins ákváðu að flytja búlgarska gyðinga ekki í út- rýmingarbúðir nasista. Búlgarar voru bandamenn Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Stjórn landsins hugðist flytja gyð- inga landsins á brott og afhenda þá Þjóðverjum. Mikil mótmæli urðu til þess að Boris III, konung- ur Búlgaríu, ógilti stjórnarákvörð- unina. 50.000 búlgarskir gyðingar sluppu því við útrýmingarbúðir nasista. Landið var hið eina í Aust- ur-Evrópu sem neitaði að afhenda Þjóðverjum gyðinga. ■ Afganistan: Aftur á Netið KABÚL, AP Afganistan verður form- lega hluti af netþjóðfélaginu í dag þegar .af-ending vefslóða verður tekin upp á nýjan leik. Meðan Talibanar voru við stjórnvölinn í Afganistan var landsmönnum bannað að nota Netið. Nú hafa afgönsk stjórnvöld í samvinnu við Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna ákveðið að efla netnotkun landsmanna. Hluti af því er að taka upp .af-endingu fyrir afganskar heimasíður. Slík ending var til um tíma en eftir að hvatamaðurinn að því hvarf datt sú ending upp fyrir. Ekki er þó bú- ist við að netnotkun verði út- breidd í landinu á næstunni. ■ Friðarsinni: Handtekinn vegna bolsins BANDARÍKIN Búðarferð feðganna Stephen og Roger Downs lauk með því að faðirinn var handtek- inn fyrir að vera í leyfisleysi í verslunarmiðstöðinni í Guilder- land í New York-ríki. Ástæðan var sú að stjórnendum verslunarmið- stöðvarinnar geðjaðist ekki að því að þeir feðgar voru í bolum merktum „Friður á jörð“ og „Gef- um friðnum tækifæri“. Öryggis- verðir fyrirskipuðu feðgunum að fara úr bolunum. Sonurinn varð við kröfunni en faðirinn ekki. Hann var leiddur burt af lögreglu- mönnum. Bolina létu feðgarnir út- búa fyrir sig í verslun í verslunar- miðstöðinni. ■ MÓTMÆLANNA MINNST Flestir búlgarskir gyðingar fluttu til Ísraels þegar landið var stofnað. Nú búa um 5.000 gyðingar í Búlgaríu. Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.