Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 1
PERSÓNAN
Einangraður í
gagnrýninni
bls. 22
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 11. mars 2003
Tónlist 14
Leikhús 14
Myndlist 14
Bíó 16
Íþróttir 12
Sjónvarp 18
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
KYNNING Erpur Eyvindarson leggur
leið sína í Bókasafn Kópavogs í
kvöld. Þar ætlar hann að spjalla við
forvitna um rapp, uppruna þess og
menningu. Kynningin hefst klukk-
an 19.30.
Rapp í bókasafni
Innflytjendur á
Norðurlöndum
MÁLSTOFA Naysa Gyedu Adomako
segir frá athugunum sínum á því
hvernig þróunin hefur orðið á stöðu
innflytjenda á Norðurlöndum. Mál-
stofan hefst klukkan 20.
Styttra brúðkaup
TÓNLIST Brúðkaup Figaros eftir
Mozart verður sýnt í Tónleikasal
Söngskólans, Snorrabúð á Snorra-
braut. Um er að ræða nokkuð stytta
útgáfu. Sýningin hefst klukkan 20.
FUNDUR Halldór Ásgrímsson, Björn
Bjarnason og Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir hafa framsögu á fundi Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu. Þar verður rætt um
varnir Íslands á 21. öld. Fundurinn
er haldinn í Skála Hótels Sögu og
hefst klukkan 17.15.
Varið land
LÍFEYRIR
Tapaði þriðju
hverri krónu
ÞRIÐJUDAGUR
59. tölublað – 3. árgangur
bls. 22
VÉLSLEÐAMENN
Grófu sig
í fönn
bls. 8
MYNDLIST
bls. 22
Ljóð í
mynda-
römmum
AFMÆLI
Söngvari
og baráttu-
kona
bls. 16
REYKJAVÍK SV 5 til 10 m/s og
skýjað. Framan af degi verð-
ur þriggja stiga frost en fer
yfir frostmark síðdegis.
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜
➜
-
-
-
-
ALÞINGI Einar K. Guðfinnsson, for-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, flutti fleiri ræð-
ur á 22 mínútum í gærmorgun en
tíu aðrir þingmenn hafa flutt í all-
an vetur. Tveir þingmenn til við-
bótar hafa flutt jafnmargar ræður
í allan vetur og Einar flutti í gær-
morgun.
Einar tölti 15 sinnum í ræðu-
stól Alþingis til að flytja framsögu
um álit efnahags- og viðskipta-
nefndar á þingmálum sem hafa
komið til kasta nefndarinnar. Ef
ekki væri fyrir það að ætlast er til
að þingmenn yfirgefi ræðustól
þegar þeir hafa lokið máli sínu
hefði Einar getað sparað sér flest-
ar gönguferðirnar. Lengst af kvað
enginn annar þingmaður sér
hljóðs. Það var ekki fyrr en eftir
að Einar hafði flutt sína 15. og síð-
ustu framsögu að annar þingmað-
ur kvað sér hljóðs. Þar var á ferð
Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylk-
ingu, sem hélt eina ræðu. Sú var
lengri en allar ræður Einars til
samans.
FÓTBOLTI Í SKUGGA YFIRVOFANDI STRÍÐS Mikill varnarviðbúnaður er í Bagdad og víðar í Írak vegna yfirvofandi innrásar Bandaríkj-
anna og bandamanna þeirra. Þessir piltar létu það þó ekki aftra sér frá því að spila fótbolta og notuðu sandpokavígi sem mark.
Einar K. Guðfinnsson í stórræðum:
Flutti 15 framsögur á hálftíma
MÁLSHÖFÐUN Japan Tobacco
International, sem meðal annars
framleiðir og dreifir Winston,
Camel og Salem-sígarettum um
allan heim, hefur þingfest mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
gegn íslenska ríkinu. Vill tóbaks-
risinn fá úr því skorið hvort tó-
baksvarnarlögin, sem hér voru
sett 2001, stangist á við samning-
inn um evrópska efnahagssvæðið.
Tóbaksfyrirtækið sættir sig ekki
við að flytja inn til landsins og
selja löglega vöru án þess að
mega kynna hana eða sýna. Tó-
baksverslunin Björk í Banka-
stræti er aðili að stefnunni með
tóbaksrisanum enda vandi versl-
unarinnar af sömu rótum sprott-
inn; varninginn má hvorki sýna
né kynna.
„Sígarettur eru lögleg
verslunarvara en vissu-
lega umdeildar sem slík-
ar,“ segir Krister Löfman,
aðalframkvæmdastjóri
Japan Tobacco á Norður-
löndum. „Þar sem tóbak
getur valdið heilsutjóni og
neytendur geta átt í erfið-
leikum með að hætta þá
sættum við okkur fullkom-
lega við reglugerðir sem
hamla gegn þessu ef þær
eru innan skynsamlegra
marka. En svo er ekki lengur á Ís-
landi,“ segir aðalframkvæmda-
stjórinn. „Íslendingar eru
þroskaðir og vel upplýstir neyt-
endur sem byrja ekki á því að
reykja við það eitt að sjá
sígarettupakka í verslun.“
Tóbaksrisinn sem hér
um ræðir er sá þriðji
stærsti í veröldinni. Með-
al framleiðsluvara hans
eru þrjár af fimm mest
seldu sígarettutegundum
heims. Markaðshlutdeild
Japan Tobacco Inter-
national hér á landi er um
65 prósent samkvæmt
upplýsingum fyrirtækis-
ins sjálfs.
Það er Hróbjartur Jónatansson
hæstaréttarlögmaður sem rekur
málið fyrir tóbaksrisann og tó-
baksverslunina Björk í Banka-
stræti:
„Í málinu reynir á hvort ís-
lensku tóbaksvarnarlögin frá
2001 séu tæknileg viðskiptahindr-
un samkvæmt ESS-samningum
sem borið hefði að tilkynna til
Eftirlitstofnunar EFTA áður en
lögin voru samþykkt. Enn fremur
hvort að lögin samræmist ákvæð-
um ESS-samningsins um frjáls
vöruviðskipti,“ segir Hróbjartur.
„Hitt er hvort takmarkanir á sölu
tóbaks, sem innleiddar voru með
lögunum, séu í samræmi við
ákvæði íslensku stjórnarskrár-
innar um tjáningar- og atvinnu-
frelsi,“ segir hann.
eir@frettabladid.is
AP
M
YN
D
Tóbaksrisi stefnir
íslenska ríkinu
Framleiðandi Winston og Camel vill láta reyna á réttmæti tóbaksvarnarlaga. Telur þau
brjóta gegn EES-samningnum. Illmögulegt að versla með varning sem hvorki má sýna né
kynna. Tóbaksverslunin Björk aðili að málinu.
„Íslendingar
eru þroskaðir
og vel upp-
lýstir neytend-
ur sem byrja
ekki á því að
reykja við það
eitt að sjá
sígarettupakka
í verslun.“
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 8-13 Él 4
Akureyri 3-8 Léttskýjað 4
Egilsstaðir 3-8 Skýjað 7
Vestmannaeyjar 5-10 Snjókoma 5
EINFALT HANDRIT
Einar K. Guðfinnsson var 15 sinnum kynnt-
ur til sögunnar. Ræður hans voru flestar
stuttar og þeim ekki svarað.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
október 2002
27%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
þriðjudögum?
54%
72%
Vildi losna við kallinn:
Pabbi á lausu
ÞRÁNDHEIMUR, AP Nina Mehlum
Grönland var orðin leið á því að
pabbi hennar byggi hjá henni.
Hún brá því á það ráð að auglýsa
hann á smáauglýsingasíðu á Net-
inu í von um að losna við hann.
„Gef pabba minn góðhjartaðri
konu í Þrándheimi,“ hljóðaði aug-
lýsingin. „Pabbi er hávaxinn,
dökkleitur, grannvaxinn og á
besta aldri. Ég er orðin dauð-
þreytt á að hann búi í íbúðinni
minni. Húsgögn fylgja með.“ Aug-
lýsingin var hugsuð sem góðlátleg
ábending um að 52 ára fráskilinn
pabbi Ninu ætti að fara að svipast
um eftir konu. Nina fékk eina sím-
hringingu þar sem óskað var fleiri
upplýsinga. ■