Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 10

Fréttablaðið - 14.03.2003, Síða 10
VIRKJANAMÁL „Mér finnst ískyggi- legt hvernig stjórnvöld nota nið- urstöður vísindamanna og ganga lengra í túlkun þeirra en efni standa til,“ segir Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, einn fjög- urra baráttumanna gegn Kára- hnjúkavirkjun, sem komst yfir skýrslu Gríms Björnssonar jarð- eðlisfræðings sem í febrúar árið 2002 setti fram alvarlegar at- hugasemdir um að Hálslón kynni að valda þeim breytingum á jarð- skorpunni að stærsta manngerða hamfarahlaup Íslandssögunn- ar hlytist af. Grímur taldi á sínum tíma að Alþingi ætti að hafa vitneskju um þessa áhæt- tu til að geta lagt mat á þessa hættu í því ljósi að þingmenn yrðu ábyrgir með samþykkt sinni. Þorkell Helgason orkumálastjóri sagði í svarbréfi sínu að skýrsla Gríms væri unnin að frumkvæði hans sjálfs og um væri að ræða „persónulegar hug- leiðingar“. Orkumálastjóri brást þó við með þeim hætti að kynna Landsvirkjun álitið. Fyrirtækið leitaði álits dr. Freysteins Sig- mundssonar, forstjóra Norrænu eldfjallamiðstöðvarinnar, sem skilaði áliti í desember sl. Hann segir að „telja verði ólíklegt“ að Hálslón valdi slíkum breytingum á jarðskorpunni að til kviku- hreyfinga komi með þeim afleið- ingum að Kárahnjúkaskýrsla bresti og hamfarahlaup hljótist af. Viðar gagnrýnir að álit dr. Freysteins sé notað til að afskrifa þá möguleika sem fram koma í áliti Gríms. „Þarna er eitthvað gruggugt á ferð og túlkun á varfærnu svari dr. Freysteins undirstrikar þá skoðun mína. Þetta ber nokkurn keim af því hvernig farið var með niðurstöður dr. Ragnhildar Sig- urðardóttur um áhrifin af Norð- lingaölduveitu. Þar var skýrslum ritstýrt til að laða fram álit hag- stætt Landsvirkjun,“ segir Viðar. Hann segir að vísindasamfé- lagið verði að taka á þeim málum þar sem niðurstöður þeirra séu slitnar úr samhengi til þess að tryggja að framkvæmdir fái framgang. Varðandi þá áhættu sem Grímur reifaði að yrði vegna Hálslóns þá spyr Viðar hvort ekki hefði verið rétt að framkvæmda- aðilar við Kárahnjúkavirkjun hefðu vitneskju um málið. „Þetta er spurning um það hvort Alcoa og lánastofnanir hefðu ekki átt að vita af þessari áhættu,“ segir Viðar. rt@frettabladid.is 10 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR „Hann segir að „telja verði ólíklegt“ að Hálslón valdi slíkum breyt- ingum.“ FRAMKVÆMDIR Sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að veita rúmum 6 milljörðum króna til eflingar at- vinnulífsins á næstu 18 mánuðum gæti valdið þenslu þar sem þær skarast á við stækkun Norðuráls og virkjanaframkvæmdir tengd- um henni. „Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvað verið er að dæla miklum peningum inn í hagkerfið á tiltölulega stuttum tíma,“ segir Svanfríður Jónasdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Menn eru að tefla býsna djarft.“ Svanfríður segir líklegt að nú um mánuði eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um flýtiframkvæmdirn- ar þurfi að endurskoða þá áætlun. Forráðamenn Norðuráls hafi lýst því yfir að framkvæmdir þar þyrftu helst þegar að vera hafnar því reyna eigi að ljúka þeim árið 2005 þegar framkvæmdirnar við Kárahnjúkavirkjun nái hámarki. „Ef það á að koma í veg fyrir þenslu verður ríkið að stýra sín- um framkvæmdum í takt við það sem verið er að gera annars stað- ar. Það er ekki víst að þeirra fram- kvæmda, sem menn töldu sig þurfa að flýta, sé þörf.“ ■ VIRKJANIR „Ég tel að ekkert nýtt komi fram í þessu bréfi,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra um bréf sem fjórir and- stæðingar Kárahnjúkavirkjunar hafa sent henni og umhverfisráð- herra vegna þess álits jarðeðlis- fræðings Orkustofnunar að Háls- lón kunni að valda hamfarahlaupi vegna þess möguleika að sprung- ur opnist með þeim afleiðingum að stíflan bresti. Valgerður segir að hún telji að þetta mál sé upplýst með því að dr. Freysteinn Sigmundsson, for- stjóri Norrænu eldfjallastöðvar- innar, hafi komist að þeirri niður- stöðu að líklegt sé að lónið valdi 30 sentímetra jarðsigi. Ráðherra segist trúa þeirri niðurstöðu. „Niðurstaðan er sú að þetta sé allt innan marka. Ég mun svara bréfi fjórmenninganna með form- legum hætti á næstu dögum,“ seg- ir Valgerður. ■ Björgunartæki: Svifnökkvi á Ölfusá FRAMFARIR Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að styrkja björgun- arsveitina Björg á Eyrarbakka um hundrað þúsund krónur til kaupa á svifnökkva: „Tækið á að nota til björgunar- starfa á Ölfusá,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar. „Svona tæki kostar um þrjár milljónir króna og kemst upp og niður Ölfusá án vandræða,“ segir hann. Fyrir á björgunarsveitin Björg annan og minni svifnökkva sem kominn er til ára sinna. Binda björgunarsveitarmenn miklar vonir við nýja tækið sem verður margfalt öruggara og öflugra en það gamla. ■ OF MIKLAR FRAMKVÆMDIR Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir líklegt að nú um mánuði eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um flýtiframkvæmdirnar þurfi að endurskoða þá áætlun. Sex milljarða flýtiframkvæmdir gætu valdið þenslu: Verið að tefla býsna djarft VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Telur ekki hættu á manngerðu hamfara- hlaupi vegna Hálslóns. Iðnaðarráðherra: Áhættan er innan marka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI VIÐAR HREINSSON Bókmenntafræðingurinn gerir alvarlegar athugasemdir við að skýrsla jarðeðlisfræðings Orkustofnunar skyldi ekki vera tekin með í reikn- inginn þegar ákvörðun var tekin um að leyfa framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Segir túlkun á vísinda- niðurstöðum ískyggilega Viðar Hreinsson, andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar, komst á snoðir um álit jarðeðlisfræðings sem lýsir hættu á hamfarahlaupi vegna Hálslóns. Hann gefur lítið fyrir túlkun Landsvirkjunar á áliti annars vísindamanns.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.