Fréttablaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 12
12 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGURFÓTBOLTI
BROSMILDUR
Ítalski dómarinn Pierluigi Collina brosti
sínu breiðasta þegar hann tók á móti verð-
launum sem besti knattspyrnudómari
heimsins á dögunum. Verðlaunin voru af-
hent í borginni Covericano í norðurhluta
Ítalíu.
FÓTBOLTI Í kvöld verður leikið í A-
og B-riðlum og beinist kastljósið
einkum að tveimur viðureignum
enskra og ítalskra félaga. Arsenal
og Roma leika í London og Inter-
nazionale og Newcastle í Mílanó.
Þessi félög mættust í 1. umferð og
sigraði Arsenal 3-1 í Róm en
Internazionale vann 4-1 í
Newcastle.
Arsenal og Roma stóðu í stór-
ræðum um helgina.
Arsenal gerði jafntefli
við Chelsea í bikar-
keppninni og Roma
náði jafntefli gegn
erkifjendunum í
Lazio. Thierry Henry,
sem skoraði þrennu í
fyrri leik félaganna,
fór meiddur af velli í
bikarleiknum en hann
verður með í kvöld.
Roma mætir einnig
með sitt sterkasta lið
til Lundúna. Vonir liðs-
ins um sæti í átta liða
úrslitum virtust úr
sögunni eftir tap í
fyrstu þremur um-
ferðum milliriðlanna.
Góður sigur á Val-
encia í síðustu viku
gaf þeim nýja von um
sæti í átta liða úrslit-
um en framhaldið velt-
ur á úrslitunum í
kvöld.
Newcastle átti frí
um helgina en Inter-
nazionale, sem hélt
upp á 95 ára afmæli
sitt í gær, vann
Bologna 2-1. Með
sigrinum treysti Inter
stöðu sína í
2. sæti
deildarinn-
ar en sig-
urinn kost-
aði sitt.
V a r n a r -
maðurinn
M a r c o
Materazzi fór meidd-
ur af velli og missir af
síðustu tveimur leikj-
unum í Meistaradeild-
inni. Á meiðslalista
Inter voru þegar Dani-
ele Adani, Matías Al-
meyda, Domenico
Morfeo, Stéphane
Dalmat, Mohamed
Kallon, Hernán
Crespo og Nicola
Beati. Auk þess er Ál-
varo Recoba í banni og
Gabriel Batistuta er ekki gjald-
gengur í þennan hluta keppninnar.
Óvíst er hvort Shay Given og
Gary Speed geti leikið með
Newcastle í kvöld. Given meiddist
á fingri á æfingu og Speed á ökkla
í tapleiknum gegn Middlesbrough
í síðustu viku. Sir Bobby Robson
er bjartsýnn á sigur í kvöld og
sæti í fjórðungsúrslitum en til
þess að það gangi eftir þarf
Newcastle einnig sigur gegn
Barcelona á heimavelli í næstu
viku. ■
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson knatt-
spyrnuþjálfari segist í viðtali á
heimasíðu Aston Villa vera óáttur
við tæklingu sonar síns Jóhannes-
ar Karls, leikmanns Villa, í leik
gegn Birmingham fyrir viku síðan.
„Ég sagði Jóhannesi hvernig
leikurinn yrði en hann missti
stjórn á sér. Hann veit að tækling-
in var slæm og hann sér eftir því
sem gerðist.“
Guðjón telur samt sem áður að
Villa eigi að bjóða Jóhannesi samn-
ing. „Ef hann verður áfram hjá fé-
laginu er ég viss um að hann getur
myndað öfluga miðju með strákum
eins og Gareth Barry og Lee
Hendrie.“ ■
JÓHANNES KARL
Jóhannes Karl Guðjónsson var rekinn út af
í síðustu viku fyrir gróft brot á leikmanni
Birmingham.
Guðjón Þórðarson:
Jóhannes missti
stjórn á sér
MEISTARADEILDIN
Í KVÖLD
A-riðill
Barcelona - Leverkusen
Internazionale - Newcastle
Staðan L S
Barcelona 4 10
Inter 4 7
Newcastle 4 6
Leverkusen 4 0
B-riðill
Ajax - Valencia
Arsenal - Roma
Staðan L S
Ajax 4 6
Arsenal 4 6
Valencia 4 5
Roma 4 3
Ögurstund í
Evrópuboltanum
Fimmta og næstsíðasta umferð milliriðla Meistaradeildar Evrópu fer
fram í vikunni. Ensk og ítölsk félög keppa um sæti í átta liða úrslitum.
PIRES OG MELCHIOT
Robert Pires og Mario Melchiot í bikarleik Arsenal
og Chelsea.
A
P-
M
YN
D
AP
/M
YN
D
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Vala Flosadóttir
(ÍR) sigraði í fimmtarþraut á sæn-
ska meistaramótinu í fjölþraut á
laugardag. Fimmtarþraut er al-
þjóðleg keppnisgrein en ekkert Ís-
landsmet hefur hingað til verið
skráð í greininni.
Fimm stúlkur kepptu í fimm-
tarþrautinni í Gautaborg á laugar-
dag og hlaut Vala 3.607 stig. Önnur
varð Malin Svensson með 3.585.
Vala varð fjórða í fyrstu grein-
inni, 60 metra grindahlaupi, á 9,70
sekúndum. Hún og Camilla Siland-
er stukku 1,67 metra í hástökki en
Vala kastaði kúlu 12,27 metra og
sigraði með yfirburðum. Anna
Larsson sigraði í langstökki en
Vala hafði betur í jafnri keppni um
2. sætið og stökk 5,29 metra. Vala
sigraði síðan í 800 metra hlaupi á
tveimur mínútum og 29,34 sek-
úndum og var rúmri sekúndu á
undan Malin Svensson.
Til samanburðar við árangur
Völu má nefna að sænska metið er
4.520 stig og náði methafinn betri
árangri en Vala í öllum greinum
nema í kúluvarpi. Evrópumetið í
fimmtarþraut á Irina Belova en
hún fékk 4.991 stig í Berlín árið
1992. ■
VALA
Vala Flosadóttir sigraði í fimmtarþraut á sænska meistaramótinu og setti Íslandsmet.
Vala Flosadóttir:
Sigraði og setti
Íslandsmet
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
I/
B
IL
LI