Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 2
EFNAHAGSMÁL Einstaklingur sem var með 100 þúsund krónur í laun eftir skatta árið 1994 er með 133 þúsund í dag. Þetta kom fram á blaðamannafundi Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í gær sem bar yf- irskriftina: Skattalækkun er skatta- lækkun. Geir segir að breytingar á skatt- kerfinu í stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins hafi leitt til þess að skatt- greiðendur borgi lægri skatta en þeir hefðu gert ef eldra kerfið frá árinu 1995 hefði enn verið í gildi. Hann segir að ýmsar þær fullyrð- ingar sem andstæðingar ríkisstjórn- arinnar hafi haldið fram varðandi skattamál séu ekki á rökum reistar. Þegar rætt sé um skattamál sé afar mikilvægt að greina á milli skatt- kerfisbreytinga annars vegar og al- mennra efnahagsumsvifa hins veg- ar. Aðspurður um þá gagnrýni að lágtekjufólk hafi setið eftir sagði Geir að erfitt væri að lækka skatta á þá sem borguðu enga skatta. Geir segir það fullkomlega eðli- legt að skatttekjur ríkisins hafi auk- ist undanfarin ár. Þegar efnahags- lífið sé í uppsveiflu, eins og hag- vöxtur síðustu ára sýni, aukist tekj- ur ríkissjóðs hlutfallslega meira en þegar efnahagslífið sé í lægð. Sterkt samband sé á milli skatttekna og einkaneyslu. Um þá gagnrýni að skattleysis- mörk séu allt of lág hérlendis segir Geir að það sé einfaldlega ekki rétt. Í samanburði við OECD-ríkin séu þau óvíða hærri en á Íslandi eða um 70 þúsund krónur miðað við t.d. 6 þúsund í Svíþjóð. Um áhrif skattalækkunar undan- farinna ára tók Geir dæmi af hjón- um með tvö börn árið 1995 og árið 2003. Miðað við 440 þúsund króna tekjur á mánuði segir hann að í dag hafi fjölskyldan um 235 þúsund krónum hærri ráðstöfunartekjur á ári en hún hafði árið 1995. Einstætt foreldri með eitt barn og 160 þús- und krónur í tekjur hafi um 100 þús- und krónum hærri ráðstöfunartekj- ur nú en fyrir átta árum. Geir vill lítið tjá sig um stefnu Sjálfstæðisflokksins í skattamálum fyrir kosningarnar og segir að hún sé enn í mótun. Hann segist þó ekki vera hlynntur hækkun persónuaf- sláttar, þar sem hann telji að slík að- gerð hjálpi ekki þeim sem lægstar hafi tekjurnar. Betra sé að hækka t.d. barnabætur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að ef breyta eigi skattkerfinu frekar sé skynsamleg- ast að lækka tekjuskattshlutfallið. Slíkt dragi úr jaðaráhrifum og stuðli að eflingu atvinnulífsins. trausti@frettabladid.is 2 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR Já, ég hef vogað mér þangað nokkrum sinnum og einatt litist af- skaplega vel á mig þar. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnar- nesi, segir bæjaryfirvöld alls ekki binda fólk í átt- hagafjötra með því að gera kröfu um að þeir sem hafa minni tekjur kaupi íbúð í Vogum. Því hefur verið haldið fram að Garðbæingar og Seltirningar vísi efnaminni íbúum á að kaupa húsnæði í Vog- um á Vatnsleysuströnd. Spurningdagsins Jónmundur, hefurðu komið í Voga? Eðlilegt að skatttekjur ríkisins hafi aukist Fjármálaráðherra segir umræðu um skattamál vera á villigötum. Skattgreiðendur séu að borga lægri skatta í dag en fyrir breytingarnar árið 1995. Ráðherra vill ekki tjá sig um skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. Meintar ólögmætur handtökur: Lögreglumaður sendur í leyfi LÖGREGLUMÁL Lögreglumaður í Reykjavík hefur verið sendur í leyfi vegna kæru um ólögmætar hand- tökur. Lögreglustjóraembættið ósk- ar þess að ríkislögreglustjóri leysi lögreglumanninn alfarið undan starfsskyldum á meðan ríkissak- sóknari kannar kærefnin. Kært er vegna tveggja atvika sem áttu sér stað 8. og 9. mars. Í fyrra tilfellinu var piltur handtek- inn sem tók ljósmynd inni á skynda- bitastað í óþökk lögreglumannsins. Í hitt skiptið handtók lögreglumað- urinn par í miðbænum. Við hand- töku parsins beitti lögreglumaður- inn svokölluðum varnarúða, þó ekki á fólkið sem hann handtók. „Við hefðum ekki beðið um að maðurinn væri leystur undan störf- um nema við teldum að lengra hafi verið gengið en má gera,“ segir Geir Jón yfirlögregluþjónn . Að sögn Geirs Jóns er lögreglu- manninn á miðjum aldri og hefur starfsreynslu frá árinu 1987. Hann segir sjaldan gripið til þess að fá lögreglumenn leysta undan starfs- skyldum. Þó hafi það gerst í fyrra hjá Lögreglunni í Reykjavík. Það hafi hins vegar ekki verið vegna meintra brota í starfi. Verði lögreglumaðurinn leystur undan starfsskyldum missir hann helming launa sinna á meðan rann- sókn fer fram. ■ Umboðsmaður Alþingis vill að skaðabótamál konu gegn lækni og lögreglu verði tekið upp: Í bótamál vegna frelsisskerðingar DÓMSMÁL Umboðsmaður Alþingis telur að synjanir dóms- og kirkju- málaráðuneytisins á gjafsókn til handa konu sem fór í skaðabótamál gegn geðlækni og lögreglustjóran- um í Reykjavík hafi ekki verið byggðar á réttum lagagrundvelli. Konan höfðaði málið vegna meintrar ólögmætrar frelsisskerð- ingar. Málvextir voru þannig að í júní árið 2000 var hún boðuð á lög- reglustöðina við Hverfisgötu og þaðan var hún flutt á geðdeild Land- spítalans að beiðni geðlæknis sem hún hafði verið sjúklingur hjá. Eftir að hafa verið skoðuð af öðrum geð- lækni á Landspítalanum var kon- unni leyft að fara, þar sem læknir- inn taldi ekki ástæðu til að nauðung- arvista hana. Í kjölfarið höfðaði konan mál, þar sem hún taldi að í ráðstöfunum lögreglunnar og geð- læknisins hefði falist ólögmæt frelsisskerðing. Konan tapaði málinu fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur og staðfesti Hæstiréttur dóminn í janúar í fyrra. Hæstiréttur veitti konunni gjafsókn en héraðsdómur synjaði gjafsókn- arbeiðni hennar. Hefur umboðs- maður Alþingis nú beint þeim til- mælum til dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins að taka mál konunnar upp að nýju komi fram ósk frá henni um það. ■ LÖGREGLAN Í REYKJAVÍK Reyndur lögreglumaður hefur verið sendur í frí vegna vafasamra handtaka á þremur borgurum í miðbæ Reykjavíkur á tveimur dögum. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Um þá gagnrýni að skattleysismörk séu allt of lág hérlendis segir Geir að það sé ein- faldlega ekki rétt. Í samanburði við OECD- ríkin séu þau óvíða hærri en hér. % 55 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Ísland Bætur almannatrygginga Lágmarkslaun OECD-ríkin 33% 40,9% 50% 13% KAUPMÁTTARÞRÓUN Á ÍSLANDI OG EVRURÍKJUM OECD 1994 TIL 2003 Þús. kr. 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Tékklan d Svíþ jó ð Sp án n Íslan d 2 0 0 3 Íslan d Írlan d H o llan d Fin n lan d G rikklan d N o regu r D an m ö rk B retlan d SKATTLEYSISMÖRK Í NOKKRUM LÖNDUM OECD ÁRIÐ 2000 LÖGREGUSTÖÐIN VIÐ HVERFISGÖTU Kona höfðaði mál gegn lögreglustjóranum í Reykjavík og geðlækni, þar sem hún taldi að í nauðungarvistun á geðdeild hefði fal- ist ólögmæt frelsisskerðing. Röst SH-134 sökk: Tveir menn björguðust SJÓSLYS Mannbjörg varð er Röst SH-134, 30 tonna fiskibátur, sökk um eina sjómílu út af Svörtuloft- um á Snæfellsnesi á sjötta tíman- um gær. Rétt fyrir klukkan fimm heyrði flugvél í neyðarsendi við Snæ- fellsnes og eftir athugun Tilkynn- ingarskyldunnar kom í ljós að einn bát vantaði í tilkynningar- skyldu við Snæfellsnes. Voru björgunarsveitir og þyrla þegar kölluð út. Flugvél Flugmálastjórn- ar miðaði út neyðarkallið. Nær- statt grænlenskt loðnuskip bjarg- aði svo tveimur mönnum um borð úr björgunarbát. ■ Ögmundur Jónasson: Létt af stöndugum SKATTAR „Það er alveg deginum ljós- ara hverjar áherslur Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft í skattamál- um undangenginn áratug,“ segir Ög- mundur Jónasson. „Það hefur birst í því að sköttum hefur verið létt af fyrir- tækjum, en eki ein- staklingum. Þetta er forgangsröðun sem við höfum margoft gagnrýnt. Hjá BSRB fer nú fram út- tekt á skattkerfinu. Við hyggjumst móta þær tillögur sem fram eru að koma frá ýmsum aðilum inn í okkar módel.“ Hann segist ekki ætla að tjá sig um einstök atriði deilna um skattkerfið að svo stöddu. „Megin- stefna Sjálfstæðisflokksins í skatta- málum hefur verið að forgangsat- riðið hefur verið að létta skattbyrði af þeim sem stöndugastir eru.“ ■ Bryndís Hlöðversdóttir: Flýr ekki staðreyndir SKATTAR „Geir Haarde verst fimlega gegn afleiðingum eigin ákvarðana og stefnu,“ segir Bryndís Hlöðvers- dóttir um útskýring- ar fjármálaráðherra á skattbyrðinni. „Hann reynir að draga hverja ástæð- una á fætur annarri inn í umræðuna til þess að geta staðið á þeirri fullyrðingu að skattbyrði hafi ekki aukist. Þær ganga hins vegar ekki upp, því niðurstað- an sem hann gaf sjálfur í svari til Rannveigar Guðmundsdóttur er sú að skattbyrði þeirra sem hafa minnstar tekjur hefur aukist. Það er sú staðreynd sem stendur eftir og hann getur ekki flúið undan sama hvað hann dregur inn í þessa rök- semdafærslu sína.“ ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON BRYNDÍS HLÖÐVERS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.