Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 10
10 18. marsr 2003 ÞRIÐJUUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fjölbreytileiki í samfélaginu erekki aðeins fylgifiskur opins lýð- ræðiskerfis heldur eitt af markmið- um þess. Þó það ætti að vera ástæðu- laust að minna á þetta þá er þráður í íslensku samfélagi sem stangast á við þessa hugsun; einhver hugmynd um veikleika samfélagsins sem veld- ur því að við þolum síður fjölbreyti- leika en aðrar þjóðir. Að við séum háð samstöðu um flest mál. Að án samstöðunar gæti samfélagið brost- ið. Auðvitað þurfum við þokkalega samstöðu um skilgreiningu á því hvað það er að vera Íslendingur; að vera hluti þessa samfélags. Við get- um hins vegar ekki kvartað undan því að hana skorti. Það má jafnvel færa rök fyrir hinu gagnstæða; að skilgreiningar okkar á þjóðerninu séu of þröngar og klisjukenndar. Það er nóg að henda á lofti nokkur lykil- orð – til dæmis tungan, landið, sagan – til að hver Íslendingur geti botnað framhaldið. Það er því ekki vegna skorts á samstöðu um skilgreiningu þjóðernisins sem við ættum að upp- lifa samfélagið sérlega veikt fyrir sundrungu. Þvert á móti. Grunnur- inn er traustur og ætti þar af leið- andi að þola skrautlegri yfirbygg- ingu; kröftugri umræðu – harðari deilur. Einkenni þroskaðrar umræðu þar sem hart er tekist á er ef til vill ekki virðing fyrir sjónarmiðum þeirra sem eru annarar skoðunar, heldur virðing fyrir rétti fólks til að hafa þess konar skoðanir. Það má merkja hversu vanþroskuð opinber umræða er á Íslandi á því að það líður sjaldn- ast langur tími áður en menn fara að saka hvern annan um annarlegan ásetning; svik við þjóðina og samfé- lagið, landið og lýðræðið. Það er eins og undirliggjandi sé baráttan um réttinn til að tala fyrir munn allrar þjóðarinnar – í það minnsta hinn sanna og rétta hluta hennar. Ef menn gera ráð fyrir að hér muni alltaf búa fólk með mismunandi lífssýn og skoðanir fellur tilfinningaþrýstingur úr umræðunni. Og eftir situr ein- hvert röfl, brigsl og tuð. Góð leið til að venja sig við þá hugsun að hér muni ætíð búa fólk ólíkra skoðana er að lesa niðurstöður skoðanakannana. Ein könnun getur dregið fram að 35 prósent fólks vilji að Íslendingar verði hluti af Evrópu- sambandinu. Önnur að sá hópur sé 55 prósent. Báðar sýna þær hins vegar að sumir vilja inn í Evrópusamband- ið og aðrir ekki. Það er sá raunveru- leiki sem við munum búa við næstu ár og áratugi. Þjóðin mun aldrei verða á einu máli um nokkurn skap- aðan hlut – ekki bara sökum þess að hún hefur ekki einn munn heldur ekki síður vegna þess að það er ekki eftirsóknarvert eða æskilegt. ■ Í dag ræðst hvort unnt verði aðtryggja að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði útvíkkaður til hinna nýju ríkja Evrópusambandsins um leið og þau ganga í Evrópusambandið þann 1. maí 2004. Í tvo mánuði hafa samningamenn ESB og EFTA-ríkjanna karpað um fjár- framlög Íslands, Noregs og Liechtenstein vegna stækkunar- innar. Án árangurs. ESB krefur EFTA-ríkin um stóraukin framlög í þróunarsjóð ESB samfara stækkuninni en íslensk stjórnvöld hafa hingað til þverneitað að mæta körfunum. Sjálfur forsætis- ráðherrann hefur ítrekað sagt að ekki komi til greina að auka greiðslurnar svo nokkru nemi. Í dag er fyrirhugaður fundur í samninganefndinni. Ef enginn ár- angur næst á fundinum er svo gott sem útilokað að skrifað verði undir stækkun EES-samningsins um leið og stækkun ESB til tíu ríkja í Mið- og Austur-Evrópu verður staðfest í Aþenu þann 16. apríl. Þar með er EES-samningur- inn kominn í bráða hættu. Aðeins með því að undirrita stækkun EES um leið og skrifað er undir stækkun ESB er hægt að tryggja samhliða stækkun þann 1. maí 2004. Þá yrði samningurinn um aðild nýju ríkjanna að EES einfaldlega felldur inn í aðildar- samning landanna að ESB og kæmi því ekki sérstaklega til um- ræðu í staðfestingarferlinu. Því miður bendir ekkert til að árang- ur náist á fundinum í dag og því er líklegt að aðild nýju ríkjanna að EES-samningnum verði ekki hluti af þeim aðildarsamningi sem sendur verður út til staðfestingar í þjóðþingum Evrópusambandsins og umsóknarríkjanna. Af því leið- ir að þegar samningur um stækk- un EES – og þar með fjárframlög Íslands og Noregs í þróunarsjóð- inn – loksins næst þá þarf að senda þann samning sérstaklega í staðfestingu í fimmtán þjóðþing- um aðildarríkjanna og tíu þjóð- þingum umsóknarríkjanna, en hvert ríki fyrir sig þarf að stað- festa samninginn. Það er óvissu undirorpið hvort öll þjóðþingin tuttugu og fimm staðfesti samn- inginn í tæka tíð. Ekki er loku fyr- ir það skotið að einstaka þing- menn í einstaka þjóðþingum hafi sitthvað við samninginn að athuga og vilji knýja fram breytingar á honum. Til að mynda gætu þing- menn á Spáni haft áhuga á aukn- um aðgangi að íslenskum fiski- stofnum og eins má hugsa sér að pólskir þingmenn hafi áhuga á auknum fjárframlögum svo dæmi sé tekið. Grundvallarmarkmið EES- samningsins lýtur að einsleitu markaðssvæði og því er útilokað að reka samninginn ef hann nær ekki til allra ríkja ESB. Um gríð- arlega hagsmuni er að tefla fyrir íslenskt þjóðarbú. Falli EES- samningurinn úr gildi tekur tví- hliða samningur Íslands og ESB við á ný. Afleiðingarnar yrðu gríð- arlegar. Ef ekkert yrði að gert yrðu tollar til að mynda endur- reistir á íslenskar sjávarafurðir inn á markaði ESB, vörur frá Ís- landi fengju þá ekki lengur sjálf- krafa vottun inn á innri markað ESB með ómældu óhagræði, fjár- festingaréttur Íslendinga í ríkjum ESB hyrfi og réttur Íslendinga til að starfa í Evrópu yrði afturkall- aður. Þetta er að sjálfsögðu full- komlega óhugsandi niðurstaða og því verður einfaldlega að ná samningum. Þann 13. febrúar benti ég á það hér í blaðinu að með því að beita röksemdum sem þegar gilda í stefnumálum Evrópusam- bandsins ætti að vera tiltölulega auðvelt að ná viðunandi samn- ingi. Þannig ætti til að mynda að vera auðvelt að semja um mjög hátt endurgjald sem yrði dregið frá framlagi Íslands með því að sýna fram á mikilvægi byggða- stefnu í jafn fámennu, dreifbýlu og harðbýlu landi og á Íslandi. Því miður hafa íslensk stjórnvöld dregið lappirnar í málinu og nú er svo komið að samflotsríki okk- ar, Noregur og Liechtenstein, gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir þvergirðingshátt. Jafnvel emb- ættismenn ESB hafa lýst undrun yfir því að engar slíkar mótkröf- ur hafa komið frá samninga- mönnum Íslands. Ljóst er að Íslendingar verða að samþykkja aukin framlög en öll rök hníga að því að sú aukning geti orðið hógvær og langt undir ýtrustu kröfum ESB, sem sannar- lega eru út úr öllu korti. Af þeim sökum er hryggilegt að horfa upp á aðgerðaleysi íslenskra stjórn- valda í málinu. Ekki fæst annað séð en að skammtíma flokkshags- munir stjórnarflokkanna, vegna komandi þingkosninga, valdi því að augljósir hagsmunir þjóðar- innar eru settir í bráða hættu. ■ Limra um stríðið Páll Bergþórsson sendi þessa limru: Þeir samfylkja af miklum móði. Mikill skal þeirra gróði. Asnar og Blair og Bush binda nú saman trúss ærðir af olíu og blóði. Um daginnog veginn EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um stöðu EES. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fjölbreytileika sem markmið opins lýðræðiskerfis. Fjölbreytileiki er eftirsóknarverður Er framtíð EES í hættu? ■ Bréf til blaðsins ■ Lögreglufréttir ■ Evrópa Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 15.00 að Stórhöfða 31. Gengið inn að neðanverðu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Ógild atkvæði: Öndin vann einræðis- herrann HELSINKI, AP Þeir voru ófáir sem fengu atkvæði í finnsku þingkosn- ingunum á sunnudag þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Þeirra á meðal var Saddam Hussein Íraks- forseti sem hlaut eitt atkvæði. Hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden gerði þó betur og fékk tvö atkvæði. Annar umdeildur leið- togi, Fidel Castro, fékk eitt at- kvæði. Teiknimyndafígúrur gerðu það gott í kosningunum. Steinríkur fékk eitt atkvæði. Flest atkvæði teiknimyndahetja fékk þó Andrés Önd sem vann sér það eitt sinn til frægðar að vera bannaður í finnsku bókasafni þar sem klæða- burður hans þótti of klámfenginn fyrir ung börn. Hin buxnalausa önd fékk tólf atkvæði og skaut Mikka Mús ref fyrir rass. ■ LÖGREGLAN BIÐUR UM HJÁLP Lögreglan í Lundúnum biður nú almenning um hjálp við að leysa fjörutíu ára gamalt morðmál. Beinagrind konu fannst í kola- kjallara í Lundúnum fyrir rúm- lega ári. Á laugardaginn kom í ljós að beinin voru af konu sem var myrt fyrir fjörutíu árum. MÁ EKKI FARA Norsk stjórnvöld segja nú að Mullah Krekar, leið- togi kúrdneskra samtaka sem grunuð eru um tengsl við al Kaída, megi ekki fara úr landi. Áður höfðu stjórnvöld skipað honum að hafa sig úr landi ekki síðar en 4. apríl næstkomandi. PRINSINN FÆR SITT FRAM Hans Adam II, prins í smáríkinu Liechtenstein, virtist ætla að fá samþykki yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna á nýrri stjórn- arskrá, sem veitir honum stór- aukin völd. Meðal annars fær hann völd til að reka ríkisstjórn ef hann telur hana vanhæfa og hann fær síðasta orðið um skipun dómara. OPNAÐ NORÐUR DYNJANDIS- HEIÐI Að sögn lögreglu á Pat- reksfirði var leiðin norður Dynj- andisheiði opnuð í gærmorgun. Í venjulegu árferði mun sú leið ekki vera opnuð fyrr en í maí. HRAÐAKSTUR Á SNÆFELLSNESI Lögreglan á Ólafsvík stöðvaði um helgina 20 ökumenn á Snæfells- nesvegi vegna hraðaaksturs. Ekki var um ofsaakstur að ræða. SADDAM HUSSEIN Fékk eitt atkvæði í finnsku þingkosningun- um. Hann var ekki í framboði og atkvæðið því dæmt ógilt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.