Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 28
Pondus eftir Frode Øverli 28 10. mars 2003 MÁNUDAGUR FÓLK Kylie Minogue nýtur þess að vera á lausu þessa dagana og er nú í tygjum við franska leikarann Oli- vier Martinez. Parið hittist í Beverly Hills í síðustu viku og urðu þau uppnumin af hvort öðru. Þau ákváðu að hittast aftur og hafa eytt nokkrum dögum í París, borg elskhuganna, þar sem Martinez býr. Honum er lýst sem hinum franska Brad Pitt og hafa þau að sögn kunnugra verið afar náin. Kylie eyddi dögunum í París ekki eingöngu með Martinez því hún tók einnig þátt í tískusýningu á vegum Stellu McCartney. Kylie komst á síður slúðurblað- anna fyrir skömmu þegar ungpopparinn Justin Timberlake kleip í rassinn á henni á bresku tónlistarverðlaununum. ■ BJÖRK Nú er orðið ljóst að Björk Guðmundsdóttir kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku í sumar. Hún kemur þar fram á að- alsviðinu, appelsínugula tjaldinu, loka- kvöldið sunnudaginn 29. júní. Eins og söngkonan tilkynnti í Kastljósi verður sér- stök flugeldasýning hluti af atriði hennar þar sem sprengjurnar springa í takt við tónlistina. PAUL MCCARTNEY „Ég ætla að fá tvo svona skýjaklúfa, takk fyrir!“ Paul McCartney: Tekjuhæsti tónlistar- maður heims FÓLK Bítilinn Paul McCartney er enn tekjuhæsti skemmtikraftur heims samkvæmt rannsókn People Magazine. Bítilinn fór á tónleikaferð á síðasta ári sem skil- aði honum um 120 milljónum punda (14 milljarðar kr.) inn á sparireikninginn. Talið er að þar hafi verið fyrir um 620 milljónir punda (tæplega 77 milljarðar kr.). Paul McCartney seldi svo bíl- farma af plötum á síðasta ári auk þess sem hann á höfundaréttinn að mörgum klassískum lögum eft- ir aðra. Þar á meðal á hann öll réttindi að lögum Buddy Holly. McCartney er við það að leggja í stóra tónleikaferð um Bandarík- in á þessu ári. Hans eigin hljóm- sveit, The Firemen, sér um upp- hitun. Ætli hann borgi þeim ekki vel? ■ Á að senda „Segðu mér allt“ í Eurovision? Nú veltir alþjóð því fyrir sér hvort óhætt sé að senda lagið „Segðu mér allt“, sem Birgitta Haukdal syngur, sem framlag Íslands í Eurovision-keppnina í ár. Ef það verður gert, á þá að breyta því? Eða á Botnleðja að fara til Lettlands í staðinn? Stef sendi frá sér yfirlýsingu þar sem samtökin vöruðu við því að senda lag Hallgríms Óskarssonar út, vegna þess að viðlaginu svipaði til viðlags „Right Here Waiting“ eftir Richard Marx. Ríkisútvarpið hefur þó ákveð- ið að halda framlagi sínu til keppninnar til streitu þrátt fyrir viðvaranir þeirra. Birgitta Haukdal segist ekki hafa neinar áhyggjur og segist hlæja að þessu öllu saman. En hvað segja þeir sem vita gerst? ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Dagskrárgerðarmaður á Rás 2: Höfundur- inn á að ráða Mér finnst það vera mál höf-undarins hvort hann fer út með lagið eða ekki. Mér finnst það ekki vera ákvörðun sjónvarpsins að stoppa þetta af. Lagið er svolít- ið líkt hinu en það er alltaf verið að semja lög sem eru lík öðrum. Mér finnst að hann ætti ekki að breyta laginu, því þá væri það ekki sama lagið sem vann. Þá hef- ur það kannski ekki lengur það sem það þurfti til þess að vinna. Svo gæti náttúrulega komið upp sú staða, ef Richard Marx frétti af þessu og heyrði, og hann færi í mál. Þá held ég að reglurnar séu þannig að sá sem semur lagið sem á að vera stolið þarf að sanna að hann hafi aldrei heyrt hitt. Það væri samt gaman að sjá Botnleðju þarna. Sérstaklega þar sem Ísland er fyrsta atriði á svið.“ ■ INGIBERG ÞÓR ÞORSTEINSSON Ritstjóri tónlistar- tímaritsins Sánd: Leðjan til Lettlands Þetta lag er bókað stolið. Ég erbúinn að heyra lagið með Ric- hard Marx en hafði ekki heyrt það áður. Ég bar þau saman og fannst þau mjög lík. Ég tel að Botnleðja eigi að fara því ef þau breyta lag- inu er þetta ekki lagið sem vann. Þar af leiðandi ætti það ekki að vera gjaldgengt í keppnina þar sem það væri ekki lagið sem var kosið. Í viðtali við höfundinn sagð- ist hann hafa heyrt hitt lagið og stúderað það. Ég er ekki lærður í þessu en ég heyri að þetta eru mjög lík lög. Sama hvað reglurnar segja um lagastuld, þá er þetta of líkt að mínu mati. Melódían er ná- kvæmlega sú sama í raun.“ ■ BARÐI JÓHANNSSON Höfuðpaur Bang Gang: Öll lögin í syrpu út Mér finnst að það eigi bara aðsenda öll lögin út. Blanda þeim saman í eina syrpu og senda þau út þannig, þá yrðu allir ánægðir. Ég veit ekki hvort þetta lag er stolið eða ekki, ég hef aldrei heyrt það. Ég efast samt ekki um að það sé lélegt.“ ■ DR. GUNNI Tónlistarmaður og poppfræðingur: Þjóðin kaus þetta yfir sig Ég er nú ekki nógu vel að mér ípíkupoppi til þess að þekkja þetta lag með Richard Marx sem ég hef aldrei heyrt minnst á áður. Ég hef heyrt þetta og borið saman og þetta er mjög líkt. Þegar ég heyrði lagið fannst mér þetta strax líkt einhverju. Það hefur nú stundum verið talið til tekna í Eurovisionpoppinu. Þjóðin kaus þetta yfir sig, al- veg eins og hún kýs yfir sig lélega stjórnmálamenn. Menn geta breytt þessu ef þeir vilja. Annars væri langflottast upp á sjálfstæði þjóðarinnar og svalheitin að senda Botnleðju. En það er alltaf plebbaskapurinn sem ræður öllu hérna hvort eð er, þannig að þetta skiptir ekki máli.“ ■ KYLIE Er í miklu dálæti hjá slúðurblöðunum. Kylie Minogue: Með Brad Pitt hinum franska KVIÐDÓMUR Er ekki allt í lagi með þig? Ertu að týna blóm? Vertu rólegur! Við græðum þúsund kall á þessu! Hei, pabbi... Þið eigið brúð- kaupsafmæli í dag! Brúð- kaups... Djö...! Blóm! Þú mundir eftir því! Auðvitað elskan! Til hamningju með daginn! Klár sem Kinder- egg! Jæja, ertu klár fyrir 100 gúmmíbirni?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.