Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 14.03.2003, Qupperneq 36
37FÖSTUDAGUR 14. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5 og 8 bi. 16 áraABOUT SCHMIDT kl. 5.30, 8 og 10.30 BLUE CRASH kl. 4 og 6 THE RING kl. 10.10 THUNDRPANTS kl. 4 og 6 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10.40 FRIDA kl. 5.30, 8 og 10.30 bi. 12 ára CHICAGO bi. 12 ára kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 bi. 12 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 bi. 16 ára Óskarsverðlaunaakademíansendi frá sér fréttatilkynningu í vikunni þar sem greint var frá ákvörðun hennar að halda áfram með hátíðina sama hvernig ástand- ið við Írak verður þann 23. mars. Þar kom einnig fram að ef stríð verður orðið að veruleika þá muni hátíðin endurspegla stöðu heims- mála á einhvern hátt. Leitin að Súpermann helduráfram og nú hefur leikarinn Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í „That 70’s Show“ og „Dude, Where’s My Car“, bæst í hóp þeirra sem hafa afþakkað boðið um að leika ofur- hetjuna. Nú er talað um það í Hollywood að álög hvíli yfir hlut- verkinu. Leikararnir óttast þriggja mynda skuldbindinguna sem fylgir hlutverkinu, auk þess að festast í hlutverki hetjunnar og fá aldrei önnur hlutverk. Í verðinu er innifalið: • 15 myndir sem fermingarbörn fá afhent á diski auk yfirlitsmyndar. • 4 stækkaðar myndir í stærð A5. • Förðun fyrir stúlkur. • Strákar fá nýjustu Gillette rakvélina. • Stelpur fá Maybelline Gloss. • 10% afslatt í Topshop, Miss Selfridge og Topman á fermingarfatnaði. Þeir sem vilja, geta fengið lánaðan fatnað frá Topshop fyrir myndatökuna. Allir þátttakendur komast á skrá hjá Eskimo Models og fá Eskimo boli. Takmarkaður fjöldi kemst að! Bókanir í síma: 533-4646. Verð: 15.900 kr. Eskimo Models Fermingarmyndataka fyrir stelpur og stráka. Þessi mynd ber í raun fá höfund-areinkenni Roman Polanskis. Margar mynda hans hafa verið góðar en þessi er af allt öðrum toga. Hún er líka án efa hans besta frá upphafi. Sagan er eins manns helför í gegnum skuggalegustu tíma síð- ustu aldar, þegar nasistar náðu yf- irráðum í Evrópu. Sagan er sönn og segir frá pólska píanóleikaranum og gyðingnum Wladyslaw Szpilm- an. Þetta er annað sjónarhorn á hel- förina en við höfum fengið að sjá í myndum á borð við „Schindlers List“ eða „La Vita è bella“ og ekki er það fallegra. Szpilman komst hjá útrýmingarbúðunum og fyrir vikið kynnumst við gettóum og borgum Póllands á þessum tíma betur en í öðrum seinni heimsstyrjaldar- myndum. Í raun er þetta hálf óraunverulegt fyrir ungan Íslend- ing, eins og mig, sem kvartar ef hann þarf að taka strætó í stað þess að fara á einkabílnum. Leikarinn Adrian Brody ber myndina á herðum sér og lesa má nánast allt úr annars tómu augna- ráði hans. Polanski hefur svo unnið þrekvirki í allri undirbúningsvinnu og leikstjórn. Stórkostleg mynd en ekki fyrir viðkvæma. En nauðsynleg, því eins auðvelt og það væri nú að gleyma en ekki geyma, þá megum við aldrei leyfa okkur það. Sérstaklega á tímum sem þessum. Birgir Örn Steinarsson Umfjöllunkvikmyndir Þrekvirki Polanskis THE PIANIST. Leikstjóri: Roman Polanski Aðalhlutverk: Adrian Brody TÓNLIST Samtónn og írska fyrirtækið In- flight Audios undir- rituðu í gær samn- ing þess efnis að verðlaunaefni frá Íslensku tónlistar- verðlaununum verði leikið á sérstakri tónlistarrás um borð í vélum Flug- leiða. Þetta þýðir meðal annars að ferðamenn sem eru á leiðinni til landsins fá gullið tækifæri til þess að kynna sér ís- lenska tóna áður en þeir lenda á Keflavíkurflugvelli. Inflight Audios hefur séð um tónlist um borð í vélum Flugleiða í mörg ár en þeir sjá einnig um tónlist fyrir 70 stærstu flugfélög í heiminum. Samtónn hefur einnig samið við fyrirtækið um að ís- lenskt tónlist verði notuð í fleiri flugvélar á þeirra vegum. Farþegarnir geta svo fengið upplýsingar á síðum Atlantica um það efni sem þeir heyra. Aðilar að Samtóni eru: STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar), SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleið- enda), FÍH (Félag íslenskra tón- listarmanna), Félag íslenskra leikara, Samband íslenskra karla- kóra, Samband blandaðra kóra, Samband lúðrasveita og Samband hljómplötuframleiðenda. ■ SIGUR RÓS Nú gefst flugfarþegum kostur á að horfa út um gluggann, stilla á Sigur Rós og láta hugann reika með skýjunum. Samtónn og Inflight Audios semja: Íslenskir tónar í skýjunum CHRIS ROCK FÆR STJÖRNU Grínleikarinn Chris Rock var kátur er stjarna með nafni hans var sett í gangstéttina á Hollywood Walk of Fame á miðvikudaginn. Hann hóf feril sinn í kvikmyndum árið 1987 eftir að hafa starfað sem sviðsgrínari um skeið. Þekktustu myndir hans eru „Dogma“, „Nurse Betty“, „Lethal Weapon 4“, „New Jack City“ og „Down to Earth“. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.