Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 33
■ ■ FUNDIR
12.00 Ragnar Aðalsteinsson lög-
maður flytur erindi um mannlega göfgi í
Odda, húsi félagsvísindastofnunar Há-
skóla Íslands. Ragnar spyr hvort sumir
hópar manna verði sviptir hinum jafn-
borna rétti til mannlegrar virðingar.
13.00 Skógræktarfélag Íslands og
Landvernd gangast fyrir ráðstefnu um
skóga í umhverfinu. Ráðstefnan verður
haldin í Mörkinni 6 í Reykjavík. Meðal
fyrirlesara verða Arnlín Óladóttir skóg-
fræðingur, Ásrún Elmarsdóttir plöntuvist-
fræðingur og Einar Þorleifsson leiðsögu-
maður og náttúrufræðingur.
■ ■ ÚTIVIST
14.00 Sigurbjörg Karlsdóttir leið-
sögumaður býður upp á ferðir um álfa-
slóðir í Hafnarfirði á föstudögum yfir
vetrartímann. Ferðin tekur um hálfa aðra
klukkustund.
■ ■ TÓNLIST
Inge Mandos-Friedland og hljóm-
sveitin Kolisha flytja dagskrá með söngv-
um og hljóðfæramúsík gyðinga á tónleik-
um með Megasi í Stúdentakjallaranum.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Hinar einu sönnu Píkusögur
eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgar-
leikhússins.
14.00 Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn
kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.
20.00 Kvetch eftir uppreisnar-
manninn Steven Berkoff á Nýja sviði
Borgarleikhússins í samstarfi við Á
senunni.
20.00 Söngleikurinn Sól og Máni
eftir Sálina hans Jóns míns og Karl
Ágúst Úlfsson á Stóra sviði Borgar-
leikhússins.
20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Veislan eftir Thomas Vinter-
berg og Mogens Rukov á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins.
20.00 Nemendur Verslunarskóla
Íslands sýna söngleikinn Made in USA
eftir Jón Gnarr í Loftkastalanum.
20.00 Hellisbúinn er mættur til
leiks á ný í Gamla bíói. Bjarni Þór
Hauksson fer á kostum.
21.00 Beyglur með öllu í Iðnó.
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar.
20.00 Farsinn Allir á Svið eftir
Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrð-
ur af Gísla Rúnari Jónssyni.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Finnska hljómsveitin Red
Rum leikur írskættaða tónlist í Félags-
heimilinu á Hvammstanga.
24.00 Hljómsveitin Spútnik spilar á
Champions Café.
New Icon kvöld verður á
Grandrokk í kvöld. Ilo, Blake og Funky
Moses spila. Tommy White, Lewis
Copeland, Buckmaster og VJ Optimus
snúa skífum.
Í svörtum fötum verður á Gauki á
Stöng í kvöld.
Dj Rallycross mætir á 22 við Lauga-
veginn og sér um tjúttið fyrir dansþyrsta.
Hljómsveitin Buffið sér um stuðið á
Vídalín.
Hinn einstaki dúett Acoustic
skemmtir í Ara í Ögri.
Ingvar Valgeirsson trúbador spilar á
Kránni, Laugavegi 73.
Fígúra rokkar á Café Amsterdam.
Spilafíklarnir leika á Celtic Cross.
■ ■ SÝNINGAR
Jóhannes Geir listmálari sýnir 70
verk í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Rúm-
lega tuttugu ár eru frá því Jóhannes Geir
hélt síðast sýningu á verkum sínum.
34 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
11 12 13 14 15 16 17
MARS
Föstudagur
Nú verð ég bara að fara að sjáHellisbúann áður en Bjarni
verður of gamall,“ segir Karl
Örvarsson, tónlistarmaður og
auglýsingateiknari. „Ég er reynd-
ar búinn að eiga hann á vídeó í ein
tvö ár en hef ekki enn komið því
við að skoða hann. Skyldumæting
er á Sól og Mána og steypuverk
Ásmundar Ásmundarsonar í Gall-
erí Hlemmi er nokkuð sem enginn
má missa af. Svo þarf ég að kynna
mér og börnunum álfaslóðir í
Hafnarfirði því ég er að pæla í að
flytja þangað – nokkuð sem hver
maður ætti að bræða með sér.“
Val Karls
KARL ÖRVARSSON
✓
✓
✓
✓
Þetta lístmér á!
Ég mæli meðPíkusögum
í Borgarleik-
húsinu, sýning
sem nýlega
var tekin upp
aftur, meðal
annars vegna
þess að þar
eru áhorfend-
ur látnir fara í
hópefli og segja saman í einum
kór: Kunta! Og sætta sig við að
það er hið besta orð sem hefur
djúpa pólitíska merkingu. Frá-
bærlega vel gert hjá þessum
þremur leikkonum.“
Mittmat
Ég ætla að tala um hugtakiðmannleg virðing, sem ég kýs
að nefna svo, þótt það hafi einnig
verið kallað mannleg reisn, mann-
leg göfgi eða mannleg tign. Ég
ætla að reyna að gera grein fyrir
þessu hugtaki út frá lögfræðileg-
um sjónarmiðum,“ segir Ragnar
Aðalsteinsson lögmaður. „Þetta
hugtak kom fyrst fram í kjölfar
voðaverka seinni heimsstyrjald-
arinnar og hefur verið notað æ
síðan sem undirstaða mannrétt-
inda. Þetta kemur fyrst inn í
Mannréttindayfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna og hefur verið tekið
inn í stjórnarskrár ýmissa landa.“
Ragnar ætlar að fjalla um
þetta efni í fyrirlestri í Odda í há-
deginu í dag. Þetta er fjórði fyrir-
lesturinn af sex í hádegisfyrir-
lestraröð, sem Samtökin 78 standa
fyrir í tilefni af aldarfjórðungsaf-
mæli sínu.
„Ég ætla að velta því sérstak-
lega fyrir mér hvernig þetta hug-
tak tengist réttindum minnihluta-
hópa eins og samkynhneigðra. Þar
erum við líka komin aftur að upp-
hafi þessa hugtaks. Samkyn-
hneigðir urðu ásamt gyðingum og
kommúnistum fyrir árásum nas-
ista, sem stunduð útrýmingarher-
ferð á hendur þessum hópum.“
Ragnar ætlar einnig að minn-
ast á frægan dóm, sem nýlega féll
í Hæstarétti Íslands um svonefnd-
an einkadans á nektarstöðum. „Ég
get ekki séð að í þessum dómi hafi
neitt mið verið tekið af þessu hug-
taki.“
Í öðrum löndum hafa hins vegar
á síðustu árum sambærileg mál
komið til kasta dómstóla, og þá
hefur hugtakið mannleg virðing
gegnt lykilhlutverki. ■
■ FYRIRLESTUR
Undirstaða
mannréttinda
RÉTTINDABARÁTTU SAMKYNHNEIGÐRA HEFUR FLEYGT FRAM
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður ætlar að fjalla um mannlega virðingu sem undirstöðu
mannréttinda í hádegisfyrirlestri.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GRANDROKK 10 ÁRA!
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – -
Föstudagur 14. mars
New Icon Records
Live: ILO, Blake og Funky Moses (bassi)
Dj’s: Tommi White, Lewis Copeland (Plank),
Buckmaster (gus gus) og Vj Optimus.
Frá kl. 21:00 - 04:00 / 700 kr. inn (+drykkur)
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – -
Laugardagur 15. mars
Artimus Pyle (hardcore frá U.S.A.)
+ gestir. kl. 23:00 / 700 kr. inn
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – -
20 ára aldurstakmark
WWW.GRANDROKK.IS