Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 29
29FIMMTUDAGUR 20. mars 2003 LEGONýtt NBA Tilboðið gildir 20. - 23. mars eða meðan birgðir endast. 30% afsláttur á NBA LEGO FLENSA Almenn veikindi nemenda hafa sett strik í skólahald víða um land og meira segja orðið til þess að árshátíðum hefur verið frestað. Árshátíð Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði, sem halda átti í vikunni, hefur verið frestað og sömu sögu er að segja í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Í Patreksskóla voru 45 nem- endur af 71 veikir í gær og fór veikum frekar fjölgandi en hitt. Segist skólastjórinn, Ragnhildur Einarsdóttir, ekki muna önnur eins veikindi á ferli sínum. Í Holtaskóla voru það veikindi þeirra sem sjá áttu um skemmti- atriði á árshátíð skólans sem urðu til þess að árshátíðinni var frestað. Svo rammt kvað að veik- indum í skólanum að í sjötta bekk mættu aðeins þrír nemendur í fyrradag og ekki skánaði útlitið þegar kennarararnir fóru að falla einn af öðrum. ■ JARÐARFARIR 13.30 Ólafur Jónas Sigurðsson, Þrastar- stíg 9, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Þorsteinn Davíðsson, Faxaskjóli 16, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni. 15.00 Una Guðmundsdóttir, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. 15.00 Þórir H. Konráðsson, Aratúni 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. ANDLÁT Sigríður Hansdóttir frá Súgandafirði lést 17. mars. Tómas Kristjánsson, Hraunbraut 32, Kópavogi, lést 16. mars. AFMÆLI Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson er fimmtugur. Pondus eftir Frode Øverli FLENSA Setur víða strik í reikninginn. ■ Skólahald Veikindi trufla árshátíðir ■ Tímamót Án Derricks eru þriðjudags- kvöldin ónýt! En þú átt 326 þætti á vídeói, Elsa mín! Það er ekki eins! Ég vil fá nýja þætti! Þú verður að horfast í augu við að Derrick er orðinn gam- all og kominn á elliheimili! Það er ungi maður- inn Harry Klein sem sér núna um að leysa málin! En sá góði drengur, Harry, kíkir sjálfsagt á sinn gamla vin Stef- án Derrick... þó ekki væri nema til þess að segja hæ og gefa honum tvær matskeiðar af vel stöppuðum sveskjugraut! Ach, ja... Með súrmjólkinni Kalli skoski var hjá tannlækninum ogspurði hvað kostaði að láta draga tvo jaxla úr og rótfylla. „Það eru alltaf ein 40 þúsund,“ svaraði tannsi. „Allt allt of mikið,“ segir Kalli og tann- læknirinn segist hugsanlega getað lækk- að verðið niður í 30 með því að sleppa deyfingunni. „Já, neineineinei, allt of mikið,“ segir Kalli og læknirinn segir: „Jæja, lokatilboð. Sleppum deyfingunni og lærlingurinn fær að draga jaxlana úr... 15 þúsund!“ „Segjum það,“ svara Kalli. „Bókaðu þá tíma fyrir konuna mína næsta þriðju- dag klukkan þrjú.“ Ríkisútvarpið: Fréttamenn ekki til Írak ÚTVARPSRÁÐ Ríkisútvarpið mun ekki senda fréttamenn til átaka- svæðanna í Írak, ef og þegar stríð brýst þar út. Þetta kom fram í svari Boga Ágústssonar við fyrirspurn Marðar Árnason- ar á fundi útvarpsráðs fyrr í vik- unni. Mörður spurði hvernig fréttastofur Ríkisútvarpsins væru búnar undir að fjalla um yfirvofandi átök í Írak. Bogi svaraði því til að ekki stæði til að senda menn utan. Undirbún- ingur vegna umfjöllunar um möguleg átök hefðu staðið und- anfarna mánuði og sömuleiðis viðræður við erlenda frétta- stöðvar um útsendingar utan hefðbundins útsendingartíma Sjónvarpsins. ■ BOGI ÁGÚSTSSON Engir utan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.