Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2003, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 18.03.2003, Qupperneq 21
■ Fréttir af fólki 21ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2003 Hótel á miklu athafnasvæði færi! Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hótel nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. ISRAEL LOPEZ HEIÐRAÐUR Tónlistarmaðurinn og Grammy-verðlaunahafinn Israel Lopez „Cachao“ þakkar fyrir sig við athöfn sem haldin var eftir að stjarna hans á Hollywood Walk of Fame var opinberuð. Leikarinn Andy Garcia, sem heldur hér á syni sínum Andres, sá um að þýða þakkarræðu hans yfir á ensku. Stjörnuna má finna fyrir framan The King King Restaurant í Los Angeles. Andrésar Andar leikarnir í hættu: Þarf snjó til að halda leikana SKÍÐAFÆRI „Heyrðu, ekkert svarta- gallsraus. Það er rúmur mánuður í Andrés og það hefur áður verið lít- ill snjór hér nyrðra en leikarnir engu að síður farið fram. Mér segja fróðir menn að það fari að snjóa bráðum,“ segir Gísli Kr. Lórenzson, formaður nefndar Andrésar Andar leikanna. Fréttablaðið hefur heyrt af áhyggjum manna fyrir norðan um að hugsanlega verði ekki af þessu vinsæla skíðamóti. Yrði það harm- ur mikill meðal barna og unglinga auk þess sem það kæmi sér afar illa fyrir ferðaþjónustutengdar at- vinnugreinar á Akureyri. Gísli dregur ekki úr mikilvægi leikanna fyrir Akureyri. „Þá eru allir gisti- staðir hér upppantaðir og auðvitað skiptir þetta gríðarlega miklu máli fyrir atvinnulífið hér. En ég ítreka trú mína á að það fari að snjóa. Sem dæmi má nefna að eitt árið tókum við þá ákvörðun, í snjóleysi, að skera tvo yngstu flokkana af, við sáum mikið eftir því vegna þess að skömmu síðar kyngdi nið- ur snjó. En nú er undirbúningur í fullum gangi og miðast við að allt fari á besta veg.“ Gísli segir að líklega komi til þess að einhvern tíma þurfi að slá leikana af vegna snjóleysis og þetta hafi vissulega verið óvenju- legur vetur hvað snjóleysi og hátt hitastig snerti. Andrésar Andar leikana, sem eru þeir 28. í röðinni, stendur til að halda 23. apríl og ef allt fer á verri veg yrði það í fyrsta skipti frá árinu 1976. „En engar svoleiðis hugleiðingar núna. Enn er rúmur mánuður í Andrés og við keyrum á þetta. Ég hef fulla trú á að það fari að snjóa þó hann staldri kannski ekki lengi við. Ef ekki vill betur til förum við á hjólaskautum niður gilið.“ ■ FÓLK Breska slúðurblaðið Sunday Mirror hefur vakið reiði hjá kon- ungsfjölskyldunni í Bretlandi. Samkvæmt grein í blaðinu hafði miðill samband við Díönu prins- essu. Á hún að hafa opinberað að eiginmaður sinn hafi átt í „óheilsusamlegu sambandi“ við karlþjón hirðarinnar. Samkvæmt miðlinum á Díana að hafa tekið upp glás af mynd- bandsupptökum þar sem hún tjáði sig um atburði lífs síns. Hluti þeirra var síðar brenndur af hirð- inni eftir að hún lést. Greinin hefur vakið athygli í ljósi þess að lögreglan skýrði frá því í fyrra að myndbandsupptök- ur sem Díana á að hafa gert voru á meðal hluta sem fundust á heim- ili þjónsins Paul Burrell. Hann var kærður fyrir að taka hluti í leyfisleysi úr Buckingham-höll. Kærurnar voru felldar niður eftir að drottningin mundi skyndilega eftir að hafa gefið honum leyfi til þess að taka hlutina. Þar af leið- andi komust upptökurnar ekki fyrir sjónir almennings. ■ GÍSLI KR. LÓRENZSON Fyrir framan stökkpallinn í Holmenkollen ásamt tveimur verðlaunahöfum frá Andrésar- leikum ársins 2000. „Mér segja fróðir menn að það fari að snjóa bráðum.“ KARL BRETAPRINS Miðill hefur valdið usla í bresku hirðinni. Sunday Mirror skrifar um Karl Bretaprins: „Óheilsusamlegt sam- band“ við karlþjón Svo gæti farið að Óskarsverð-launahafarnir Christopher Walken og Denzel Washington leiki saman í kvikmyndinni „Man on Fire“. Myndin verður gerð eftir samnefndri bók AJ Quinnell. Sagan fjallar um fyrr- verandi hermann Bandaríkja- hers sem býr í Mexíkó. Walken er víst afar eftirsóttur þessa daganna í Hollywood eftir af- bragðsleik sinn í „Catch Me if You Can“. Leikkonan Lynn Redgravehefur sigrast á baráttu sinni við krabbamein. Redgrave hef- ur leikið í sýningu á Broadway síðustu árin og hélt því til stre- itu í gegnum lyfjameðferð sína. Pantið auglýsingar tímanlega! Fermingarblaðið Nánari upplýsingar í síma 515 7515 eða atli@frettabladid.is Sérblað um fermingar og fermingar- gjafir fylgir Fréttablaðinu 27. mars. M YN D IR /J Ó N A Ð AL ST EI N N

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.