Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 31
32 14. mars 2003 FÖSTUDAGUR KÚLUNEF? Það var engu líkara en kylfingurinn Karrie Webb frá Ástralíu væri komin með sérkennilegt kúlunef þegar hún kastaði golfkúlu sinni upp í loftið á móti í Tuscon, Arizona, á dögunum. Golf Christian Vieri: Neitar kynþátta- fordómum FÓTBOLTI Christian Vieri, leikmaður Inter Milan, hefur neitað að hafa haft uppi kynþáttafordóma gegn Lomana LuaLua, leikmanni Newcastle, í leik liðanna í Meistara- deildinni á þriðjudagskvöld. „Þrátt fyrir að um væri að ræða mikilvæga stund í leiknum sagði ég ekkert tengt kynþáttahatri,“ sagði Vieri á heimasíðu Inter. „Ég reyndi bara að halda leikmanninum í burtu og sagði honum að færa sig. LuaLua sagði ekkert á vellinum og sýndi engin viðbrögð.“ Evrópska knattspyrnusam- bandið mun taka ákvörðun í mál- inu hinn 21. mars. ■ KÖRFUBOLTI Karl Malone, leikmaður Utah Jazz, skoraði 36 þúsundasta stig sitt í NBA-deildinni í körfu- bolta í fyrrakvöld í leik gegn Or- lando Magic. „Bréfberinn“ er annar leik- maðurinn í sögu NBA deildarinn- ar sem hefur náð 36 þúsund stiga markinu, en áður hafði Kareem Abdul-Jabbar, fyrrum leikmaður L.A. Lakers, náð því. Hann skor- aði alls 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Shaquille O’Neal skoraði 24 stig fyrir Lakers sem tapaði 111:88 fyrir Detroit Pistons. Fyrir leikinn hafði Pistons tapað níu leikjum í röð. ■ Karl Malone skráir sig í sögubækurnar: 36 þúsund stig í NBA  18.00 Sýn Sportið með Olís. Í þættinum verður fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.15 Ásvellir Fyrsta viðureign Hauka og Tindastóls í átta liða úrslitum Intersport-deildarinnar.  19.15 Keflavík Fyrsti leikur Keflavíkur og ÍR í átta liða úrslitum Intersport-deildarinnar.  20.00 Selfoss Selfoss og Stjarnan keppa í ESSO-deild karla.  20.00 Valsheimilið Valur fær FH í heimsókn í ESSO-deild karla. Heimaliðið er efst í deildinni en gestirnir eru í 9. sæti.  20.00 Vestmannaeyjar ÍBV leikur við ÍR í ESSO-deild karla. ÍR- ingar eru í 3. sæti og eiga möguleika á Deildarmeistaratitlinum.  20.00 Víkin Víkingur og Þór Ak. keppa í ESSO-deild karla. Þór er í 7. sæti og keppir að sæti í úrslitakeppninni.  20.00 Sýn 4-4-2 Snorri Már og Þorsteinn J. fjalla um enska og spænska fótboltann, Meistaradeildina og allt markvert sem gerist í þessum hasarleik tuttugu og tveggja leikmanna.  20.15 Boginn Þór Ak. keppir við Fram í Deildabikar- keppni karla. Þar mætast einu taplausu félögin í A-riðli. Allt opið í B-riðli fyrir leiki lokaumferðarinnar FÓTBOLTI: Staðan í Meistaradeild Evrópu skýrðist að nokkru leyti í vikunni. Úrslitin í D-riðli eru nánast ráðin, í B-riðli er allt opið en öðru sætinum í hinum riðlun- um er enn óráð- stafað. B a r c e l o n a tryggði sér efsta sætið í A riðli með 2-0 sigri á botnliði Bayer Leverku- sen en með jafn- tefli gegn N e w c a s t l e United hélt Internazionale frumkvæðinu í baráttu félag- anna um 2. sæt- ið í riðlinum. Newcastle á heimaleik gegn Barcelona í lokaumferðinni en Inter heim- sækir Bayer. Keppnin í B riðli er jöfn og spennandi. Sex af tíu leikjum hefur lokið með jafntefli og eiga öll félögin enn möguleika á sæti í átta liða úr- slitum. Í lokaumferðinni leikur Valencia gegn Arsenal og Roma gegn Ajax. AC Milan tryggði sér sigur í C riðli með fjórum 1-0 sigrum og Real Madrid fylgir þeim líklega í átta liða úrslitin. Real sýndi mátt sinn í leiknum gegn Milan á mið- vikudag og vann með sannfær- andi hætti. Real varð þar með fyrst félaga til að sigra í 50 leikj- um í Meistaradeildinni og fyrirliði þeirra, Raúl González, varð fyrst- ur til að skora 40 mörk í keppn- inni. Borussia Dortmund vann Lokomotiv frá Moskvu en frami Borussia í keppninni veltur á sigri í Mílanó í lokaumferðinni og því að Real Madrid tapi stigum í Moskvu. Úrslitin í D-riðli eru nánast ráðin. Manchester United hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum og Juventus er næstum öruggt áfram eftir dramatískan sigur á Deportivo. Basel gerði jafntefli við United á Old Trafford. Sviss- lendingarnir leiddu lengi vel en fyrsta mark Gary Neville í 83 Evrópuleikjum þýðir að Basel þarf að vinna Juventus með fjög- urra marka mun í lokaumferðinni. Verði félög jöfn í riðlakeppn- inni gilda eftirfarandi reglur um lokastöðu þeirra: Fjöldi stiga í inn- byrðis viðureignum vegur þyngst, þá markatala, skoruð mörk á úti- velli, markatala í öllum leikjum riðilsins og loks fjöldi marka. Dugi þetta ekki verður miðað við stuðla UEFA en þeir byggja á ár- angri landsliða og félagsliða í keppnum á vegum UEFA undan- farin fimm ár. ■ hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MARS Föstudagur MALONE Karl Malone er annar stigahæsti leikmað- urinn í sögu NBA-deildarinnar. Barcelona, AC Milan og Manchester United hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum og Juventus er næstum öruggt áfram. STAÐAN Í MEISTARA- DEILDINNI A-riðill L S Barcelona 5 13 Inter 5 8 Newcastle 5 7 Leverkusen 5 0 B-riðill L S Ajax 5 7 Arsenal 5 7 Valencia 5 6 Roma 5 4 C-riðill L S Milan 5 12 Madrid 5 8 Dortmund 5 7 Lokomotiv 5 1 D-riðill L S Man. Utd. 5 13 Juventus 5 7 Deportivo 5 4 Basel 5 4 IGOR TUDOR Sigurmark Igor Tudor réð örlögum tveggja félaga í Meistaradeildinni. Juventus er næstum öruggt með sæti í átta liða úrslitum en Deportivo La Coruna er úr leik. VIERI Christian Vieri segist vera saklaus af ákær- um Newcastle um að hafa haft uppi kyn- þáttafordóma gegn LuaLua.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.