Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 6
6 18. mars 2003 ÞRIÐJUDAGURVeistusvarið? 1Stöðva þurfti sýningu leikritsinsRómeó og Júlíu á laugardagskvöldið þegar aðalleikkonan féll af sviðinu. Hver fer með hlutverk Júlíu? 2Samningar um álver á Reyðarfirðivoru undirritaðir í íþróttahúsi bæjar- ins á laugardaginn að viðstöddu fjöl- menni. Hvað heitir bæjarstjórinn í Fjarð- abyggð? 3Frumsýndur var söngleikur byggður áævi þekkts tónlistarmanns í West End í London um helgina. Hvað heitir maður- inn? Svörin eru á bls. 22 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur ætlar að kveða til tvo geðlækna til að meta sakhæfi Steins Ármanns Stefánssonar, sem játar að hafa orð- ið mannsbani á Klapparstíg í fyrra- haust. Geðlæknir sem áður hefur skoð- að Stein úrskurðaði hann sakhæfan. Verjandi Steins vill hins vegar fá álit annarra lækna á ástandi skjól- stæðings síns. Í beiðni sinni um matið óskar verjandinn sérstaklega eftir því að læknarnir, telji þeir Stein sakhæfan, taki afstöðu til þess hvort refsing geti borið árang- ur. Í 16. grein almennra hegningar- laga er fjallað um þá afbrotamenn sem eru andlega miður sín án þess að ástand þeirra sé á svo háu stigi og að þeir teljist ósakhæfir. Þessum mönnum skal refsað „ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisum- sagnar hefur verið leitað, að refs- ing geti borið árangur,“ eins og seg- ir í lögunum. Enn fremur segir í lagagrein- inni að verði til stofnun sem sé ætluð slíkum mönnum megi dæma þá til að taka út refsingu sína þar. Slíkri stofnun fyrir sak- hæfa menn sem glíma við geð- sjúkdóma hefur enn ekki verið komið á fót hérlendis. Steinn er í varðhaldi á Litla- Hrauni. ■ KLAPPARSTÍGUR Steinn Ármann Stefánsson banaði karlmanni á sjötugsaldri í þessu húsi á Klapparstíg í fyrrahaust. Sá maður hafði sjálfur setið í fangelsi fyrir að bana sambýliskonu sinni í sama húsinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kallar til geðlækna í Klapparstígsmáli: Tveir læknar ákvarða sakhæfi banamanns SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég er vongóður um að veiðar úr vannýttum fiski- stofnum suður af Íslandi skili okkur gríðarlegum verðmætum í framtíðinni. Það er ljóst að mögu- leikar eru í úthafinu sem vert er að gefa gaum. Hvenær árangur næst er aðeins spurning um tíma,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, fram- kvæmdastjór i Landssambands íslenskra útgerð- armanna, um möguleika íslenskra útgerða til að nýta hafsvæðin suð- ur af landinu. Sigurgeir Pétursson, kaup- sýslumaður og fyrrverandi skip- stjóri á frystitogaranum Austral Leader, sagði í samtali við Frétta- blaðið á dögunum að miklir mögu- leikar væru ónýttir í úthafinu suð- ur af Íslandi. Sigurgeir, sem býr á Nýja-Sjálandi, hefur gríðarlega reynslu af veiðum í úthafinu en hann starfaði um árabil sem far- sæll skipstjóri. Meðal annars heita mið í Suður-Íshafinu eftir Sigurgeiri, sem þó er aðeins 37 ára að aldri. Hann telur að með þolinmæði og yfirlegu geti ís- lenskar útgerðir uppskorið mikil verðmæti og nefnir sérstaklega veiðar á búra. Friðrik tekur í sama streng og vísar til þess að í ársbyrjun í fyrra hafi LÍÚ sett af stað rannsóknarverkefni í úthaf- inu fjármagnað af einkaaðilum. Hann segir að það sé sér mikið hjartans mál að rannsaka þessi mið með það fyrir augum að efla hag útgerðarinnar og þar með þjóðarhag. „Rannsóknarleiðangurinn var sérstaklega gerður út til að finna möguleika á auknum veiðum á miðsjávartegundum svo sem lax- síld en skipstjórar á togurum höfðu orðið varir við miklar lóðn- ingar beggja megin 200 sjómílna lögsögumarkanna. Þórður Jóns- son, forstjóri SR-mjöls, átti hug- myndina að þessu og við hófumst handa og söfnuðum peningum til að gera út skip til rannsóknanna. Við settum tugi milljóna króna í það verkefni og fórum í þetta ásamt Hampiðjunni, Hafrann- sóknastofnun og fleirum. Við leigðum fjölveiðiskipið Ásgrím Halldórsson SF 150 og seinna Huginn VE,“ segir Friðrik. Hann segir að rannsóknaleið- angrarnir í fyrra hafi skilað ár- angri, því ómetanlegar upplýsing- ar hafi fengist þar. „Víða í hafinu er gríðarlegur lífmassi en vandamálið var að afl- inn var mjög takmarkaður. Lax- síld er sá fiskur sem við bindum fyrst og fremst vonir við. Hún hentar vel í bræðslu og jafnvel sem matfiskur í framtíðinni. Í lax- síldinni, sem heldur sig á dýpi sem er frá 1000 metrum og upp undir yfirborð eftir birtuskilyrð- um, er gott innihald af þurrefni og fitu eða um 33 prósent. Því miður fannst í ferðum okkar í fyrra ekki veiðanlegt magn af þessum fiski. Þetta var fyrsta alvarlega tilraun- in og við eigum eftir þetta upplýs- ingarnar sem fengust á þeim rúma mánuði sem verkefnið stóð,“ segir Friðrik. Hann segir að þótt ekki hafi fundist veiðanlegt magn í um- ræddum veiðiferðum sé verkefn- inu engan veginn lokið. Halda þurfi áfram rannsóknum en þar þurfi ríkið að koma að málum. „Hafrannsóknastofnun þarf að koma að málinu og rannsaka þetta frekar. Helst þyrfti stofnunin að fá sérstakt fjármagn til verkefn- isins,“ segir Friðrik. rt@frettabladid.is FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Hann segir að möguleikarnir í úthafinu eru gríðarlegir. Þrátt fyrir að rannsóknaleiðangur í fyrra hafi ekki skilað afla telur framkvæmdastjórinn að menn eigi ótrauðir að halda áfram rannsóknum. Hafró fái fjármagn til rannsókna í úthafinu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það aðeins spurningu um tíma hvenær takist að nýta verðmæta fiskistofna í úthafinu. Leiðangur á vegum einkaaðila á síðasta ári skilaði reynslu en ekki afla. LÍÚ bindur vonir við laxsíldina. „Hvenær árangur næst er aðeins spurning um tíma. Lagersala Dömu- • Herra- • Barnafatnaður Þekkt vörumerki – frábært verð Opið: Mánudaga-föstudaga 12-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-16 að Vatnagörðum 14 VIÐBÓTARLÁN Bæjaryfirvöld í Garðabæ vísa því á bug að þau hafi reglubundið veitt lágtekjufólki við- bótarlán til kaupa á húsnæði í Vog- um á Vatnsleysuströnd. „Við erum ekki að flytja fólk eitt né neitt, hvorki í Vogana eða ann- að,“ segir Bergljót Sigurbjörnsdótt- ir, félagsmálastjóri Garðabæjar. Samkvæmt verklagsreglum Garðabæjar um veitingu viðbótar- lána er almenna reglan sú að þeir eiga rétt á viðbótarláni sem eiga lögheimili í Garðabæ og eru að kaupa fasteign í bæjarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bæjaryfirvöld sendu frá sér vegna ummæla Jóhönnu Reynis- dóttir, sveitarstjóra Voga, í Frétta- blaðinu í gær. Þar gagnrýnir hún bæjaryfirvöld Garðabæjar og Sel- tjarnarness fyrir að veita lágtekju- fólki viðbótarlán og vísa því síðan á íbúðir í Vogum. Bergljót segir að á þessu ári hafi bærinn afgreitt 14 viðbótarlán og í einu tilfelli hafi verið veitt undan- þága til kaupa annars staðar en í Garðabæ. Í fyrra hafi verið veitt 33 viðbótarlán, þar af fjögur til um- sækjenda sem hafi átt lögheimili í öðru sveitarfélagi en viljað kaupa íbúð í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði er sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau veita um- sækjendum viðbótarlán fyrir íbúðakaupum annars staðar en þar sem þeir eiga lögheimili. Yfirleitt er þó sett skilyrði fyrir því að við- komandi kaupi íbúð í því sveitarfé- lagi þar sem lánið er veitt. ■ BÆJARSKRIFSTOFUR GARÐABÆJAR Bergljót Sigurbjörnsdóttir, félagsmálastjóri Garðabæjar, segir að á þessu ári hafi bærinn afgreitt 14 viðbótarlán og í einu tilfelli hafi verið veitt undanþága til kaupa annars staðar en í Garðabæ. Bæjaryfirvöld í Garðabæ vísa gagnrýni sveitarstjóra Voga á bug: Ein undanþága veitt á árinu GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78.16 0.06% Sterlingspunıd 123.72 -0.70% Dönsk króna 11.37 0.38% Evra 84.51 0.39% Gengisvístala krónu 122,31 0,03% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 271 Velta 3.001 m ICEX-15 1.378 0,07% Mestu viðskipti Framtak Fjárfestingarbanki hf. 358.090.942 Kaupþing banki hf. 105.119.154 Baugur Group hf. 85.086.915 Mesta hækkun SÍF hf. 11,11% Framtak Fjárfestingarbanki hf. 6,71% Skeljungur hf. 3,38% Mesta lækkun Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. -1,35% Jarðboranir hf. -1,33% Pharmaco hf. -0,67% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8084,2 2,9% Nasdaq*: 1380,0 3,0% FTSE: 3722,3 3,4% DAX: 2506,5 4,3% Nikkei: 8002,7 1,7% S&P*: 856,4 2,8% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Rekstur SÍF: Olli von- brigðum UPPGJÖR Greiningardeildir Kaup- þings og Íslandsbanka lýstu von- brigðum með uppgjör Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda. Kaupþing mælir með sölu á bréfun- um. Hagnaður SÍF var tæpar 400 milljónir króna. Framlegð fyrir- tækisins á fjórða ársfjórðungi olli vonbrigðum. Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð hækkuðu bréf SÍF um ell- efu prósent á markaði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.