Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 6
Veistusvarið?
6 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
1Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavíkfrumsýndi á miðvikudagskvöldið leik-
ritið Lýsiströtu eftir Aristófanes. Hver
leikstýrir uppfærslunni?
2Forsætisráðherra Serbíu var skotinntil bana við stjórnarráð landsins í
Belgrad á miðvikudaginn. Hvað hét for-
sætisráðherrann?
3Formaður Húseigendafélagsins telurhækkun tekjumarka vera meginorsök
sprengingar í umsóknum um félagslegar
leiguíbúðir. Hvað heitir formaðurinn?
Svörin eru á bls. 46
GENF, AP „Við erum ekki að tala
hverjir við aðra,“ sagði Perez del
Castillo, sendimaður Úrúgvæ hjá
Alþjóðaviðskiptastofnuninni, um
gang viðræðna um viðskipti með
landbúnaðarafurðir. „Það standa
allir fast á sínu. Við höfum ekki
átt í neinum samningaviðræð-
um.“
Embættismenn sem taka þátt í
viðræðunum sjá ekki fram á að
samningar takist fyrir 31. mars
eins og stefnt hafði verið að. Ekk-
ert samkomulag hefur náðst um
hvernig lækka megi tolla á land-
búnaðarafurðir og draga úr
framleiðslustyrkjum. Del
Castillo, sem stýrir fundum aðal-
ráðs Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar, er þó fyrsti embættismað-
urinn til að lýsa því opinberlega
að ekki takist að virða sett tíma-
mörk. „Menn tala um að þeir ætli
að virða lokafrestinn en ég held
að það sé ekki satt,“ sagði hann.
Lönd sem flytja mikið út af
landbúnaðarafurðum, svo sem
Bandaríkin og Ástralía, vilja
samning sem kveður á um tolla-
lækkanir á landbúnaðarafurðum.
Evrópusambandið og önnur ríki
telja matvælaframleiðslu svo
mikilvæga að réttlætanlegt sé að
styðja hana. ■
BELGRAD, AP Serbneska lögreglan
handtók í gær nokkra meðlimi
glæpasamtakanna Zemun sem
eru grunaðir um að eiga þátt í
morðinu á Zoran Djindjic, forsæt-
isráðherra Serbíu, á miðvikudag.
Fyrirskipanir Djindjic til lög-
reglu um að ráðast af fullu afli
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
höfðu aflað honum margra óvina í
röðum glæpamanna, sérstaklega
gamalla stuðningsmanna Slobod-
ans Milosevic, fyrrum forseta
Júgóslavíu. Ríkisstjórn landsins
kennir Zemun glæpasamtökunum
um morðið. Milorad Lukovic,
fyrrum samstarfsmaður Milos-
evics, er talinn standa á bak við
morðið.
Þing Serbíu kom saman í gær
til að minnast hins látna forsætis-
ráðherra. Þingmenn Róttæka
flokksins, hörðustu andstæðingar
Djindjics, létu sig þó vanta við
minningarathöfnina. Flokkur Voj-
islav Kostunica, síðasta forseta
Júgóslavíu, gagnrýndi stjórnvöld
fyrir að lýsa yfir neyðarástandi,
sagði ótta við að það yki enn frek-
ar á sundrungu.
Djindjic var skotinn af 300
metra færi þegar hann var að
koma til fundar í stjórnarbygg-
ingu í Belgrad.■
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77.32 0.05%
Sterlingspund 124.13 -0.40%
Dönsk króna 11.36 -0.98%
Evra 84.36 -1.01%
Gengisvísitala krónu 122,0 -0,04%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 454
Velta 10.001 m
ICEX-15 1.372 -0,76%
Mestu viðskipti
Straumur hf. 2.482.354.734
Landsbanki Íslands hf. 1.042.982.281
Íslenski hugbúnaðarsj. hf. 713.103.809
Mesta hækkun
Þormóður rammi-Sæberg hf. 12,50%
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. 6,90%
Kögun hf. 6,06%
Mesta lækkun
Opin kerfi hf. -3,47%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. -2,64%
Olíuverslun Íslands hf. -2,51%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7700,9 2,0%
Nasdaq*: 1313,7 2,7%
FTSE: 3486,9 6,1%
DAX: 2325,2 5,6%
Nikkei: 7868,6 -0,9%
S&P*: 819,1 1,9%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
SKAPAR ÓVISSU
Morðið á forsætisráðherra Serbíu skapar
óvissu fyrir Pharmaco. Forstjóri félagsins
telur atburðinn þó ekki hafa mikil áhrif á
rekstur félagsins í Serbíu.
Forstjóri Pharmaco um
morðið á Djindjic:
Óvissa en
ekki áhrif á
reksturinn
VIÐSKIPTI Morðið á Zoran Djindjic,
forsætisráðherra Serbíu, kann að
hafa áhrif á starfsemi fyrirtækja í
Serbíu. Lyfjafyrirtækið
Pharmaco á lyfjaverksmiðu í
Serbíu. Róbert Wessman, for-
stjóri Pharmaco, segir erfitt að
segja hvaða áhrif morðið á Djindi-
jic hafi á starfsemina í Serbíu.
„Það er á okkar fólki að heyra
þarna niður frá að þetta muni ekki
hafa mikil áhrif á starfsemina.
Þetta er auðvitað hryggilegur at-
burður, en menn telja frekar að
þarna hafi verið glæpaflokkur á
ferðinni. Auðvitað á það eftir að
koma í ljós. Við metum það þannig
eins og staðan er nú að þetta muni
ekki hafa áhrif á okkar rekstur.“
Róbert segir að auðvitað skap-
ist óvissa við slíka atburði. Menn
telji hins vegar að áfram verði
haldið á þeirri braut sem Djindjic
markaði. „Við höfum lent í svipuð-
um hlutum á svæðum þar sem við
störfum, án þess að það hafi haft
áhrif á reksturinn. Stjórnmálaum-
hverfið er ekki orðið eins þroskað
og á Vesturlöndum, þannig að það
má alltaf búast við svona hlutum,“
segir Róbert. ■
FORSÆTISRÁÐHERRANS MINNST
Fjöldi Belgradbúa lagði blóm við anddyri stjórnarbyggingarinnar þar sem Djindjic var skotinn.
Morðingja Djindjics leitað:
Mafíósar handteknir
BELGRAD, AP Skömmu eftir að Zor-
an Djindjic, forsætisráðherra
Serbíu, var ráðinn af dögum voru
sumir landa hans farnir að líkja
honum við John F. Kennedy, fyrr-
um forseta Bandaríkjanna.
Kannski er það við hæfi, báðir
voru þjóðarleiðtogarnir skotnir til
bana og þeim brigslað um tengsl
við mafíuna.
Djindjic hóf fljótlega að starfa
með lýðræðishreyfingum sem
börðust gegn valdi kommúnista í
Júgóslavíu. Árið
1994 tók hann
við leiðtogahlut-
verkinu í
D e m ó k r a t a -
flokknum, þá
rúmlega fertug-
ur. Þremur árum
síðar var hann
einn af helstu
hvatamönnum
og skipuleggj-
endum víðtækra
mótmæla gegn
stjórn Slobodans Milosevic.
Þriggja mánaða löng mótmælin
vöktu athygli á alþjóðavettvangi
og veiktu grunnstoðir stjórn-
valda.
Það var þó ekki fyrr en árið
2000 sem stjórnarandstæðingar
komu Milosevic og samstarfs-
mönnum hans frá völdum.
Djindjic sameinaði stjórnarand-
stæðinga til aðgerða gegn Milos-
evic. Meðal samherja hans var
þjóðernissinninn Vojislav Kost-
unica sem tók við forsetaembætt-
inu eftir að hafa borið sigurorð af
Milosevic í kosningu. Djindjic
viðurkenndi síðar að hafa samið
við mafíósa um að styðja stjórn-
arskiptin. Honum var legið á
hálsi að hafa átt meiri samskipti
við þá en neitaði því iðulega.
Eftir að Djindjic tók við emb-
ætti forsætisráðherra skildi leið-
ir með honum og Kostunica. For-
sætisráðherrann gagnrýndi for-
setann fyrir of mikla þjóðernis-
stefnu, of mikla svartsýni og
skort á vilja til að breyta þjóðfé-
laginu í frjálsræðisátt. Forsetinn
gagnrýndi forsætisráðherrann
hins vegar fyrir dýran lífsstíl og
sakaði hann um að vilja breyta
Serbíu í mafíuland að kól-
umbískri fyrirmynd. Deilur þeir-
ra leiddu til þess að minna varð
úr efnahags- og lýðræðisumbót-
um en ástæða þótti til.
Djindjic var annt um að bæta
tengslin við Vesturlöndum,
reyndar svo mjög að mörgum
þótti nóg um. Það var Djindjic
sem tryggði að Milosevic var
framseldur til Stríðsglæpadóm-
stólsins í Haag þrátt fyrir efa-
semdir Kostunica. Hann vildi
líka framselja Ratko Mladic, einn
helsta leiðtoga Bosníu-Serba.
Skipulagshæfileikar Djindjic
þóttu miklir. Hann þótti þó full
ráðríkur og hlaut af þeim sökum
viðurnefnið „Litli Slobo“. ■
Stjórnlynd frelsishetja
Zoran Djindjic átti einna stærstan þátt í því að veldi Slobodans Milosevic var brotið á bak
aftur og koma á lýðræði í Serbíu. Hann var þó langt í frá óumdeildur. Deilur hans og
Vojislavs Kostunica drógu úr umbótum.
„Djindjic
viðurkenndi
síðar að hafa
samið við
mafíósa um
að styðja
stjórnar-
skiptin.“
FRELSISHETJA FALLIN
Zoran Djindjic var einn helsti leiðtogi hreyfingarinnar sem kom Slobodan Milosevic frá völdum í október árið 2000. Hann lék lykilhlutverk
í mótmælunum miklu gegn stjórn Milosevic árið 1997. Á þessari mynd sést hann ávarpa mannfjölda í þeim mótmælum.
KÝR Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI
Neytendur í ríkum löndum og bændur í fátækum löndum gjalda fyrir takmarkanir á við-
skiptum með landbúnaðarafurðir.
Heimsviðskipti með landbúnaðarafurðir:
Ekkert samkomulag