Fréttablaðið - 18.03.2003, Page 8

Fréttablaðið - 18.03.2003, Page 8
18. mars 2003 ÞRIÐJUDAGUR FRÆÐSLUMÁL Foreldrasamtök Leik- skólans Tjarnaráss í Áslandi í Hafnarfirði hafa sent Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar beiðni um að bæjaryfirvöld yfirtaki rekst- ur skólans. Líkt og Áslandsskóla. Magnús Baldursson, forstöðu- maður Skólaskrifstofu, segir bréf foreldranna verða lagt fyrir fund í fræðsluráði á miðvikudag í næstu viku. „Á fimmtudag eig- um við fund með Sunitu Gandhi sem ákveðinn var áður en bréfið barst okkur. Ég reikna með að við ræðum þá stöðu sem upp er komin,“ segir Magnús. Hann segir að meginefni bréfs foreldranna séu áhyggjur þeirra af framtíðinni í ljósi þess að leik- skólastjórar hafa sagt upp. „Það er eitt ár eftir af samningi okkar við Íslensku menntasamtökin og foreldrar vilja að tekið verði þan- nig á málum að framtíð skólans verði tryggð í stað þess að leysa málin til bráðabirgða í eitt ár,“ segir Magnús. Sunita Gandhi er ekki á landinu og stjórnendur leikskólans vildi ekki tjá sig. ■ LEIKSKÓLINN TJARNARÁS Foreldrar óska eftir að bærinn taki yfir rekstur leikskólans af Íslensku mennta- samtökunum. Leikskólinn í Áslandi: Foreldrar vilja Íslensku menntasamtökin frá ÁLVER Álver Alcoa á Reyðarfirði verður það tæknivæddasta og umhverfisvænasta sem fyrirtæk- ið hefur byggt, að sögn Alain J.P. Belda, aðalfor- stjóra Alcoa. Belda sagði að Alcoa væri mjög meðvitað um umhverfis- mál enda sæti forseti Alþjóða náttúruverndar- samtakanna í stjórn fyrirtæk- isins. Hann sagði að mót- mæli íslenskra umhverfisvernd- arsinna hefðu ekki haft mikil áhrif á fyrirtækið. „Þetta eru eðlileg viðbrögð,“ sagði Belda í viðtali við Frétta- blaðið. „Það eru reyndar til mis- munandi umhverfisverndarsinn- ar. Það er til fólk sem vill engar framkvæmdir en það fólk lifir ekki í raunveruleikanum. Einnig eru til umhverfisverndarsinnar sem vilja tryggja að farið sé eftir settum reglum og setja þannig ákveðinn þrýsting á fyrirtæki. Það er gott að mínu mati því það gerir okkur betri.“ Belda sagði að það sem væri sérstakt við álverið á Reyðarfirði væri staðsetningin. „Það verður í miðju Atlants- hafinu og framleiðslan mun því fara á tvo stóra markaði, Evrópu og Bandaríkin. Önnur álver fram- leiða fyrst og fremst fyrir einn markað.“ Belda sagðist hafa rennt hýru auga til Íslands í langan tíma. „Þegar Norsk Hydro hætti við vorum við reiðubúnir til að koma. Núna, innan við ári eftir að við hófum viðræður, er búið að undir- rita alla samninga og þetta ferli hefur tekið alveg ótrúlega stuttan tíma. Ég veit ekki um neitt verk- efni af þessari stærðargráðu sem hefur gengið jafn snurðulaust fyrir sig og þetta. Ég þakka það fyrst og fremst því pólitíska landslagi sem hér er og íslensku ríkisstjórninni, sem hefur unnið af mikilli fagmennsku.“ Belda sagðist vera mjög sáttur við þær viðtökur sem fyrirtækið hefði fengið hjá íbúum Fjarða- byggðar. Hann sagði að um millj- ón dollarar myndu fara í þetta verkefni á hverjum degi. Það væri íbúa sveitarfélagsins að reyna að nýta sér þetta og næla sér í sem stærstan bita af þessari stóru köku. trausti@frettabladid.is ALAIN J.P. BELDA, AÐALFORSTJÓRI ALCOA Aðalforstjóri Alcoa kom með einkaþotu til Egilsstaða á laugardaginn. Hann stoppaði í sex klukkutíma vegna undirskriftarinnar og flaug síðan heim til New York síðdegis. Mótmælin höfðu lítil áhrif á Alcoa Aðalforstjóri Alcoa lofar íslensku ríkisstjórnina. Hann hafði lengi rennt hýru auga til Íslands. Staðsetning álversins er einstök með tilliti til markaðsmála. „Það er til fólk sem vill engar fram- kvæmdir en það fólk lifir ekki í raun- veruleikanum. MYNDLIST „Það er ágætt að fá svona pöntun því yfirleitt fá myndlistarmenn ekki neitt,“ seg- ir Birgir Andrésson myndlistar- maður um 15 olíumálverk sem hann er að vinna fyrir útgerðar- aðila Norrænu en málverkin eiga eftir að prýða vínbar ferjunnar, sem heitir því rammíslenska nafni Naust. „Þetta bar brátt að þannig að ég hef þurft að hafa snarar hendur. Ég er með þrjá að- stoðarmenn í verkefninu,“ segir Birgir, sem leggur út af Aþingis- hátíðarseríunni í myndvali sínu. Alþingishátíðarserían var gefin út 1930 og sýnir víkingaskip, lög- sögumenn og Þingvelli svo eitt- hvað sé nefnt en það eru einmitt þessi mótíf sem eiga eftir að skreyta barinn í Norrænu. Málverkin eru stór, 115x90 sentímetrar, og skilar Birgir þeim af sér á allra næstu dögum. Hann vill ekki gefa upp verðmæti þess- arar óvenjulegu málverkapöntun- ar en spurningunni um hvers vegna hann varð fyrir valinu, svar- ar hann: „Það er einfalt. Ég er með betri myndlistarmönnum.“■ BIRGIR ANDRÉSSON STENDUR Í STRÖNGU „Það er ágætt að fá svona pöntun því yfir- leitt fá myndlistarmenn ekki neitt.“ Birgir Andrésson fær stóra pöntun: 15 málverk á vínbar- inn í Norrænu flugfelag.is Börn 2ja-12 ára í fylgd með fullorðnum greiða 1.833 kr. aðra leiðina VOPNAFJARÐAR 5.500 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og ÞÓRSHAFNAR 5.500kr. EGILSSTAÐA 6.300kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 4.500 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEYJAR Milli Akureyrar og AKUREYRAR 5.400kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 19. mars - 25. mars ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 2 00 58 01 /2 00 3 Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og FR ÉT TA B LA Ð /V IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.