Fréttablaðið - 14.03.2003, Side 21
FÖSTUDAGUR 14. mars 2003
* Flugvallarskattur og tryggingagjald
(333 kr.) er ekki innifalinn. Börnin
verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Sjá nánari upplýsingar á flugfelag.is.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
2
05
18
03
/2
00
3
flugfelag.is
Flugfarið kostar alltaf
aðeins 1500 kr.* aðra leiðina
fyrir börn yngri en 12 ára ef þú bókar á netinu.
Njóttu dagsins - taktu flugið með alla fjölskylduna.
■ Lögreglufréttir
SPRENGJUM KASTAÐ Á LÖG-
REGLUMENN Tveir létu lífið og
tveir særðust þegar sprengjum
var kastað á lögreglumenn í eft-
irlitsferð í borginni Khulna í suð-
vesturhluta Bangladesh. Að
minnsta kosti sex sprengjum var
kastað á lögreglumennina sem
allir voru fótgangandi. Þrjátíu
manns hafa verið færðir til yfir-
heyrslu vegna árásarinnar.
HERTRUKKUR SPRENGDUR Fjar-
stýrð sprengja lenti á hertrukki í
norðvesturhluta Afganistan með
þeim afleiðingum að einn
afganskur hermaður lést og tveir
særðust. Annar hinna særðu var
afganskur túlkur en þjóðerni
hins hefur ekki verið gefið upp.
HRYÐJUVERKAMAÐUR MYRTUR
Indverska lögreglan hefur drepið
meintan meðlim íslamsks öfga-
hóps sem vann að undirbúningi
hryðjuverka í Nýju Delí. Manz-
oor Dar lést í skotbardaga sem
braust út þegar indverskar ör-
yggissveitir reyndu að handtaka
hann í einu af úthverfum höfuð-
borgarinnar.
VIÐSKIPTI Bjarni Ásgeir Jónsson,
fyrrum eigandi kjúklingabúsins
Reykjagarðs, hefur fest kaup á
jörðinni Dagverðarnesi í Skorra-
dal. Bjarni seldi kjúklingabú sitt
fyrir nokkru og hyggst nú snúa
sér að útleigu á sumarhúsalóð-
um en af þeim er nóg á jörð
hans:
„Þarna eru um hundrað sum-
arhúsalóðir, þó ekki allar byggð-
ar enn,“ segir Bjarni Ásgeir sem
sjálfur á sumarhús á jörðinni.
„Þetta er 400 hektara jörð, þar af
mikið fjalllendi,“ segir hann.
Í Dagverðarnesi er íbúðarhús
svo og útihús en Bjarni Ásgeir
ætlar ekki að búa þar sjálfur.
Lítur á fjárfestingu sína sem
hver önnur viðskipti og ætlar að
halda áfram því starfi sem fyrr-
um ábúendur og eigendur jarð-
arinnar stóðu að. Við Skorradals-
vatn eru margar af eftirsóttustu
sumarhúsalóðum landsins, nátt-
úrufegurð mikil og verð á lóðum
í samræmi við það. Hyggur
Bjarni Ásgeir gott til glóðarinn-
ar og sér möguleika á hverri
þúfu. ■
Dagverðarnes í Skorradal:
Kjúklingakóngur
kaupir sumarparadís
GOLDFINGER
Allar umsagnir jákvæðar.
Kópavogur:
Goldfinger
fær 4 ár
LEYFI Bæjarstjórn og bæjarráð
Kópavogs hafa samþykkt mótat-
kvæðalaust fjögurra ára fram-
lengingu á leyfi súlustaðarins
Goldfinger í bænum:
„Ég er ánægður og þá sérstak-
lega með samstöðuna í málinu,“
segir Ásgeir Þór Davíðsson, eig-
andi staðarins. Þórður Þórðarson,
bæjarlögmaður í Kópavogi,
bendir hins vegar á að hér sé að-
eins um framlengingu á vínveit-
ingaleyfi að ræða. Það sem fram
fari innandyra sé allt annað mál:
„Umsóknin var send til viðkom-
andi aðila og umsagnirnar voru
allar jákvæðar. Því var þetta
samþykkt,“ segir bæjarlögmað-
urinn. ■
■ Athugasemd
Að gefnu tilefni skal tekið fram
að heilsuþjónustan Mecca Spa
heldur áfram rekstri á Hótel
Sögu við Hagatorg þó svo rekstur
fyrirtækisins við Nýbýlaveg í
Kópavogi hafi verið seldur Guð-
mundi Björnssyni lækni eins og
greint var frá hér í blaðinu í gær.