Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2003 Flugslysanefnd: Frumvarp ekki afgreitt STJÓRNMÁL Frumvarp Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra um breytingar á Rannsóknarnefnd flugslysa var ekki afgreitt fyrir starfslok Alþingis. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust frá hagsmunaðil- um til samgöngunefndar Alþings. Ekki eru allir þessir aðilar sam- mála um kosti og galla frumvarps- ins eða breytingar sem þurfi að gera á því. Þess má geta að bæði fé- lög flugmanna og flugumferðar- stjóra segja Flugslysanefnd þurfa að vera óháða Flugmálastjórn og gagnrýna að nefndin hafi framselt rannsóknarverkefni þangað. ■ Í Séreignalífeyrissjóðnum eru fjölbreyttar fjárfestingarleiðir: 1. Séreignabók ber hæstu verðtryggðu vexti bankans hverju sinni, nú 6%. Séreignabókin tryggir þér örugga ávöxtun og þú losnar við sveiflur verðbréfamarkaðarins. 2. Ávöxtunarleiðir 1, 2 og 3, aldurstengd verðbréfasöfn þar sem hægt er að velja um áhættu og vænta ávöxtun sem hentar mismunandi aldri. Kostir þess að greiða 10% lágmarksiðgjald í Séreignalífeyrissjóðinn: • Góð ávöxtun miðað við sambærilega sjóði samkeppnisaðila. • Sameinar kosti samtryggingar- og séreignarsjóða. • Hæsta hlutfall séreignar af öllum lífeyrissjóðum. Öll séreign erfist. • Sveigjanlegir útborgunarmöguleikar. • Ávallt hægt að sjá hreyfingar og stöðu í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Þeir sem eiga séreignasparnað hjá öðrum vörsluaðila geta fært hann til Búnaðar- bankans og greiðir bankinn allan kostnað við flutninginn sem viðkomandi þyrfti annars að greiða. Nánari upplýsingar í síma 525-6060 og í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Séreignalífeyrissjóður Búnaðarbankans er öflugur lífeyrissjóður sem hentar þeim sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Sjóðurinn hentar einnig þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað. www.bi.is/lifeyrissjodur F í t o n / S Í A SKJALDKIRTILSSJÚKLINGAR HAFA LENGI BEÐIÐ Nú er biðin brátt á enda því gamla lyfið er komið til landsins og verður brátt til sölu í apótekum. Lyf við skjaldkirtilssjúk- dómi: Gamla lyfið brátt fáanlegt HEILBRIGÐISMÁL Skjaldkirtilssjúk- lingar eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir lyfinu Tyroxin Natrium í stað Eouthyrox, sem hefur verið eitt á markaði síðan hætt var að selja fyrrnefnda lyfið. Nú berast þær fregnir frá inn- flutningsaðila að lyfið sé væntan- legt undir nafninu Levaxtin. „Það er alveg sama lyfið en nafnbreyt- ingin er til að samræma heitið við önnur Evrópulönd. Við bíðum að- eins eftir að fá breytinguna sam- þykkta frá Lyfjastofnun og um leið og þeir gefa grænt ljós mun lyfið fást að nýju í lyfjaverslun- um,“ segir Ari Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Gróco, sem flytur lyfið inn. Hundrað töflu glas kost- ar um það bil 1.100 krónur. ■ GSM-PÁSKAEGGIÐ Stærra en stærsta páskaeggið frá Nóa-Síríus. Íslandssími – Tal: Páskaegg með GSM- síma FJARSKIPTI Íslandssími-Tal hefur sett á markað páskaegg með GSM-síma innan í. Er eggið ætlað til fermingar-og eða páskagjafa og kostar 10.900 krónur: „Þetta páskaegg er stærra en stærsta eggið frá Nóa-Síríus,“ segir Pétur Pétursson, upplýs- ingafulltrúi fyrirtækisins. „Inni í egginu er Nokia 3310 sími og að auki þrjú þúsund króna inneign. Við reyndum þetta í fyrra og gekk svo vel að nú var ákveðið að end- urtaka leikinn,“ segir Pétur. GSM-páskaeggin eru seld í verslun Íslandssíma-Tals í Kringl- unni. ■ DREIFBÝLISERJUR Mikil ólga er nú í Rangárþingi eystra vegna heim- reiðar sem lögð var að bænum Moldnúpi en þar býr Eyja Þóra Einarsdóttir, formaður Ferða- málasamtaka Suðurlands og sveitarstjórnarkona í meiri- hluta. Svíður mörgum sveitung- um hennar að Eyja skuli fá heimreið af safnvegafé Vega- gerðarinnar á meðan aðrir sitji hjá, jafnvel með ónýtar heim- reiðar. Telja þeir að Eyja sitji báðum megin borðsins og nýti sér aðstöðu í eigin þágu. Hriktir í sveitarstjórninni fyrir bragðið en þar situr Eyja sem annar af tveimur fulltrúum sjálfstæðis- manna í meirihluta með tveimur óháðum. Í minnihluta eru hins vegar þrír framsóknarmenn: „Það er augljóst að mín heim- reið vekur meiri athygli en ann- arra,“ segir Eyja. „Enda lét ég malbika mína á eigin kostnað þó vissulega hafi ég fengið 800 þús- und krónur af safnvegaféi. Ég var búin að bíða eftir þessu lengi og undirbúa í mörg ár,“ segir hún. Miklar umræður hafa orðið um málið í sveitarstjórninni og svaraði Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri gagnrýni á máls- meðferðina með þeim orðum að Eyja hefði fengið féð vegna þess að enginn annar sótti um það. Sjálf bendir Eyja á að fólk ætti frekar að gleðjast með þeim sem vilja fegra umhverfi sitt á ein- hvern hátt. Til dæmis með nýrri heimreið: „Það er verið að klína á mig skít sem ég á ekki skilið,“ segir Eyja á Moldnúpi, sem rek- ur þar myndarlega ferðaþjón- ustu og vill hafa aðgengi gott fyrir gesti. ■ MOLDNÚPUR UNDIR EYJAFJÖLLUM Ný heimreið vekur óánægju margra sveitunga húsfreyjunnar. Ólga í Rangárþingi vegna ferðamálafrömuðar: Formaðurinn fékk heimreið fyrir milljón

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.