Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 11.03.2003, Síða 24
Í morgun vaknaði ég með hálsrígeftir skelfilega martröð. Mig dreymdi að það var verið að bera á mig fé. Ég stóð á Esjutindi á bólakafi. Seðlabúntin héldu mér fast- ri líkt og aurskriða. Smám saman missti ég víðáttumikla sýn af tindin- um og seðlarnir lokuðu augum mín- um. Þung fimmþúsundkallalyktin fyllti vitin og truflaði hugsunina. Skurðgröfukjaftar mokuðu yfir mig klinki þar til ég kiknaði í herðum. Ég var orðin ein allsherjar peninga- varða og haugflugur komu úr öllum áttum og settust á hana. RÁÐVILLT stökk ég fram úr í svita- kófi. Kaffi og ristað brauð náði mér fljótlega inn í raunveruleikann. Ég andaði léttar, fletti blöðum og sá myndir af hugsanlegum peninga- vörðum og fjárburðarmönnum á hverri síðu. Samsærið er lyginni lík- ast. Það taka allir þátt. Ef menn eru ekki að láta bera á sig fé þá eru þeir í fjárburðarliðinu. Í sjónvarpi lýsti reyndur þingrefur fjárburði sæ- greifa og sjóræningja á vörður íhaldsins. Annars staðar lýsti dramatískur háskólaprófessor með algebrudæmi nánu samhengi á milli ávaxtasala, krata, plötusnúða og blaðasnápa. Ég kastaði blöðunum út í ystu myrkur eldhússins og slökkti á kassanum. Hvað var draumur og hvað var veruleiki? EF TIL VILL er best að trúa engu, jafnvel ekki sínum eigin bakþönkum, og gefa bara út vantraustsyfirlýs- ingu á sjálfan sig – best að leggja traust sitt á einhvern annan, ofur- menni sem allt veit og allt getur. Kannski er blað sem gefur ekki upp eigendur sína ekki jafn trúverðugt og það blað sem gefur upp eigendur sína. Blað sem gefur upp eigendur sína kemur fram grímulaust, setur upp bláa lopavettlinga og ruglar í hausnum á manni. FLOKKUR sem gefur ekki upp eig- endur sína eða styrktaraðila er kannski ekki jafn trúverðugur og sá sem gerir það. Flokkarnir biðja um trú, von og kærleika almennings til lífstíðar, en hverjir sitja þar inni í peningavörðum og sjá ekki út? Og hvað hafa þeir setið þar lengi? Kol- krabbar stýra skurðgröfum og göm- ul fjölskylduveldi halda ættarmót við vörðurnar og moka á þær í gleði sinni. Þau systkini, Trú, Von og Kær- leikur, eru að pakka í gáma og flytja af landi brott. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Trú, von og kærleikur Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.