Fréttablaðið - 14.03.2003, Side 15

Fréttablaðið - 14.03.2003, Side 15
FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 ■ Evrópa 50% 99kr. 199kr. 990kr. afsláttur Ilmkerti Rósaflotkerti Ís & Nóa páskaegg nr. 2 10 rósir kossadagarföstudagareru (Gildir í Sigtúni og Akureyri) ÚTVARP Umsjónarmenn nýs morgunþáttar á útvarpsstöð- inni X-ið 97,7 hafa bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða hassmola í vinninga í getraunum í stað pizzu, sólar- ferða eða ljósabaða eins og al- gengast hefur verið til þessa. Það eru Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunni sem stjórna morgunþættinum Zombie og gefa hassið. Fyrsti hassmol- inn var gefinn á miðvikudagsmorg- uninn og verður framhald á: „Þetta var mjög auðvelt og gekk vel út. Vinnings- hafanum fannst þetta koma sér vel í blankheitunum,“ segir Dr. Gunni en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið, hvorki hvar vinning- arnir voru fengnir né um verðmæti þeirra. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, kannast við hassgjafirnar í útvarpsþættinum en vísar alfarið á umsjónarmennina: „Við ritskoð- um ekki einstaka þætti,“ segir hann. Fíkniefnalögreglan er með við- búnað vegna þessa og hyggst grípa til aðgerða: „Ef þeir eru að bjóða hass í útvarpinu þá gerum við eitthvað. Og það sem fyrst,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnalögreglunnar. ■ SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Ritskoðar ekki útvarpsþætti. Forstjóri Norðurljósa gerir ekki athugasemdir: Hass í beinum útsendingum UMSJÓNARMENNIRNIR Sigurjón Kjartansson og Dr. Gunni. Á batavegi eftir árás: Kominn til meðvit- undar ÁRÁS Maður sem hlaut höfuðá- verka við Tryggvagötu aðfara- nótt sunnudags er kominn til meðvitundar og er á batavegi. Hann var á gjörgæslu fram eftir viku en er nú kominn á venjulega deild. Ekki er ljóst að fullu með hvaða hætti atburðurinn átti sér stað en lögreglan óskaði eftir vitnum að málinu og hafa einhver gefið sig fram. Upplýsingar frá vitnum hafa varpað ljósi á málið og er frekari vitneskju vænst þegar rætt verður við manninn sjálfan. Líklegt þykir að um risk- ingar hafi verið að ræða en málið er enn í rannsókn. ■ Reykjavík: Götur betri en oft áður VOR Ástand gatna í Reykjavík er þokkalegt að sögn Guðbjarts Sig- fússonar yfirverkfræðings rekstrardeildar gatnamálastjóra. Fljótt á litið virðist hjólfaraslit vera nokkuð eins og við má búast þegar lítill snjór hefur verið en brotholur eru ekki áberandi. Litl- ar umhleypingar hafa verið í vet- ur og er ástand vega betra en oft áður. Mælingar á sliti fara fram fljótlega þar sem endanlegt mat verður lagt fyrir með tilliti til við- gerða fyrir sumarið. ■ AÐGERÐIR GEGN BARNAKLÁMI Lögreglan í Lundúnum handtók 43 karlmenn í samstilltum að- gerðum víðs vegar um borgina. Handtökurnar eru liður í átaki gegn barnaklámi á internetinu en mennirnir eru allir grunaðir um að hafa safnað og dreift slíku efni. Einnig var lagt hald á mikið magn tölvubúnaðar sem fannst á heimilum mannanna. HUNDRAÐ BÍLA ÁREKSTUR Að minnsta kosti ellefu manns létust og um 60 slösuðust í hörðum árekstri sem varð á hraðbraut skammt frá Fen- eyjum á Ítalíu. Um 100 fólksbif- reiðir og flutn- ingabílar lentu í árekstrinum en mikil og þétt þoka var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Að sögn lögreglu var umferðin á hraðbrautinni alltof hröð miðað við aðstæður. ELDSVOÐI Á SJÚKRAHÚSI Tveir karlmenn létu lífið þegar eldur kviknaði á sjúkrahúsi í bænum Annaberg-Buchholz í Þýskalandi. Eldurinn kom upp að kvöldlagi í herbergi starfsmanna á þriðju hæð byggingarinnar og breiddist hratt út til geðdeildar sjúkrahúss- ins. Eldsupptök eru enn ókunn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.