Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.03.2003, Qupperneq 6
6 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 22 1. 2. 3. Prestur Fríkirkjunnar sagði í predikun að mikið ójafnræði væri milli þjóðkirkjunnar og trú- félaga. Hvað heitir presturinn? Systurdóttir Hollandsdrottning- ar lýsti því yfir að drottningin væri áfengissjúklingur. Hvað heitir drottning Hollands? Hvaða góðkunni tónlistarmaður vermir efsta sætið á lista tímar- itsins People yfir tekjuhæstu listamenn? Í STJÓRN EIMSKIPS Inga Jóna Þórðardóttir sest í sjö manna stjórn Eimskipafélagsins. Breytingar í stjórn Eim- skips: Inga Jóna fer í stjórn STJÓRNARKJÖR Töluverðar breyt- ingar verða á stjórn Eimskipafé- lagsins á næsta aðalfundi. Bene- dikt Sveinsson, sem verið hefur stjórnarformaður undanfarin ár, gefur ekki kost á sér. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al- mennra, sest í stjórnina. Stjórnar- mönnum verður fækkað úr níu í sjö í samræmi við samþykktir hluthafafundar. Inga Jóna Þórðar- dóttir, fyrrum oddviti borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins og eiginkona Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, sest í stjórn Eimskipafélagsins. Þeir sem hætta í stjórninni auk Benedikts eru Jón H. Bergs, Gunnar Ragn- ars og Jón Ingvarsson. Sjálfkjörið er í stjórnina. ■ UNGMENNI MEÐ BARNAKLÁM Tekið hefur verið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness mál tæplega nítján ára gamals pilts í Kópa- vogi sem ákærður er fyrir að hafa haft um 50 myndir með barnaklámi í tölvu sinni. Óheppinn tónleikagestur: Fékk haus af kind í höfuðið NOREGUR, AP Gestur á tónleikum norsku dauðarokkssveitarinnar Mayhem í Björgvin varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að brákast á höfði þegar haus af kind kom fljúgandi í átt að áhorfendum og hafnaði á kolli hans. Hljómsveitarmeðlimir voru að skera upp dauða kind á sviðinu þeg- ar hausinn flaug úr höndum söngv- arans með fyrrgreindum afleiðing- um. Hinn slasaði, sem er mikill að- dáandi hljómsveitarinnar, var flutt- ur á sjúkrahús en búist er við því að hann nái sér að fullu. Hann hefur engu að síður lagt fram kæru vegna atviksins. ■ VÍS skilar uppgjöri: Háar greiðslur til Axels UPPGJÖR Vátryggingafélag Ís- lands skilaði ríflega 700 milljón króna hagnaði. Áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir 500 milljón króna hagnaði. Finnur Ingólfsson, for- stjóri félagsins segir trygginga- starfsemina vera skila betri af- komu en áður „Þetta skýrist fyrst og fremst af því að veðurfar var hagstætt síðustu þrjá mánuði árs- ins og því minna um tjón.“ Í rekstrarreikningi félagsins er gjaldfærður kostnaður vegna starfsloka Axels Gíslasonar. Fréttir höfðu borist af því að hann næmi 200 milljónum króna. Sam- kvæmt reikningum félagsins er skuldbinding eftirlauna Axels 53,6 milljónir króna. Við það bæt- ast laun í uppsagnarfresti að upp- hæð 21 milljón. Laun forstjóra fé- lagsins eru 1,5 milljónir á mánuði. Ríkisútvarpið greindi frá því að Axel fái ríflega hundrað milljónir króna frá Samvinnutryggingum og Andvöku, samanlagt fái Axel því um 200 milljónir króna. Stjórn VÍS hefur ákveðið að greiða starfsfólki kaupauka í formi hlutar í félaginu vegna góðrar afkomu ársins. Fær hver starfsmaður félagsins hlutabréf að verðmæti 80 þúsund í kaupau- ka. Kaupaukinn er með sköttum og skyldum metinn á 142 þúsund krónu á hvern starfsmann. ■ Framlög til Reykjavíkur- lista ekki opinberuð Kosningastjórinn segir að Jón Ólafsson hafi ekki stutt framboðið. Bar- áttan í fyrra kostaði rúmar 30 milljónir króna. Bændaforingi á Búnaðarþingi: Afþakkaði launahækkun STJÓRNMÁL Reykjavíkurlistinn mun ekki birta opinberlega upp- lýsingar um einstök framlög til framboðsins vegna kosningabar- áttunnar á síðasta ári. Þar með halda forráðamenn Reykjavík- urlistans sig við sömu stefnu og þeir stjórnmála- flokkar sem halda því leyndu hverj- ir styðja þá. Að- eins Frjálslyndi flokkurinn hefur opnað reikninga sína fyrir almenn- ingi. Ingvar Sverrisson, kosningastjóri R- listans, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin sameiginlega af forráðamönnum Framsóknar- flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það var ákveðið af flokkun- um að birta hvað kosningabar- áttan í heild kostaði. Á meðan aðrir flokkar birta ekki einstök framlög þá mun Reykjavíkur- listinn heldur ekki gera það,“ segir Ingvar. Hann segist þó geta staðfest að Norðurljós hafi ekki stutt Reykjavíkurlistann með neinum fjárframlögum. „Við fengum ekki krónu frá Jóni Ólafssyni eða fyrirtækjum honum tengdum,“ segir Ingvar. Hann segir að kosningabar- áttan í fyrra hafi kostað rúmar 30 milljónir króna og enn vanti einhverja peninga til að loka reikningum. „Við tókum kosningabaráttuna skynsamlega og bruðluðum hver- gi. Við gerðum áætlanir áður en baráttan hófst og stóðum við þær,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Sjálfstæðis- flokkurinn harðneiti að upplýsa um kostnað við sína kosningabar- áttu í fyrravor. Ingvar segir að gaman væri að fá upplýst hverjir hafi fellt niður skuldir þeirra í því ljósi að kosningabarátta Sjálf- stæðisflokksins hafi verið mun dýrari. Ekki náðist í Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, til að fá upplýs- ingar um kostnað við framboð Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnarkosninganna. ■ LANDBÚNAÐUR Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna, af- þakkaði launahækkun sem hon- um var boðin á nýafstöðnu Bún- aðarþingi. Kom fram tillaga um að störf Ara yrðu metin til þing- farakaups en hingað til hefur Ari fengið 75 prósent af þingfar- arkaupi. Tillaga þessa efnis var borin upp á þinginu við góðar undirtektir en Ari sagði nei, takk: „Þetta sýnir bara að það eru ekki allir Íslendingar sem hugsa eins,“ sagði Ari eftir að hafa af- þakkað launahækkunina. „Í setn- ingarræðu minni á þinginu kom fram að stór hluti bænda hefur jafnvel engin laun og það hefði ekki alveg verið í takt ef ég hefði þá farið að þiggja hækkun. Ég hef nóg fyrir mig og mína konu, börnin eru uppkomin og ég hef ekkert við meira að gera. Myndi ekki vita hvað ég ætti að gera við það,“ sagði Ari Teitsson. ■ REYKJAVÍK Ekki verður sagt frá einstökum framlögum til Reykjavíkurlistans en kosningabaráttan á síð- asta vori kostaði alls um 30 milljónir króna. „Á meðan aðr- ir flokkar birta ekki einstök framlög þá mun Reykja- víkurlistinn heldur ekki gera það.“ STARFSLOKASAMNINGUR Heildar kostnaður vegna starfsloka Axels Gíslasonar, samkvæmt uppgjöri VÍS, nema ríflega 70 milljónum króna. BANDARÍKIN ARI TEITSSON „Þetta sýnir bara að það eru ekki allir Íslendingar sem hugsa eins.“ DÓMSMÁL GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.79 -0.23% Sterlingspund 122.55 -0.81% Dönsk króna 11.42 0.60% Evra 84.77 0.55% Gengisvístala krónu 122,29 0,75% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 522 Velta 7.209 milljónir ICEX-15 1.392 0,24% Mestu viðskipti Samherji hf. 265.616.959 Flugleiðir hf. 228.012.105 Búnaðarb. Ísl. hf. 141.737.847 Mesta hækkun ACO-Tæknival hf. 33,33% Vátryggingafélag Íslands hf. 6,25% Skýrr hf. 2,56% Mesta lækkun Vinnslustöðin hf. -3,45% Flugleiðir hf. -3,39% Eimskipafélag Íslands hf. -1,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7614,8 -1,6% Nasdaq*: 1281,5 -1,8% FTSE: 3436,0 -1,6% DAX: 2334,2 -4,0% Nikkei: 8042,3 -1,3% S&P*: 812,3 -2,0% FORELDRAR FÓRUST Í UMFERÐAR- SLYSI Lögreglumenn sem komu að umferðarslysi á hraðbraut í Wisconsin fundu tveggja ára gam- alt stúlkubarn sitjandi upp við girðingu skammt frá slysstaðnum. Stúlkan hafði verið með föður sín- um og móður í fólksbifreið sem lenti í árekstri við flutningabíl. Báðir foreldrarnir fundust látnir í flaki bifreiðarinnar. RÚTA KEYRÐI Á RÚTU Rúta keyrði aftan á aðra rútu á þjóðvegi sem liggur frá Las Vegas til Kaliforníu með þeim afleiðingum að tugir manna slösuðust, þar af átta lífs- hættulega. Loka þurfti veginum í fimm klukkustundir og myndaðist við það mikil umferðarteppa. Or- sakir slyssins eru enn ókunnar en vegaframkvæmdir stóðu yfir þar sem óhappið varð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.