Fréttablaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 22
22 11. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR
HRÓSIÐ
Já, ég leyfði mér að benda á þágríðarlega mikla mismunun
sem er ríkjandi milli trúfélaga
hér á Íslandi. Mér heyrist þessu
máli ekki lokið,“ segir séra
Hjörtur Magni Jóhannsson Frí-
kirkjuprestur.
Séra Jón Helgi Þórarinsson í
Langholtskirkju, formaður
Prestafélags Íslands, hefur svar-
að gagnrýni Hjartar af mikilli
hörku. „Já, þetta er ekki tveggja,
þriggja manna tal á fundi í
London. Þetta er stærra mál og
óneitanlega er ég töluvert ein-
angraður þar sem ég er einn
prestur í Fríkirkjunni en í Þjóð-
kirkjunni eru 150 ríkislaunaðir
prestar.“
Hjörtur Magni er fæddur árið
1958 í sjálfum bítlabænum Kefla-
vík og ólst þar upp. Hann missti
af því þegar Hljómar tröllriðu
öllu og Keflavík var nafli Ís-
lands. Hjörtur segir það ljóm-
andi að alast upp í Keflavík og
hann hafi notið þess að ná í skott-
ið á blómabylgjunni. Foreldrar
Hjartar Magna eru Jóhann
Hjartarson, fyrrum húsgagna- og
húsasmíðameistari, og Sigríður
Jónsdóttir. Fríkirkjupresturinn
er búsettur í Reykjavík og hefur
verið undanfarin ár eða allt frá
því að hann tók við kallinu.
Hjörtur er fjölskyldumaður,
kona hans heitir Ebba Margrét
Magnúsdóttir, sérfræðingur í
kvensjúkdómum og fæðingar-
hjálp á Landspítalanum. Hjörtur
er þriggja barna faðir: Aron Þór
fæddur 1986 og stundar nám í
Versló, Ágústa Ebba fædd ‘91 og
yngstur er Magnús Jóhann, fimm
ára og kröftugur skæruliði að
sögn.
Áhugamálin hafa verið tengd
starfinu. „Kirkjumálin hafa það
nú verið undanfarin og trúar-
brögð almennt. Ég var í nokkur á,
við nám í Jerúsalem, borginni
helgu. Svo hef ég alltaf haft mik-
inn áhuga á íþróttum en ekki haft
þann tíma sem ég vildi til að
sinna því vegna mikilla anna í
Fríkirkjunni.“ ■
PERSÓNAN
76 ÁRA „Ég ætla að fara með mínum
gömlu vinkonum út að drekka kaffi
síðdegis. Ætli við förum ekki á
Lækjarbrekku og horfum á mann-
lífið í miðbænum,“ segir Þuríður
Pálsdóttir söngkona, afmælisbarn
dagsins. Þuríður var yfirkennari
Söngskólans í Reykjavík um langt
árabil, var formaður Þjóðleikhús-
ráðs um 20 ára skeið og sat á þingi
fyrir um tíu árum sem varaþing-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavík. Hún hefur því komið
víða við á langri starfsævi og ekki
bara sem lærimeistari fjölmargra
söngvara og söngkennara hér á
landi, heldur líka sem baráttukona
fyrir ýmsum þörfum málefnum.
Hún gaf út rit um breytingaskeið
kvenna á sínum tíma og er höfund-
ur orðsins „beinþynning“, en það
var ekki viðurkennt vandamál á
árum áður. Jafnframt barðist hún
gegn hinum umdeilda ekknaskatti,
m.a. með eftirminnilegum fundi á
Borginni, sem var fjölsóttur.
Gömlu vinkonurnar sem Þuríður
ætlar að hitta í dag kynntust í Út-
varpskórnum á árum áður. Þær
sátu saman í biðstofunni 1948, þeg-
ar þær voru að fara í prufu, en
staða í Útvarpskórnum var mjög
eftirsótt, og þær hafa haldið vin-
skap síðan. „Einungis 24 komust
inn og enginn mátti vera yfir 35
ára, því það átti að yngja upp í
söngvarastéttinni,“ segir Þuríður.
„Við komumst allar inn. Þetta var
mjög flottur kór. Upp úr þessu
spratt mikið af góðu söngfólki. Ég
söng mín fyrstu stóru sóló í þessum
kór.“
Þuríður segir það mjög góða til-
finningu að vita af öllu því fólki
sem stundar söng og kennir söng
úti um allt land, sem hún hefur
kennt á undanförnum áratugum.
„Ég er búinn að kenna afskaplega
mörgu fólki,“ segir Þuríður. Hún
kenndi ekki bara söng, heldur líka
tónlistarsögu ásamt öðru. Þuríður á
í fórum sínum heilmikinn fróðleik
um íslensk tónskáld sem hún stefn-
ir á að koma á bókarform þegar
tími gefst til. Annars segir Þuríður
að áhugamálin séu nokkuð mörg.
Hún málaði til dæmis mikið á árum
áður og getur vel hugsað sér að
taka aftur upp þráðinn á því sviði.
„Og svo er nú bara svolítið gaman
að vera til.“ ■
ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
söngkona á afmæli í dag og ætl-
ar að fá sér kaffi í miðbænum
síðdegis í góðra vina hópi og
horfa á mannlífið.
Afmæli
Söngvari og baráttukona
HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON
Hefur gagnrýnt mikla mismunun sem hann telur ríkjandi milli trúfélaga á Íslandi og sér
ekki fyrir endann á því máli.
ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
Hefur kennt ógrynni af söngfólki í gegnum
tíðina og komið víða við á starfsævi sinni.
TÍMAMÓT
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur segist einangraður
í gagnrýni sinni, hann er einn Fríkirkjuprestur en í Þjóðkirkjunni
eru 150 ríkislaunaðir prestar.
Benti á mismunun
Mamma... pabbi...
á síðustu fimm árum hef ég
myrt átta karlmenn, elskhuga
mína, og grafið lík þeirra hérna
í garðinum!
Imbakassinn eftir Frode Øverli
Séra Hjörtur Magni Jóhanns-
son.
Beatrix.
Paul McCartney.
1.
2.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
3.
Fær Árni Johnsen. Árni læturekki mótlætið buga sig og tap-
ar ekki fram-
kvæmdagleðinni.
Hann vatt sér í
að leita tilboða í
rúm á Kvía-
bryggju með
þeim árangri að
Rauði krossinn
pantaði sextán
almennileg rúm fyrir fangana.
JARÐARFARIR
10.30 Baldvin Ólafsson, húsasmiður,
verður jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju.
ANDLÁT
Hannes Lárus Guðjónsson, Hrafnistu,
Reykjavík, lést miðvikudaginn 5.
mars.
Jónína Elín Guðmundsdóttir, Hamra-
hlíð 21, Reykjavík, lést föstudag-
inn 7. mars.
HA! Ertu HOMMI?!!
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Lagersala næstu daga
Minnst 50% afsláttur
- gengið inn að norðan -
Barnaskór
í bláu húsi við Fákafen • opið virka daga 10-18 • Laugardaga 11-15
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
Næstu námskeið byrja 11. mars.
Barnaflokkar og fullorðinna,
byrjendur og framhald.
Skólinn útvegar örugga hesta
og hjálma.
Sími 899 4600 - Bjarni