Fréttablaðið - 10.03.2003, Síða 15
15MÁNUDAGUR 10. mars 2003
Umferðargjald:
Blair
sektaður
LONDON, AP Forsætisráðherrar
verða að fara að lögum rétt eins
og aðrir borgarar. Það á við um
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sem gæti þurft að
greiða sektir upp á andvirði rúm-
lega hundrað þúsund króna.
Eftir að vegatollur var tekinn
upp í miðborg London hefur Blair
greitt tollinn samviskusamlega í
samræmi við þann afslátt sem
íbúar í miðborginni fá. Blair
gleymdi hins vegar að skrá bíl
sinn með réttum hætti og gæti því
lent í því að þurfa að greiða háar
sektir. Eftir á að koma í ljós hvort
honum verði fyrirgefin gleymsk-
an. ■
Þyrlan kom til hjálpar:
Slasaðist á
vélsleða
SLYS Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar sótti á laugardag mann sem hafði
orðið fyrir vélsleðaslysi við Þver-
brekknamúla í Kjalhrauni. Kallið
barst rétt fyrir klukkan fimm síðdeg-
is. Hópur vélsleðamanna var á ferða-
lagi þegar einn þeirra féll af sleðan-
um og slasaðist. Félagarnir voru vel
búnir og höfðu meðferðis gervi-
hnattasíma sem þeir gátu notað til að
kalla eftir hjálp. TF-SIF var komin á
slysstað um einum og hálfum tíma
eftir að kallið barst, en flugið gekk
vel þrátt fyrir snjókomu og lélegt
skyggni. Rétt eftir klukkan sjö var
hinum slasaða komið undir læknis-
hendur á Landspítalann í Fossvogi. ■
Minnkandi tap Aco-
Tæknivals:
Rekstur
áfram erfiður
UPPGJÖR Tap Aco-Tæknivals var
350 milljónir árið 2002. Fyrirtæk-
ið tapaði yfir milljarði árið áður.
Eigið fé félagsins er neikvætt um
300 milljónir. Fyrirtækin Fengur
og Baugur keyptu hvor sín 24 pró-
sent í fyrirtækinu á síðasta ári.
Stjórnendur félagsins eru bjart-
sýnir á að það takist að snúa við
langvarandi taprekstri félagsins.
Ljóst sé þó að fyrsti ársfjórðung-
ur þessa árs verði félaginu erfið-
ur og tap meira en í fyrra. Hins
vegar er búist við vexti þegar líða
tekur á árið. ■
94% LAUNAMUNUR Karlar í sam-
búð hafa 94% hærri laun en þeir
sem ekki eru í sambúð. Þeir fyrr-
nefndu hafa 3,3 milljónir í árslaun
en hinir 1,7 milljónir að meðaltali.
Þetta kom fram í erindi Ingólfs V.
Gíslasonar, starfsmanns Jafnrétt-
isskrifstofu, síðastliðinn föstudag.
20% LAUNAMUNUR Konur í sam-
búð eru með 20% hærri tekjur en
þær sem eru ekki í sambúð. Með-
altekjur kvenna í sambúð voru
1,5 milljónir árið 2000 en kvenna
sem ekki voru í sambúð 1,3 millj-
ónir.
HLUTUR KVENNA HÆKKAR Konur
höfðu 61,6% af tekjum karla árið
2001. Það er heldur meira en árið
1990 þegar hlutur kvenna var
52,3% af hlut karla að því er kom
fram í máli Ingólfs V. Gíslasonar.
ÁÆTLUNARFLUG TIL ÍSLANDS
Flugmálastjórn fundar með
Grænlandsflugi vegna umsóknar
félagsins um áætlunarflug til Ís-
lands. Fundurinn verður á mið-
vikudag.
INNLENT
TONY BLAIR
Gleymskan gæti reynst honum dýrkeypt.