Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 2
2 18. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR Nei, en leikhús hefur alltaf verið upp á líf og dauða. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona slasaðist á sýn- ingu á Rómeó og Júlíu í síðustu viku. Ingvar Sig- urðsson tábrotnaði fyrir skömmu á sömu sýningu. Spurningdagsins Nína Dögg, er svona hættulegt að vinna í leikhúsi? NÆST Á DAGSKRÁ: Í SAMSKIPTUM ÞJÓÐA AFLVÉLARNAR Í HNATTVÆÐINGU FJÁRMAGNSINS Framsögumenn: – Stefán Pálsson, sagnfræðingur: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og þriðji heimurinn – Páll H. Hannesson, blaðamaður: GATS-samningar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar Kosningamiðstöð VG, Ingólfsstræti 5, Reykjavík Þriðjudagskvöld 18. mars kl. 20:30 Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir 1. fundur LÖGGÆSLUMÁL Lögreglufélag Kópa- vogs vill að Þorleifur Pálsson sýslumaður taki til baka ákvörðun um skipulagsbreytingar hjá lög- reglunni í bænum. Verið sé að draga úr þjónustu við almenning og varðstjórum gert ókleift að rækja embættis- skyldur sínar. Sýslumaður segir í kynning- arbréfi til bæjar- ráðs Kópavogs að innbrotum í bænum hafi fjölgað um 88% á fimm árum. Auka þurfi eftir- lit að næturlagi. Til þess að gera það án mikils aukakostnaðar verði lögreglu- stöðin skilin eftir mannlaus að næturlagi á virkum dögum. Varðstjórinn verði sendur út í lögreglubíl með almennum lög- reglumönnum. Að því er sýslumaður segir er unnt að gera breytinguna á grund- velli þjónustu frá Neyðarlínunni og frá Fjarskiptamiðstöð lögregl- unnar (FML). Á þessa staði berist nánar allar aðstoðarbeiðnir til lög- reglunnar í Kópavogi hvort eð er. Fram til þessa hafa fjórir lög- reglumenn verið á næturvakt. Einn þeirra hefur verið inn á stöð. Framvegis verði aðeins forstofa stöðvarinnar höfð opin og fylgst með mannaferðum þar í gegn um eftirlitsmyndavélar sem tengdar verða FML: „Þau fáu símtöl sem berast beint á lögreglustöð á þessum tíma verða flutt með símtalsflutningi í farsíma varðstjóra þegar hann er við eftirlit úti,“ segir sýslumaður, sem telur að breytingin muni auka þjónustu við bæjarbúa og öryggi þeirra. Sýslumaður segir breytinguna hins vegar ekki minnka þörfina fyrir fjölgun í lögregluliðinu vegna sívaxandi íbúafjölda og auk- innar atvinnustarfsemi. Þessu hafi dómsmálaráðuneytinu verið gerð ítarleg grein fyrir. Lögreglumenn taka í sama streng og segja fjölgun í röðum sínum ekki hafa verið í neinu sam- ræmi við gríðarlega fjölgun íbúa. En lögreglumenn eru ósammála sýslumanni varðandi áhrif breyt- inganna sem hann hefur kynnt og telja þær alls ekki eðlilegar: „Stjórn Lögreglufélags Kópa- vogs telur að með þessari aðgerð sé verulega skert þjónusta og öryggisstig við þá sem þurfa að leita til lögreglunnar í Kópavogi að næturlagi.“ gar@frettabladid.is LÖGREGLAN Í KÓPAVOGI Sýslumaðurinn í Kópavogi segir innbrot nærri hafa tvöfaldast í bænum á fimm árum. Hverf- andi þörf sé á að manna lögreglustöðina að næturlagi á virkum dögum. Með því að losa varðstjórann frá stöðinni sé hægt að fjölga lögreglumönnum við eftirlit úr þremur í fjóra. Lögreglustöðin verði mannlaus Lögregluvarðstjórar í Kópavogi eiga að eltast við innbrotsþjófa á næt- urnar en ekki sitja einir og aðgerðalitlir inni á stöð, segir sýslumaður. Lögreglumenn mótmæla og segja þjónustu við almenning skerta. „Þau fáu símtöl sem berast beint á lögreglustöð á þessum tíma verða flutt með sím- talsflutningi í farsíma varð- stjóra.“ RAMALLAH, AP Palestínska þingið hafnaði breytingartillögum Yass- ers Arafats við lög sem kveða á um að nýtt embætti forsætisráðherra verði tekið upp í palestínskri stjórnsýslu. Arafat fór þess á leið við þingið að forsætisráðherrar framtíðarinnar þyrftu að bera ráð- herralista sinn undir forseta Palestínu, stöðuna sem Arafat gegnir nú. Yfirgnæfandi meirihluti þing- manna felldi tillögu Arafats, 49 af 88 þingmönnum greiddu atkvæði gegn tillögu Arafats, 22 sögðu já. Tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu þurft að samþykkja breyt- ingartillöguna til að hún öðlaðist gildi. Niðurstaðan getur tafið að fyrsti forsætisráðherra Palestínu verði skipaður. Þingmenn voru ósammála um ástæður þess að Arafat lagði fram tillöguna. Stuðn- ingsmenn forsetans sögðu hann vilja gera sem minnstar breyting- ar á stjórnsýslu Palestínu. And- stæðingar hans telja þetta til marks um að hann vilji enn halda í völd sín, ásökun sem hefur fylgt Arafat í fjóra áratugi. ■ ARAFAT RÆÐIR VIÐ FJÖLMIÐLA Palestínska þingið hafnaði beiðni Arafats um að forsætisráðherra yrði að bera ráðherra- lista sinn undir sig. Skipan forsætisráðherra tefst: Arafat bíður ósigur GAMLA SJÓNVARPSHÚSIÐ Snarkandi steikur í innheimtudeildinni. Gamla sjónvarpshúsið: Kúrekar í innheimt- unni VEITINGAR „Mér datt þetta bara í hug enda gamall Roy Rogers-að- dáandi,“ segir Jón Hlíðar Guð- jónsson, sem opnað hefur kúreka- stað í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Staðurinn er þar sem innheimtudeild Ríkisútvarpsins var áður. Jón Hlíðar rekur að öllu jöfnu þvottahúsið á Hótel Loft- leiðum og ætlaði að opna þvotta- hús í innheimtudeildinni og skipti um skoðun á síðustu stundu. „Ég veit ekki af hverju. Svona er líf- ið,“ segir Jón Hlíðar, sem var bú- settur um árabil í Bandaríkjun- um, enda ber veitingastaður hans þess merki. Hann heitir Old West og þar snarka steikurnar í takt við kántrítónlist og stapp í kúreka- stígvélum gestanna. ■ FLENSAN ER EKKI FARALDUR Inflúensan er ekki útbreidd og ekkert sem bendir til að úr verði faraldur,“ segir Haraldur Briem, smitsjúkdómasérfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hann segir vitað að börn í skólum hafi verið nokkuð frá vegna veikinda og bendi það til þess að um B- stofn sé að ræða. „Ég hef verið að skoða feril flensunnar hjá Sví- um og þar hefur hún ekki náð sér svo nokkru nemi á strik og er í rénun núna,“ segir Haraldur. ■ Heilsufar Iceland Express: Ríkið búið að bóka far SAMGÖNGUR Fyrsti íslenski ríkis- starfsmaðurinn bókaði í gær far með Iceland Express. Er ferð hans heitið á fund í Kaupmanna- höfn og telja forráðamenn félags- ins að viðkomandi ríkisstofnun spari 70 þúsund krónur með þess- ari tilhögun. Fylgir umrædd ríkis- stofnun þarna í fótspor danska þjóðþingsins, sem kaus að senda 24 þingmenn á leið til Grænlands með Iceland Express. Sem kunnugt er af fréttum er ríkisvaldið samningsbundið við Ferðaskrifstofu Íslands um flutn- inga á opinberum starfsmönnum til útlanda en ferðaskrifstofan er í eigu Icelandair/Flugleiða. „Við eigum von á að fleiri ríkis- stofnanir laumist til okkar á næstu dögum hvað sem umræddu samningi líður. Menn eru farnir að sjá sparnaðinn svart á hvítu,“ segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express. ■ Piltur lést: Féll fram af klettum SLYSFARIR Drengur á sautjánda ári fannst látinn í fjörunni undir Húsa- víkurhöfða síðdegis á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Húsavík var piltur- inn gestkomandi í samkvæmi á laugardagskvöld. Síðast mun hafa sést til ferða hans um klukkan eitt um nóttina. Um miðjan dag á sunnudag hófst leit að piltinum. Hún bar árangur um klukkan 16.30. Að sögn lögreglu er ekkert sem bendir til annars en að um slys hafi verið að ræða. Húsavíkurhöfði er nokkuð utan við bæinn. Fólk mun iðulega fara þangað í gönguferðir. Þar sem drengurinn fannst er fallið niður klettana á annan tug metra samkvæmt lögreglunni. ■ LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs- aldri rændi snemma á sunnu- dagsmorgun sterkum lyfjum úr Lyfju í Lágmúla. Maðurinn var ófundinn síðdegis í gær en lög- regla telur sig vita hver hann er. Hann er ekki þekktur að ofbeldi. Að sögn Valdísar Beck lyfja- fræðings voru engir viðskipta- vinir í Lyfju þegar maðurinn, sem er sagður hafa verið í annar- legu ástandi, réðst til atlögu upp úr klukkan hálfníu. Verslunin hafði þá verið opin í rúman hálf- tíma og tveir starfsmenn við af- greiðslu. „Hann var með sólgleraugu og hafnaboltakylfu. Hann fór beint bak við borðið. Þegar stúlkan upp- götvaði að það var eitthvað alvar- legt að gerast ýtti hún á hnappinn. Hann heimtaði að komast í geymslu með sterkum lyfjum. Hann fékk það og var horfinn á einni mínútu,“ segir Valdís. Ekki er gefið upp nákvæmlega hvaða lyf maðurinn komst undan með. Valdís segir þó að um tals- vert magn af eftirritunarskyldum lyfjum sé að ræða. Starfsmennirnir tveir fóru að sögn Valdísar í skylduviðtal hjá sálfræðingi eftir lífsreynsluna. „Það var allt í góðu lagi. Þetta virðist ekki hafa haft mikil áhrif á þá,“ segir hún. ■ LYFJA Maður sem var í annarlegu ástandi þegar hann rændu talsverðu magni af sterkum lyfjum úr þessari lyfjaverslun í Lágmúla á sunnudag er ófundinn. Lögregla segist vita hver hann er. Lyfjaræningi þekktur en ófundinn: Rændi lyfjum með hafnaboltakylfu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.