Fréttablaðið - 11.03.2003, Qupperneq 8
8 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
ASÍA
GRÓÐURVERND Tveir fulltrúar
Landgræðslunnar hafa heimsótt
Vestmannaeyjar til að taka út
meinta fjárbeit tómstundabænda
á gróðurverndarsvæði í Helga-
felli. Hefur styr staðið um fjár-
beit bændanna og Kristján
Bjarnason, garðyrkjustjóri bæj-
arins, lengi beðið komu fulltrúa
Landgræðslunnar til að fá botn í
málið svo starfsmenn hans geti
látið af því að smala Helgafellið
daglega.
„Garðar Þorfinnsson og Björn
H. Barkarson komu frá land-
græðslunni og lýstu því yfir að
fjárbeitin í Helgafelli ætti ekki að
eiga sér stað,“ segir garðyrkju-
stjórinn, sem lét í framhaldinu
setja upp limgerði í hliði því sem
fjárbændur hafa hleypt fé sínu í
gegn svo það kæmist í Fellið. „En
það hefur ekki dugað til því það er
klippt á hliðið og það ekki einu
sinni heldur tvisvar á dag,“ segir
hann.
Það er Gísli Óskarsson, kenn-
ari og fréttaritari Ríkisútvarps-
ins, sem beitir fénu í Helgafellið.
Hann skýrir það sjálfur sem svo
að féð reki hann í Helgafellið á
grundvelli hefðar en ekki síður
vegna lífrænnar tilraunar í upp-
græðslu sem byggist á því að nota
úrgang kindanna sem áburð í illa
fokinn sand.
Karl Gauti Hjaltason, sýslu-
maður í Vestmannaeyjum, heldur
að sér höndum: „Sýslumaður er að
lempa málið,“ segir hann. ■
DEILUR UM BEIT
Langvinnar deilur hafa staðið í Vestmannaeyjum um beit kinda. Landgræðslumenn og
bóndi ná ekki sáttum í deilum sínum.
Landgræðslumenn ráða ekki við fjárbónda:
Klippir á girðingar
tvisvar á dag
LÍFEYRISSPARNAÐUR Ólöf Sveinsdótt-
ir vann hjá Sparisjóði Kópavogs í
25 ár. Sparisjóðurinn flutti fyrir
hennar hönd uppsafnaðan lífeyr-
isrétt inn á Ævileið 2 í Kaupþingi
árið 1999. Ávöxtun þeirrar leiðar
var mjög góð það
árið. Fjárfestinga-
stefna sjóðsins
miðar við allt að 65
prósenta eign í
h l u t a b r é f u m .
Hlutabréf tóku
hins vegar að falla
um það leyti sem
11,6 milljónir voru
lagðar inn í nafni
Ólafar. Síðan þá hefur sjóður
hennar rýrnað um þriðjung eða
um 3,5 milljónir króna. Ólöf er 55
ára gömul og veiktist með þeim
afleiðingum að hún er 75% öryrki.
Hún þurfti að grípa til sjóðsins
fyrr en ráðgert hafði verið. Í opnu
bréfi til stjórnar Kaupþings gagn-
rýnir hún há laun forstjóra fyrir-
tækisins á sama tíma og fé fólks í
vörslu fyrirtækisins rýrni. „Það
sem ég er að deila á er að þeir sem
fjármálaráðgjafar standa sig ekki
sem skyldi. Þeir sjá um vörslu
fjár og þeir sjá ekki um að gæta
hagsmuna viðskiptamanna sinna
sem vörsluaðilar,“ segir Ólöf.
„Það sem mér finnst að menn eigi
að gera með svona fé er að færa
það á milli þar sem ávöxtunin er
best hverju sinni.“
Hafliði Kristjánsson, forstöðu-
maður Lífeyrissparnaðar Kaup-
þings, segir þrennt vera lagt til
grundvallar fjárfestingarleið.
Aldur viðkomandi, hvenær hefja
eigi töku lífeyris og áhættuþoli.
„Við grundvöllum ráðgjöf okkar á
þessu þrennu. Slík ráðgjöf getur
ekki breyst eftir markaðsaðstæð-
um hverju sinni.“ Hafliði segir
öllum eigendum í lífeyrissjóðum
hafa verið sent bréf í tvígang þar
sem áréttaðar eru forsendur ráð-
gjafarinnar. Hann segir að fyrir-
tækið geti ekki tekið það upp hjá
sjálfu sér að færa eignir milli teg-
unda fjárfestinga. Til þess þurfi
leyfi eigenda fjármunanna. „Við
höfum virkilega samúð með henn-
ar aðstæðum og munum svara
bréfi hennar.“ Hann segir kaup-
auka þeirra sem stýra sjóðunum
tengda við árangur sjóðanna. Þá
sé miðað við vísitölur eignasam-
setningar og árangur sjóðanna
metinn eftir því. Sjóðir Kaup-
þings standist fyllilega saman-
burð við sambærilega sjóði.
Hafliði segist sjálfur leggja líf-
eyrissparnað sinn í ævileið 2 og
hafi ekki áhyggjur af slakri ávöxt-
un að undanförnu. Hann segir
hins vegar að sá sjóður henti ekki
fólki eins og Ólöfu sem komið er
yfir fimmtugt. „Ef hún hefur eitt-
hvað til síns máls þá væri það ef
hún hefur ekki fengið góða ráð-
gjöf.“ Sé slíkt raunin þá eigi að
sjálfsögðu að skoða það.
haflidi@frettabladid.is
FÁTÆKARI
Lækkun á lífeyrissjóði hefur valdið Ólöfu Sveinsdóttur tjóni. Hún þarf að nota sjóðinn
núna og getur ekki beðið eftir því að tíminn lagi meðalávöxtun lífeyriseignarinnar.
YFIRLIT
Á yfirlitinu má sjá hvernig eign Ólafar
hefur rýrnað.
Tapaði þriðjungi
af lífeyrissjóðnum
Ólöf Sveinsdóttir þurfti vegna veikinda að fá greiðslur úr séreignasjóði
sínum fyrr en hún ætlaði. Kaupþing segist hafa sent viðskiptamönnum
bréf þar sem forsendur áhættumats sjóða eru skýrðar.
FRANKFURT, AP Dómstólar í Þýska-
landi hafa dæmt fjóra Alsíringa
í tíu til tólf ára fangelsi fyrir að
skipuleggja sprengjutilræði á
frönskum jólamarkaði. Mennirn-
ir voru fundnir sekir um ásetn-
ing um að koma fyrir sprengju,
að hafa lagt á ráðin um morð og
brotið lög um vopnaeign.
Tveir hinna dæmdu neituðu
sakargiftum og héldu því fram
að ætlunin hefði verið að
sprengja í loft upp mannlausa
sýnagógu í Strassborg. Báðir
hlutu þeir tólf ára fangelsisvist.
Einn fjórmenninganna gekkst
við öllum ákæruatriðum og hlaut
aðeins tíu ára dóm.
Saksóknarar höfðu haldið því
fram að fjórmenningarnir til-
heyrðu hópi norður-afrískra
öfgamanna sem kallar sig Hina
óháðu Mujahideen og tengist al
Kaída hryðjuverkasamtökunum.
Þrír mannanna játuðu að hafa
dvalið í þjálfunarbúðum í
Afganistan og viðurkenndu
tengsl við öfgahópa. Engu að
síður ákváðu yfirvöld á endan-
um að falla frá öllum ákærum
um aðild að hryðjuverkasam-
tökum til þess að koma í veg
fyrir að réttarhöldin drægjust á
langinn. ■
Á BAK VIÐ GRÍMU
Aeroubi Beandalis hlaut vægasta dóminn
af sakborningunum fjórum en hann játaði
að hafa ætlað að koma fyrir sprengju á
jólamarkaði fyrir utan dómkrikjuna í
Strassborg ásamt félögum sínum.
Fjórmenningar dæmdir:
Ætluðu að sprengja
upp jólamarkað
„Það sem ég
er að deila á
er að þeir
sem fjármála-
ráðgjafar
standa sig
ekki sem skyl-
di.“
TÍU FARAST Í SJÓORUSTU Til
átaka kom milli sjóhersins í Sri
Lanka og Tamil-tígra skammt út
af norðurströnd landsins. Skipst
var á skotum með þeim afleiðing-
um að fjórir hermenn særðust og
bátur uppreisnarmannanna sökk
með tíu manns innanborðs. Óvíst
er hvaða áhrif atvikið mun hafa á
vopnahléð sem herinn og upp-
reisnarmenn sömdu um fyrir
skemmstu.
FÁTÆKRAHVERFI BRENNUR TIL
GRUNNA Eldur breiddist út í fá-
tækrahverfi í hafnarborginni
Chittagong í Bangladesh með
þeim afleiðingum að sex manna
fjölskylda lét lífið og hundruð
strá- og bambuskofa brunnu til
grunna. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn höfðu nánast öll húsin á
svæðinu þegar orðið eldinum að
bráð.
LÍFSHÆTTULEGT LEIKSVÆÐI Tvö
börn létu lífið og önnur tvo særð-
ust þegar sprenging varð á lok-
uðu svæði þar sem geymd voru
úrelt vopn í afskekktu héraði í
suðausturhluta Pakistan. Börnin,
sem voru á aldrinum níu til fjórt-
án ára, voru að leik á svæðinu
þegar atvikið átti sér stað.
Evrópumet í sælgætisáti:
Danir
fremstir í
sælgætisáti
DANMÖRK Danir hljóta þann vafa-
sama heiður að eiga Evrópumetið
í sælgætisáti, samkvæmt nýrri
breskri rannsókn. Hver Dani
borðar marsípan, súkkulaði, lakk-
rís og hlaup fyrir sem nemur um
4.000 íslenskum krónum á ári að
meðaltali, að því er fram kemur í
Politiken.
Talið er að þetta mikla sælgæt-
isát dönsku þjóðarinnar megi að
hluta til rekja til hins kalda lofts-
lags sem gerir það að verkum að
fólk dvelur löngum stundum í
verslunarmiðstöðum og í kvik-
myndahúsum. Einnig eru leiddar
að því líkur að margir noti sæl-
gæti til þess að hugga sig í svart-
asta skammdeginu.
Ekki liggur fyrir hvort Íslend-
ingar voru með í þessari rannsókn
en líklegt má telja að við hefðum
lent þar ofarlega á blaði þar sem
meðalneysla sælgætis á hvern
íbúa hér á landi var 17,2 kíló árið
2000, samkvæmt upplýsingum frá
Manneldisráði. ■
SÆLGÆTISGRÍSIR
Ef marka má nýja breska rannsókn eru
Danir gráðugri í sælgæti en nokkur önnur
Evrópuþjóð.
Po
rt
úg
al
47
.2
67
kr
.
* á mann m. v. að 2 fullorðnir og
2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í tvær
vikur, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar.
*
Be
ni
do
rm
Po
rt
úg
al
Be
ni
do
rm
47
.2
67
kr
.
*
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann.
Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann.
Allt
a›
seljast
upp
ver›læ
kkun8-15%
SumarPlús
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M