Fréttablaðið - 10.03.2003, Page 20
10. mars 2003 MÁNUDAGUR
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
• n
m
0
8
7
5
7
/ sia.is
FÓTBOLTI Sjónvarpsstöðinni Sýn
hefur bæst liðsauki við lýsingar á
knattspyrnuleikjum. Í vikunni
hefur Logi Ólafsson knattspyrnu-
þjálfari störf að nýju hjá Sýn með
lýsingu á leik í Meistaradeildinni.
Logi, sem var um árabil í
þessu hlutverki hjá Sýn, á að baki
langan feril sem leikmaður og
þjálfari. Hann lék með Stjörnunni
og FH og lék þrjá leiki með ung-
lingalandsliðinu árið 1972. Hann
þjálfaði A-landslið karla árin 1996
og 1997, A-landslið kvenna árin
1993, 1994 og 2000, meistara-
flokka karla hjá Víkingi, Akra-
nesi og FH og meistaraflokk
kvenna hjá Val. Undir hans stjórn
urðu Víkingur, Akranes og Valur
Íslandsmeistarar og FH sigraði í
1. deild.
Eftir Íslandsmótið 2001 gerð-
ist hann aðstoðarþjálfari hjá
norska úrvalsdeildarfélaginu Lil-
leström SK en með því leika fjór-
ir Íslendingar: Davíð Þór Viðars-
son, Gylfi Einarsson, Indriði Sig-
urðsson og Ríkharður Daðason.
Logi sagði starfi sínu hjá Lille-
ström SK lausu fyrir stuttu og
flutti heim í kjölfar þess. Hann
sagðist ekki reikna með að fá
þjálfarastarf í sumar en samt er
aldrei að vita hvað gerist. ■
KÖRFUBOLTI Þjóðverjinn Dirk
Nowitzki hefur staðið sig frábær-
lega með Dallas Mavericks í
NBA-deildinni í körfubolta á þess-
ari leiktíð. Þessi hávaxni fram-
herji á stóran þátt í þeim góða ár-
angri sem Mavericks hefur náð,
en liðið er með bestan árangur
allra liða í deildinni nú þegar nær
dregur úrslitakeppninni.
Nowitzki, sem er 25 ára, er
fæddur í Wurzburg í Þýskalandi.
Eftir að hafa leikið með heimaliði
sínu í nokkur ár gekk hann til liðs
við Mavericks árið 1998. Hann
skrifaði undir fjögurra ára samn-
ing sem tryggði honum tæpan
hálfan milljarð króna í vasann á
samningstímanum.
Nowitzki fór fyrst að láta til sín
taka með Mavericks leiktíðina
1999 til 2000 þegar hann skoraði
17,5 stig að meðaltali. Síðan þá
hefur hann vaxið í leik sínum og á
síðustu leiktíð skoraði hann 23,4
stig að meðaltali og hrifsaði til sín
tæp 10 fráköst í leik.
Frammistaða hans hefur fallið
í góðan jarðveg hjá forráðamönn- um félagsins og árið 2001 gerði
hann nýjan 6 ára samning við Ma-
vericks sem tryggði honum um 7
milljarða króna í laun.
Nowitzki hefur verið lýst sem
mjög fjölhæfum leikmanni. Hann
hefur líkama miðherja og getur
skorað þriggja stiga körfur eins
og bakvörður. Hann hefur þegar
náð að sanna sig sem ein besta
skytta NBA-deildarinnar í hópi
framherja. Að auki getur
Nowitzki spilað margar stöður og
rakið boltann upp völlinn þegar
þörf krefur.
Auk þess að standa í ströngu í
NBA-deildinni hefur Nowitzki
verið fastamaður í þýska landslið-
inu í gegnum árin og skorað þar
grimmt. Hann er gífurlega vin-
sæll í heimalandi sínu og er ávallt
fagnað mikið er hann kemur heim
til að spila með landsliðinu.
„Að horfa á „Air“ Jordan og
Magic Johnson var frábært. En að
horfa á samlanda sinn láta bestu
körfuboltamenn heimsins finna til
tevatnsins er miklu betra,“ sagði
Johann Wolfgang, aðdáandi kap-
pans, í nýlegu viðtali.
Það er ljóst að Nowitzki á
framtíðina fyrir sér í NBA og á
hann vafalítið eftir að láta enn
fleiri stjörnur deildarinnar finna
fyrir kröftum sínum á komandi
árum.
freyr@frettabladid.is
FÓTBOLTI Robbie Savage, leikmað-
ur Birmingham City, hefur fengið
fjöldan allan af hótunum, þar á
meðal morðhótanir, eftir 2:0 sigur
Birmingham á nágrönnum sínum
í Aston Villa á mánudaginn fyrir
viku.
Hann hefur óskað eftir því við
knattspyrnuáhangendur í
Birmingham að þeir láti af iðju
sinni.
Savage, sem var skallaður af
Dion Dublin, leikmanni Aston
Villa, í leiknum, segir áhangend-
urna þurfa að róa sig niður.
„Menn segja og gera ýmislegt í
hita leiksins og mánudagurinn var
engin undantekning,“ sagði
Savage í viðtali við blaðið The
Sun. „Við skulum láta þar við
sitja. Birmingham er frábær fót-
boltaborg með fjöldann allan af
áköfum leikmönnum og stuðn-
ingsmönnum. Allir viljum við
vinna og því eigum við að nota þá
orku til að ná þeim úrslitum sem
félögin okkar eiga skilin.“ ■
LOGI
Logi Ólafsson lýsir leikjum á Sýn.
Sýn fær liðsauka:
Logi lýsir hjá Sýn
SAVAGE
Robbie Savage hefur fengið líflátshótanir upp á síðkastið.
Robbie Savage:
Fær morðhótanir
SAMHERJAR
Samherjarnir hjá Dallas Mavericks, þeir
Michael Finley (til vinstri) og Dirk Nowitzki,
fagna stigi sem Nowitzki skoraði í leik
gegn Miami Heat á föstudagskvöld. Maver-
icks vann leikinn með 91 stigi gegn 89.
Nowitzki skoraði 21 stig í leiknum.
Hinn fjölhæfi Nowitzki
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki er einn af betri framherjum NBA-deildar-
innar í körfubolta. Nowitzki er gífurlega vinsæll í heimalandi sínu enda
gefur hann sér ávallt tíma til að leika með þýska landsliðinu.
NOWITZKI
Dirk Nowitzki (til hægri) í baráttu við Kenyon Martin, leikmann New Jersey Nets. Nowitzki
hefur tekið þátt í stjörnuleik NBA undanfarin tvö ár. Auk þess var hann valinn leikmaður
ársins í Evrópu á síðasta ári. Það verður spennandi að fylgjast með frammistöðu Nowitzki
í úrslitakeppni NBA sem hefst á næstu misserum.
AP
/M
YN
D