Fréttablaðið - 11.03.2003, Side 10
10 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Bréf til blaðsins:
Hvar eru
bakaríin?
JÓN SKRIFAR:
Mér er það minnisstætt þegarfinna mátti bakarí og litlar
búðir út um allt. Ég minnist þessara
tíma með söknuði nú þegar maður
verður að fara í verslunarmiðstöðv-
ar til að sinna sínum erindum. Ég
lýsi eftir fleiri litlum verslunum í
hverfin til þess að maður þurfi ekki
að fara bæinn á enda til þess að ná í
vörur. Það hlýtur að vera góður
bissness í því.
Undir sársaukafullri umræðuundanfarinnar viku – sem
stundum hefur verið hatrammari
en líðandi er – hafa legið vanga-
veltur um afskipti stjórnmála-
manna af viðskiptalífinu. Allir
sem tekið hafa til máls hafa talið
slík afskipti óæskileg; bæði þeir
sem telja sig vita um slík afskipti
og hinir sem kannast alls ekki við
þau. Þetta eitt sameinar menn
sem hafa deilt hart; að stjórn-
málamenn eigi ekki að skipta sér
af viðskiptalífinu með öðrum
hætti en að setja því almennar
reglur.
Í raun er það sögulegt að þessi
skoðun skuli nú njóta svona al-
mennrar viðurkenningar. Ekki að-
eins vegna þess að það eru aðeins
fáeinar vikur síðan stjórnvöld
slepptu takinu af ríkisbönkunum
fyrrverandi. Ekki aðeins vegna
þess að enn skiptir pólitísk af-
staða manna miklu um framgang
þeirra innan fyrirtækja á vegum
ríkisins; Ríkisútvarpsins og
Landssímans svo dæmi séu tekin.
Heldur ekki síst vegna þess að
stjórnmálamenn hafa verið und-
arlega plássfrekir í umræðu um
ólíklegustu mál á Íslandi og eru
enn. Það er til dæmis kunn sagan
af erlenda ferðamanninum sem
hélt að Ólafur Ragnar Grímsson
væri fréttaþulur á bæði Stöð 2 og
Ríkissjónvarpinu vegna þess að
rætt var við hann í nánast hverri
einustu frétt meðan hann var fjár-
málaráðherra.
Þetta á ekki aðeins við við-
skiptalífið heldur nánast öll svið
mannlegrar tilveru. Þetta er eink-
ar áberandi í sjónvarpsfréttum.
Þar eru ráðherrar og alþingsmenn
sífellt að tjá skoðun sína á einelti,
atvinnuástandi á Raufarhöfn,
þróttinum í íslensku menningar-
lífi, fíkniefnaneyslu ungmenna ...
hverju sem er. Oftast er álit
þeirra ekki djúphugsaðra en svo
að þeir lýsa yfir áhyggjum sínum
– eins og þær hjálpi til!
Minnugir menn muna skrítna
ræðu sem Vilmundur Gylfason
flutti á Alþingi snemma á níunda
áratugnum. Hún fjallaði ekki um
pólitík heldur allt það góða og
fagra í lífinu sem stæði utan
stjórnmálanna. Þetta var þörf
áminning fyrir þingheim. Þrátt
fyrir mikilvægi þess að Alþingi og
ríkisstjórn séu mönnuð góðu fólki
þá eru blessunarlega flest svið
mannlífsins utan valdsviðs þessa
fólks. Og eiga að vera það. Stjórn-
málamenn myndu því ef til vill
gera okkur stærri greiða með því
að skipta sér ekki að því sem þeim
kemur ekki við en með því að
sinna því af alúð sem þeim hefur
verið falið. Best væri náttúrlega
að þeir myndu vanda sig við hvort
tveggja. ■
Lífið er utan valdsviðs stjórnmálanna
skrifar um verkefni stjórnmála-
manna og það sem þeim
kemur ekki við.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
!"!# $%&'($%&')
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN hefur
birt alla framboðslista sína.
NORÐVESTURKJÖRDÆMI Þar er
nýkjörinn formaður flokksins,
Guðjón A. Kristjánsson alþingis-
maður, í fyrsta sæti, Sigurjón
Þórðarson á Sauðárkróki er ann-
ar og Steinunn Pétursdóttir á
Akranesi er í þriðja sæti. Matthí-
as Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins, er í
heiðurssætinu.
NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Þar er
Brynjar S. Sigurðsson á Siglu-
firði í fyrsta sæti, Guðmundur W.
Stefánsson á Vopnafirði er annar
og Stella Björk Steinþórsdóttir á
Norðfirði er í þriðja sæti. Heið-
urssæti skipar Haraldur Bessa-
son, fyrrverandi háskólarektor á
Akureyri.
SUÐURKJÖRDÆMI Magnús Þór
Hafsteinsson, nýkjörinn varafor-
maður flokksins, er í fyrsta sæti,
Grétar Mar Jónsson skipstjóri er
annar og í þriðja sæti er Arndís
Ásta Gestsdóttir á Selfossi. Heið-
urssætið skipar Benedikt
Thorarensen á Þorlákshöfn.
SUÐVESTURKJÖRDÆMI Gunnar
Örlygsson á Kjalarnesi er í fyrsta
sæti, Sigurlín Margrét Sigurðar-
dóttir Garðabæ í öðru og Guð-
mundur Örn Jónsson Kópavogi í
þriðja sæti. Heiðurssætið skipar
Helgi G. Þórðarson í Hafnarfirði.
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI NORÐ-
UR Sigurður Ingi Jónsson er í
fyrsta sæti, Eyjólfur Ármannsson
í öðru og Kjartan Eggertsson í
þriðja sæti. Sverrir Hermanns-
son er í heiðurssætinu.
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR
Margrét K. Sverrisdóttir er í
fyrsta sæti, Gísli Helgason, for-
maður Blindrafélagsins, er í öðru
sæti og Birgir H. Björgvinsson er
í þriðja sæti. Heiðurssætið skipar
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri.
Nú líður senn að því að Alþingiljúki störfum, þá hefst kosn-
ingabaráttan af fullum krafti fram
að alþingiskosningum þann 10. maí
nk. Að vanda snýst kosningabarátt-
an um að draga fram árangur
stjórnmálaflokkanna í fortíðinni, að
fá fylgi við stefnumiðin og sann-
færa kjósendur um ágæti einstakra
frambjóðenda. Framsóknarflokk-
urinn hefur ástæðu til að ganga
stoltur til lokabaráttunnar fyrir
kosningarnar í maí, enda árangur
flokksins glæsilegur gegnum tíð-
ina, grundvallarstefna flokksins
höfðar til stórs hóps kjósenda og
áherslumál flokksins nú falla í góð-
an jarðveg. Allt þetta hefur birst í
því að mikill meirihluti kjósenda
hefur í skoðanakönnunum lýst
þeirri skoðun að þeir vilji að Fram-
sóknarflokkur eigi aðild að ríkis-
stjórn. Framsóknarmenn ganga nú
til kosningabaráttunnar undir yfir-
skriftinni „vinna, vöxtur, velferð“.
Þessi þrjú orð segja mikið, það
er og hefur verið skoðun okkar
Framsóknarmanna að öflugt at-
vinnulíf leggi grunninn að velferð
okkar á nánast öllum sviðum. Fyrir
alþingiskosningar árið 1995 lögðu
Framsóknarmenn megináherslu á
að blása nýju lífi í atvinnulífið. Á
þeim tíma hafði ríkt stöðnun í at-
vinnu- og efnahagskerfinu og at-
vinnuleysi hafði verið allt of mikið
síðustu árin fyrir þær kosningar.
Margir muna eflaust ennþá eftir
markmiði okkar um að sköpuð yrðu
12.000 ný störf til aldamóta. Póli-
tískir andstæðingar okkar gerðu
lítið úr þessu, hentu jafnvel að því
gríni og töldu að þá væru Fram-
sóknarmenn að lofa of miklu. Hver
varð staðreyndin?
Eftir góðan kosningasigur gerð-
ist flokkurinn aðili að ríkisstjórn og
fljótlega fóru kyrrstæð hjól at-
vinnulífsins að snúast á ný. Niður-
staðan varð sú að um aldamótin
höfðu skapast miklum mun fleiri
störf en við höfðum sett sem mark-
mið, pólitískir andstæðingar okkar
skammast sín fyrir grínið forðum
og nú eru nokkur ár síðan gerð hef-
ur verið tilraun til að halda því
fram að við ætluðum að svíkja
þetta kosningaloforð. Þetta er eitt
dæmi af mörgum sem sýnir að
Framsóknarmenn leggja sig jafnan
fram um að standa við orð sín og
fylgja eftir þeim markmiðum sem
sett eru. Mættu sumir andstæðing-
ar okkar taka sér það til fyrirmynd-
ar.
Eftir að hafa átt aðild að ríkis-
stjórnum sl. átta ár hefur Fram-
sóknarflokkurinn lagt grunn að
áframhaldandi framsókn þjóðfé-
lagsins, góð staða þjóðarbúsins og
efnahagskerfisins gerir það að
verkum að á næstu árum verður
mögulegt að efla velferðarkerfið
enn frekar. Margt hefur verið gert
á síðustu árum til að uppfylla sem
flestar þær þarfir sem velferðar-
kerfið þarf að mæta, en því verk-
efni lýkur seint og því verður
áfram verk að vinna í þessum efn-
um. Atvinnustefna Framsóknar-
manna hefur nú skilað þeim ár-
angri að á næstu árum verða mjög
aukin umsvif á mörgum sviðum at-
vinnulífsins, þjóðarframleiðsla
mun aukast og það skilar okkur
mjög auknum tekjum.
Með sterkri stöðu flokksins eftir
kosningarnar í maí mun flokkurinn
áfram hafa aðstöðu til að fylgja at-
vinnustefnunni eftir næstu ár, það
mun sem fyrr kalla fram hagvöxt,
aukinn kaupmátt og vaxandi þjóð-
artekjur. Allt þetta mun auka svig-
rúm ríkissjóðs enn frekar til að efla
velferðarkerfið og draga úr opin-
berri skattheimtu á almenning og
fyrirtæki. Vegna þess svigrúms
sem nú þegar hefur skapast mun
Framsóknarflokkurinn beita sér
fyrir því á næstu árum að tekju-
skattar almennings verði almennt
lækkaðir og við leggjum jafnframt
til að dregið verði enn frekar úr
tekjutengingu barnabóta þannig að
öll börn fái ótekjutengdar barna-
bætur. Á þessu kjörtímabili var það
skref tekið að öll börn innan sjö ára
aldurs fá ótekjutengdar barnabæt-
ur og við viljum nú taka skrefið að
fullu.
Vinna, vöxtur og velferð eru
grundvallarhugtök sem lýsa þeim
áherslum sem við Framsóknar-
menn leggjum upp með fyrir kom-
andi kosningar. Við vitum að al-
mennt eru kjósendur sammála okk-
ur, við vitum að reynsla kjósenda er
sú að þeir geta trúað okkur og
treyst, það hafa skoðanakannanir
sýnt. Framtíðarhagsmunir þjóðar-
innar felast í því að veita Fram-
sóknarflokknum brautargengi til
áframhaldandi aðildar að lands-
stjórninni. ■
alþingismaður skrifar
um stefnu Fram-
sóknarflokksins.
MAGNÚS
STEFÁNSSON
Um daginn
og veginn
Vinna, vöxtur og velferð
AÐALVERKTAKAR GERA VARNAR-
GARÐ Bæjarráð Reykjanesbæj-
ar hefur samþykkt tillögu
stjórnar atvinnu- og hafnarráðs
um að taka frávikstilboði Ís-
lenskra aðalverktaka vegna los-
unar á klöpp í Helguvík og
gerðar sjóvarnargarða. Frá-
vikstilboðið hljóðar upp á 322
milljónir króna. Það er 59% af
kostnaðaráætlun.
SVEITARSTJÓRNIR STJÓRNMÁL