Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.03.2003, Blaðsíða 27
28 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR Deilur eru um hvort skattar hafi hækkað eða lækkað á rúmum síðasta áratug. Tölur hafa verið lagðar fram um að skatt- byrði sé lægri og kaupmáttur launa hafi hækkað. Þeir sem vinna fyrir lægstu laununum eða lifa á bótum eru ekki sama sinnis. Því er haldið fram að stærri hluti tekna fari nú í skatta en áður. Þeir Hannes Sigurðsson hjá Samtökum atvinnulífs- ins og Einar Árnason hagfræðingur skýra hvor sitt sjónarmið. Skattalækkun eða hækkun Einar Árnason hagfræðingur: Hærri skattar á lægri tekjur Skattar hafa hækkað á lægri tekjur hvort semmiðað er við hækkun þeirra frá árinu 1988, 1990 eða 1994. Skattar eru greiddir af tekjum yfir skattleysis- mörkum. Þar sem skattleysismörk hafa alls ekki hækkað eins og verðlag eða laun yfir þennan tíma greiðir einstaklingurinn í raun skatta af hærri hluta tekna sinna. Þannig getur þurft að lækka skattprósentuna (skatthlutfall stað- greiðslu) mikið svo skattar hans af tekjum standi í raun í stað. Því er nær að líta á þróun skatta sem hlutfall af tekjum. Ef dæmi er tek- ið um mann sem var með 64.012 kr. á mánuði í tekjur árið 1990 uppfærð- ar með verðlagi og sama kaupmætti gera þetta kr 100.000 árið 2003. Á þessum tíma hefur skatthlutfall staðgreiðslu lækk- að úr 39,79% í 38,55% en samt greiðir hann stærri hluta af sínum tekjum í skatt vegna lægri skattleysis- marka að raungildi. Hann greiddi þá kr 3.989 eða 6,2% tekna sinna í skatt árið 1990, en nú, árið 2003, greiddi hann kr 10.183 eða 10,2% (11,7% hjá þeim sem eru yfir 70 ára) tekna sinna í sama skatt. Skatt- byrði hans hefur því aukist verulega þrátt fyrir lækkun skattprósentunnar. Hún þyrfti í raun að lækka úr 38,55% í 23,59% fyrir þennan einstak- ling miðað við óbreytt skattleysismörk svo hann hækkaði ekki í skattbyrði. Þetta sýnir hve vara- samt er að líta einungis á skatthlutfall stað- greiðslu. Lausleg skoðun gefur til kynna að allir með lægri tekjur en 242.000 á mánuði árið 2003 miðað við þessar forsendur greiði meira í skatt af tekjum nú árið 2003 en árið 1990. ■ Hannes Sigurðsson hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins: Hærri skattar af hærri launum Ítekjuskattskerfið er innbyggt að skattgreiðslurvaxa með hækkandi tekjum. Með öðrum orðum þá er tekjuskatturinn stighækkandi. Þetta gerist í samspili tekjuskattshlutfallsins og persónuaf- sláttarins. Af 100 þús. kr. mánaðarlaunum eru nú greiddar kr. 12.500 í skatt eða 12,5%, en af 200 þús. kr. mánaðarlaunum eru greiddar kr. 51.000 eða 25,5%. Af mánaðartekjum umfram 340 þús. kr. hjá einstaklingi greiðist hátekjuskattur og greiðast rúmar 130 þús. kr. í tekjuskatt af 400 þús. kr. mánaðartekjum eða tæplega 33%. Það er því ljóst að ef launin hækka þá hækkar tekjuskatt- urinn bæði í krón- um og prósentu miðað við óbreytt- an persónuafslátt. Frá janúar 1995 til janúar 2003 hækkuðu lægstu mánaðarlaun um 116%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 31% og því jókst kaupmáttur þeirra um 65% á þessu tímabili. Af lægstu mánaðarlaunum var ekki greiddur tekju- skattur árið 1995 en árið 2003 bera þau 10,5% skatt. Kaupmáttur lægstu mánaðarlauna eftir skatt hefur því aukist um 47%. Skýringing á því að greiddur er tekjuskattur af lægstu mánaðar- launum nú er einfaldlega þessi mikla kaupmátt- araukning. Á Íslandi eru skattleysismörk mun hærri en í öðrum löndum. Persónuafslátturinn er í eðli sínu undanþága frá skatti. Undanþágur valda því að skatthlutföll verða hærri en ella auk annars óhag- ræðis. Því væri að mörgu leyti eðlilegast að hafa engan persónuafslátt, greiða skatt af öllum laun- um, og að hafa skatthlutfallið lægra. Það er já- kvæð þróun að breikka skattstofninn og lækka prósentuna. ■ Samningur um kaup: Breytir eðli varnarinnar VIÐSKIPTADEILUR Gísli Baldur Garð- arsson lögmaður hefur sagt sig frá málsvörn Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar í máli Dalsmynnis sem er í eigu Eyjólfs Sveinssonar gegn Jóni og Þorsteini Má Baldvinssyni. D a l s m y n n i telur þá hafa brotið á sér v a r ð a n d i samning sem kvað á um að ef þeir seldu bréf í Íslands- banka á hærra verði en Eyjólfur seldi sín bréf á, fengi hann greiddan mismun. Málsvörn Gísla Baldurs byggðist á því að engin vitneskja hefði verið um slík viðskipti hjá umbjóðendum sínum. Samningur sem Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, undirritaði gerir það að verkum að Gísli Baldur telur sig ekki geta gætt hagsmuna beggja. Hann mun því reka málið áfram fyrir Þorstein Má einan.■ NÁM Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur hefur gefið út upplýsinga- bækling fyrir erlenda foreldra grunnskólabarna þar sem fjallað er um leiðarljós íslenska grunn- skólans, Skólavist fyrir erlend börn sem flytja til landsins, ábyrgð foreldra, almennar upp- lýsingar um starfsemi íslenska grunnskólans og fleira. Útgáfa bæklingsins er við- bragð við síauknum fjölda skóla- barna af ólíkum uppruna sem koma úr öllum heimshornum enda er hann prentaður á tólf tungumálum: dönsku, eistnesku, ensku, íslensku, kínversku, lit- háísku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, spænsku, taga- log, tælensku og víetnömsku. Þá hefur Fræðslumiðstöðin einnig gefið út leiðbeiningarit um inn- ritun og móttöku erlendra barna í grunnskólum Reykjavíkur, auk þess sem innritunareyðublöð verða nú fáanleg á þessum tólf tungumálum. Friðbjörg Ingimarsdóttir, kennsluráðgjafi nýbúafræðslu, segir grunninn að farsælu skóla- starfi barnanna meðal annars að skólarnir fái eins miklar bak- grunnsupplýsingar um þau og mögulegt er. Ritið er gefið út til að styðja skóla í samstarfi við erlenda for- eldra og þar er meðal annars að finna ráðgjöf og upplýsingar um innritunarferli, menningaráfall, fyrstu skrefin, myndrænar sam- skiptaleiðir og ýmislegt fleira sem gagnlegt er. ■ FRIÐBJÖRG INGIMARSDÓTTIR Kynnir upplýsingabæklinginn sem ætlað er að auðvelda samskipti foreldra erlendra barna við kennara og skóla en mörgum þykir íslenska skólakerfið framandi og opnara en fólk á að venjast í heimalandinu. Forsenda farsæls samstarfs skólans, foreldra og nemenda er gagnkvæmt upplýsingastreymi og er þessari útgáfu ætlað að stuðla að því með aukinni víðsýni allra aðila. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur: Fjölmenning í verki ÞJÓÐLEGUR KVÖLDKLÆÐNAÐUR Haldin var samkeppni um hönnun kvöld- kjóla í Caracas í Venezúela þar sem kepp- endum var gert að vinna út frá þjóðfána landsins. Hugmyndin er að ungfrú Venezu- ela klæðist sigurkjólnum í keppninni Ung- frú alheimur síðar á þessu ári. BJARMI Skipstjórinn var ákærður fyrir brottkast 25 fiskar í sjó: Líst vel á ákæruna SJÁVARÚTVEGSMÁL „Mér líst vel á þessa ákæru og bíð eftir að fá aðra fyrir að taka 40 kíló framhjá vigt og færa ráðherrum og þing- mönnum,“ segir Sigurður Marin- ósson, útgerðarmaður Báru ÍS, sem í fyrradag tók á móti ákæru saksóknara ríkislögreglustjóra fyrir að hafa staðið að því að henda 25 fiskum af mismunandi tegundum í hafið aftur. Bára ÍS var annar tveggja báta sem Sjón- varpið og Morgunblaðið fóru í sjó- ferðir með og birtu frásögn og myndir af meintu brottkasti. Níels Ársælsson, skipstjóri og út- gerðarmaður Bjarma ÍS, hefur þegar verið ákærður fyrir að kasta 53 þorskum. „Ég mun verjast þessari vit- leysu því þetta var auðvitað skemmdur fiskur. Ég hlakka til að takast á við þetta. Við erum með einn besta lögfræðing landsins til að verja okkur en hann var áður lögfræðingur Fiskistofu við góðan orðstír,“ segir Sigurður. Honum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykja- víkur hinn 18. mars en hyggst fá því frestað um einhverja daga. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BÚLGARAR EINKAVÆÐA Búlgarska þingið samþykkti í gær að selja 80% hlut ríkisins stóru tóbaksfyrirtæki. Dómstóll sem fjallar um einkavæðingu hafði áður bannað söluna. Stjórn- völd brugðu þá á það ráð að brey- ta lögum til að salan næði fram að ganga. Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur ■ Evrópa ÍSLANDSBANKI Seldu bréf á hærra verði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.