Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 34

Fréttablaðið - 14.03.2003, Page 34
35FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 ... um eftirlætis veitinga- og skemmtistaði sína Morgunn Kaffivagninn Hitti þar alltaf góða menn og svo er þetta hressandi labbitúr úr Loftkastalanum. Hádegi Dehli í Bankastræti Góður og örugglega hollur ítalsk- ur skyndibiti. Síðdegi Súfistinn í Hafnarfirði Alltaf gott kaffi, góður staður til að mæla sér mót við menn sem þarf að ræða við í ró og næði. Kvöld Óðinsvé Þar stendur vinur minn Siggi Hall stundum yfir pottum og pönnum. Og að borða matinn hans Sigga er allt að því trúarleg upplifun. Síðkvöld Lobbýbarinn á Hótel Sögu Góður staður til að slaka á og ræða málin. Miðnætti Kaffibarinn Ég er mest megnis hættur að taka þennan síðasta bút, en ef ég þarf að nefna eitthvað... ætli það sé þá ekki sú gamla brynningarhola, þar sem löngum má rekast á gamla félaga og forna fjendur. HALLUR HELGASON Staðirnirmírnir  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Ásmundur Ásmundsson myndlistar- maður sýnir steypuverk í Gallerí Hlemmi. Hluti verksins er myndbands- upptaka af uppsetningu sýningarinnar sem framkvæmd var af kvenverum sem kunna að meðhöndla stórkarlaleg efni.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnudóttir, eru með sýningu í Ljósmyndasafni Reykja- víkur.  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París, þar sem hann hefur átt vel- gengni að fagna.  Finnbogi Pét- ursson mynd- listarmaður sýnir inn- setningu í Kúlunni í Ásmundar- safni þar sem hann myndgerir hljóð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ■ TÓNLIST Kol isha er hebreska og þýðirrödd konunnar. Meðal strang- trúaðra gyðinga má söngrödd kvenna ekki heyrast í návist karla, að minnsta kosti ekki þegar helgiathafnir eru annars vegar. Það gæti truflað hvatalífið eitt- hvað. Íslenska hljómsveitin Kol isha dregur nafn sitt af þessu og hefur fengið til liðs við sig þýsku söng- konuna Inge Mandos-Friedland, sem sérhæfir sig í að syngja klez- mertónlist, sem er alþýðutónlist gyðinga frá Austur-Evrópu. Þau verða með tónleika ásamt Megasi í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Tónlist gyðinga er alltaf í nán- um tengslum við daglegt líf þeirra,“ segir Inge Mandos-Fried- land. „Í textunum er fjallað bæði um þrengingar og gleðistundir, börnin, brúðkaup og fleira. Gyð- ingar áttu náttúrlega löngum mjög erfitt líf og það kemur fram í textunum. Þetta sambland gleði og sorgar gerir þessa tónlist svo spennandi. Það er mikil lífsviska í þeim og marg- vísleg tákn.“ Inge Mandos-Friedland býr í Grindelhverfinu í Hamborg. „Þetta er gamla gyðingahverf- ið í Hamborg. Það var kallað Litla Jerúsalem á sínum tíma, því þá bjuggu þarna 40 prósent allra gyðinga í borginni. Þarna voru nokkur samkunduhús og mikið líf.“ Auk þess að syngja er Inge Mandos-Friedland sögukennari og hefur stundað rannsóknir á sögu gyðinga og tónlistar þeirra. Und- anfarin misseri hefur hún sér- staklega kynnt sér tónlist gyðinga við Miðjarðarhafið, en heldur sig að mestu við Austur- Evrópu á tónleikunum hér á landi. Í hljómsveitinni Kol isha eru meðal annars þeir Hilmar Örn píanóleikari, Hermann G. Jónsson gítarleikari, Skúli Arason slag- verksleikari og Hjörtur B. Hjart- arson klarinettuleikari, sem hefur einnig sérhæft sig í flutningi klezmertónlistar. Þeir fjórir mynduðu Píslar- band Megasar þegar hann flutti Passíusálmana í Skálholti fyrir nokkrum árum. Einnig eru í hljómsveitinni Birgit Myschi, bassa- og gítarleikari, og Guð- mundur Pálsson, fiðluleikari. Útgáfa er nú í bígerð á Passíu- sálmum Megasar og aldrei að vita nema áheyrendur í Stúdentakjall- aranum fái að heyra eitthvað af þeim í kvöld. gudsteinn@frettabladid.is Hin forboðna rödd konunnar HLJÓMSVEITIN KOL ISHA Hljómsveitin flytur austur-evrópska gyð- ingatónlist í Stúdenta- kjallaranum í kvöld. Megas verður þar ein- nig á ferðinni. ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.