Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 19
19FIMTUDAGUR 20. mars 2003
KAPPAKSTUR Ökuþórinn Juan
Pablo Montoya, liðsmaður Willi-
ams í Formúlu 1 kappakstrinum,
telur að liðsmenn Ferrari muni
eiga í nokkrum erfiðleikum með
að vinna heimsmeistaratitilinn
aftur í ár.
„Ég held að það verði erfitt
fyrir Ferrari að sigra í ár því
McLaren-menn virðast vera
mjög sterkir,“ sagði Montoya,
sem lenti í öðru sæti í ástralska
kappakstrinum fyrr í mánuðin-
um á eftir David Coulthard hjá
McLaren.
Annar kappakstur tímabilsins
verður háður í Malasíu aðfara-
nótt sunnudags. ■
MONTOYA
Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya
lenti í öðru sæti í ástralska kappakstrinum
fyrr í mánuðinum.
Juan Pablo Montoya:
Erfitt ár fyrir Ferrari
FÓTBOLTI Forráðamenn skoska
knattspyrnuliðsins Celtic hafa lýst
yfir undrun sinni á ákvörðun
Evrópska knattspyrnusambands-
ins, UEFA, um að sekta félagið
vegna hegðunar áhorfenda í leik
Celtic og Liverpool í 8 liða úrslit-
um Evrópukeppni félagsliða í
síðustu viku.
Atvikið átti sér stað rétt áður en
El-Hadji Diouf, leikmaður Liver-
pool, hrækti að áhorfendunum.
Diouf var í gær dæmdur í tveggja
leikja bann af UEFA fyrir athæfið.
Hann hafði áður verið sektaður um
tveggja vikna laun af Liverpool.
Búist hafði verið við því að
Senegalinn fengi fjögurra leikja
bann en UEFA ákvað að taka tillit
til hegðunar áhorfenda Celtic, sem
munu hafa ögrað kappanum. For-
ráðamenn Celtic eru undrandi á
úrskurðinum, sér í lagi vegna þess
að Diouf hafði sjálfur beðist afsök-
unar á framferði sínu.
Síðari leikur Celtic og Liverpool
verður háður á Anfield Road,
heimavelli Liverpool, í kvöld.
Fyrri leikurinn endaði með 1:1
jafntefli. Diouf verður í banni í
leiknum en það kemur ekki að sök
því Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, hafði þegar
ákveðið að taka hann út úr liðinu. ■
DIOUF
El-Hadji Diouf verður ekki í leikmanna-
hópi Liverpool í kvöld.
Forráðamenn Celtic undrandi:
Sektaðir vegna
hegðunar áhorfenda
Greiðslukortafyrirtækið
Mastercard:
Einn af
styrktaraðil-
um KSÍ
FÓTBOLTI Greiðslukortafyrirtækið
Mastercard hefur gerst einn af
aðalstyrktaraðilum Knattspyrnu-
sambands Íslands. Samningur
þess efnis var undirritaður á dög-
unum og gildir hann til ársins
2006.
Helstu áhersluatriði í sam-
starfinu eru átak gegn fordómum
í knattspyrnu næsta sumar og
samvinna í tengslum við miðasölu
á landsleiki.
Þess má geta að Mastercard
hefur einnig gert samning um að
styrkja heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu árið 2006 sem haldin
verður í Þýskalandi.
Fyrirtækið styrkir einnig
Meistaradeild Evrópu í knattspyr-
nu árin 2000 til 2004 og
Evrópukeppni félagsliða árin 2004
til 2008. ■
16.45 Sjónvarpið
Handboltakvöld
18.00 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
18.25 Sjónvarpið
Snjókross. Þáttaröð um kappaksturs-
mótaröð vélsleðamanna.
18.30 Sýn
Western World Soccer Show. Heimsfót-
bolti Western World.
19.15 Grindavík
Grindavík tekur á móti KR í úrslita-
keppni 1. deildar kvenna í körfubolta.
Þetta er önnur viðureign liðanna en KR
vann þá fyrstu örugglega.
19.45 Sýn
Bein útsending frá síðari leik Liverpool
og Celtic í 8 liða úrslitum Evrópukeppni
félagsliða.
22.00 Sýn
Football Week UK. Nýjustu fréttirnar úr
enska boltanum.
22.30 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um helstu
íþróttaviðburði heima og erlendis.
23.00 Sýn
Sýnt frá Qatar-meistaramótinu í evr-
ópsku PGA-mótaröðinni í golfi.
23.50 Sýn
Sýnt frá Ford-mótinu í bandarísku PGA-
mótaröðinni í golfi.
0.40 Sýn
HM 2002. Sýnt frá leik Kosta Ríka og
Tyrklands á HM í Asíu síðasta sumar.
5.50 Sjónvarpið
Formúla 1. Bein útsending frá tímatöku
fyrir kappaksturinn í Malasíu.
hvað?hvar?hvenær?
1718 1920 21 22 23
MARS
fimmtudagur
Stelpan í At
7dagskrásjónvarpsinsnæstu daga
Halldór
í réttum
og röngum
litum
Þitt
eintak
Viku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu
birta
konur hafa
minni áhuga
á pólitík
rómantísk
helgi að hætti
Sigga Hall
NR. 2 – 21 . T I L 27 . MARS 2003
ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 86 .000 E INTÖK
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
hvernig
týpa ert þú?
Tímarit í 86.000 eintökum
um fólkið í landinu
A L LTA F Á F Ö S T U D Ö G U M