Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 16
16 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Því meira sem ég velti fyrirmér ákvörðun íslensku ríkis- stjórnarinnar um að lýsa yfir stuðningi við innrás herja Bandaríkjamanna og Breta í Írak, því óskynsamlegri finnst mér hún vera. Lögmæti þessarar innrásar er mjög vafasamt. Hagsmunir smárra ríkja eru að stórar þjóðir og voldugar fari að alþjóðalögum og sæki stuðning við ráðagerðir sínar til alþjóð- legra stofnana. Hvorki Atlants- hafsbandalagið, Sameinuðu þjóð- irnar né Evrópusambandið hafa treyst sér til að styðja yfirvof- andi innrás. Hvers vegna kjósa þá íslensk stjórnvöld að styðja innrásina? Höfum við hag af því að valdamikil ríki fari með of- beldi gegn smærri ríkjum þótt miklar efasemdir séu um lög- mæti þess og engar alþjóðlegar stofnanir treysti sér til að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar? Auðvitað er svarið: Nei. Þvert á móti. Við höfum mikla hagsmuni af því að standa fast á lögmætinu og formlegu samþykki alþjóð- legra stofnana. En hvers vegna kýs ríkis- stjórnin að lýsa yfir stuðningi við innrásina? Í raun hefur hún ekki útskýrt það fyrir þjóðinni. Sem er undarlegt – sérstaklega í ljósi þess að 91 prósent fólks er andsnúið innrásinni. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafa ýmist ver- ið stuttaraleg og vanrökstudd eða þá mikið til út og suður. Stundum má einna helst skilja tal þeirra svo að þeim finnist að þeir þurfi að greiða atkvæði um það hvor sé skárri maður Bush Bandaríkja- forseti eða kollegi hans, Saddam í Írak. Eins og sú afstaða sé ekki gild að hafna ólögmætri innrás með takmörkuðum stuðningi al- þjóðasamfélagsins þótt Saddam sé illur forystumaður þjóðar sinn- ar. Þegar ríkisstjórn Íslands tekur ákvörðun sem stangast á við vilja 91 prósents atkvæðabærra manna verða ráðherrar að sjá sóma sinn í að rökstyðja þá ákvörðun vel og vandlega og sækjast með því eftir stuðningi til þjóðarinnar. Þeir sitja í umboði þessarar sömu þjóð- ar í krafti þingstyrks. Þjóðar sem kaus sér síðast forseta sem lagði áherslu í kosningabaráttunni á mikilvægi hlutverks forsetaemb- ættisins þegar mikill munur yrði á vilja þings og þjóðar. Ef hins vegar ríkisstjórnin get- ur ekki lagt fram góð rök verður hún að kynna aðrar forsendur ákvörðunar sinnar. Hefur Íslend- ingum til dæmis verið boðið ein- hvers lags gjald fyrir stuðning sinn eins og Tyrkjum og ýmsum öðrum þjóðum? Því verður ríkis- stjórnin einnig að svara. ■ Ef þjóðarbúið stendur svo velsem af er látið, hvernig stendur þá á því, að þjóðin hefur þurft að safna svo gríðarlegum skuldum undangengin ár? Leyfum tölunum að tala. Skuldir heimilanna hafa nífald- azt miðað við ráðstöfunartekjur síð- an 1980. Þá skulduðu heimilin jafn- virði fimmtungs af ráðstöfunartekj- um sínum, en nú skulda þau jafn- virði 180% af ráðstöfunartekjum; skuldirnar nema því nálega tvöföld- um árstekjum heimilanna að greiddum sköttum. Þetta hefur gerzt jafnt og þétt: síðan 1995 hafa skuldir heimilanna við lánakerfið aukizt um 150%, á með- an íbúða- og bif- reiðaeign heimil- anna hefur aukizt um 50%. Af þess- um samanburði má ráða, að veru- legur hluti lánsfjárins hefur verið notaður til að standa straum af ney- zlu, ekki eignamyndun. Heimilin hafa safnað þessum skuldum af fús- um og frjálsum vilja. Fyrirtækin hafa ekki látið sitt eftir liggja. Skuldir fyrirtækja við lánakerfið hafa þrefaldazt síðan 1995, skuldir sjávarútvegsfyrir- tækja hafa tvöfaldazt. Ríki og sveit- arfélög söfnuðu einnig skuldum fram til ársins 1995, en grynnkuðu síðan lítils háttar á skuldunum í uppsveiflunni næstu ár þar á eftir, enda fossuðu skatttekjur þá inn í fjárhirzlur hins opinbera. Hlutfall skulda ríkis og byggða af lands- framleiðslu hefur haldizt nokkurn veginn óbreytt síðan 1999 og er nú hærra en það var árið 1991. Á sama tíma hefur skattbyrði þyngzt meira hér heima en annars staðar á OECD-svæðinu að Grikklandi einu undanskildu skv. upplýsingum OECD. Erlendar skuldir landsmanna hafa aukizt mun örar en erlendar eignir síðustu ár, svo að staða þjóð- arbúsins út á við hefur veikzt til muna. Hlutfall erlendra langtíma- skulda þjóðarbúsins af landsfram- leiðslu hækkaði úr 52% í árslok 1995 í 93% í árslok 2002. Þar eð gripið var til þess ráðs að taka skammtímalán til að grynnka á langtímaskuldum, þá er rétt að geta einnig um það, að hlutfall erlendra skammtímaskulda þjóðarbúsins af landsframleiðslu hækkaði úr 10% í árslok 1995 í 30% í árslok 2002. Þetta þýðir það, að heildarskuldir þjóðarinnar erlendis (án áhættu- fjármagns) hafa aukizt úr 62% af landsframleiðslu í árslok 1995 upp í 123% í árslok 2002. Það gerir tvö- földun á sjö árum. Frjálst fjár- streymi milli landa hefur ýtt undir þessa þróun. Af þessu leiðir, að skuldabyrðin, sem þjóðin þarf að bera, hefur þyngzt verulega. Árið 2002 þurft- um við að greiða nálega helminginn (48%!) af öllum útflutningstekjum þjóðarinnar í afborganir og vexti af erlendum langtímalánum. Skulda- byrðin er enn þyngri en þetta, ef vextir af skammtímaskuldum eru taldir með. Skuldabyrðin mun þyngjast verulega, þegar vextir hækka aftur á heimsmarkaði, svo sem líklegt má telja í ljósi þess, að Bush Bandaríkjaforseti er búinn að kalla gríðarlegan hallarekstur yfir ríkisbúskapinn þar vestra. Þetta er sem sagt skuldastaðan nú – um það leyti sem mesta skulda- söfnunarhrina Íslandssögunnar er í þann veginn að hefjast vegna að- steðjandi virkjunarframkvæmda. Uppsveiflan í efnahagslífinu árin 1996-2000 virðist hafa verið knúin áfram af erlendu lánsfé fyrst og fremst. Innstreymi alls þessa fjár inn í landið hlaut að örva efna- hagslífið, óháð því hvort lánsféð var notað til arðbærrar fjárfesting- ar eða ekki, enda kemur arðsemin ekki í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Menn ættu því að varast það að þakka uppsveifluna 1996- 2000 góðri hagstjórn, enda hefur hagstjórnin að minni hyggju ein- kennzt öðrum þræði af hirðuleysi, svo sem skuldasúpan vitnar um, enda þótt verðbólgu hafi verið hald- ið í skefjum, og einnig af ónógum skilningi stjórnvalda á ýmsum þrá- látum skipulagsbrestum í innviðum atvinnulífsins. Hirðuleysið má ráða af því, að ríkisstjórnin lofar nú stór- felldri skattalækkun og skuldasöfn- un, enda þótt hagkerfinu stafi veru- leg ofhitunarhætta af stóriðjufram- kvæmdum. Fólkið og fyrirtækin um landið hafa ekki getað náð endum saman undangengin ár öðruvísi en með því að safna skuldum. Landsfram- leiðsla á vinnustund er minni á Ís- landi en víðast hvar annars staðar á OECD-svæðinu, enda þótt lands- framleiðsla á mann hér heima sé fyrir ofan meðallag. Munurinn staf- ar af því, að Íslendingar þurfa að vinna meira en margar aðrar þjóðir til að bæta sér upp óhagræðið, sem hirðulaus hagstjórn og skakkir inn- viðir leggja á þjóðina enn sem fyrr, enda þótt ýmislegt hafi færzt í betra horf hin síðustu ár, skárra væri það nú. ■ Skýringar óskast Hólmfríður Garðarsdóttir, lektor í spænsku við HÍ, skrifar: Mér leikur forvitni á því aðvita hvaða ástæður forsætis- ráðherra Íslands tiltekur sér til málsbóta til útskýringa á útspili sínu á mánudag þegar hann lýsti yfir stuðningi við væntanlegar árásir á Írak undir stjórn Banda- ríkjanna. Hvaða hagsmunir búa að baki því að stuðningur við öfga- stjórn Bush forseta er meira virði en samstaða með sjónarmiðum okkar Íslendinga sjálfra, þar sem 80% þjóðarinnar eru andvíg hern- aðarátökum og innrásinni sem um ræðir? ■ Um daginnog veginn ÞORVALDUR GYLFASON ■ prófessor skrifar um skuldir og skatta Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stuðning íslensku ríkis- stjórnarinnar við innrás Bandaríkja- manna í Írak. Forsendur óskast upplýstar Að sitja í súpunni ■ Bréf til blaðsins „Skulda- byrðin mun þyngjast verulega. HITAVEITA Ákvarðanir um frekari framkvæmdir í tengslum við hita- veitu í Fjarðabyggð verður tekin um mánaðamótin. Þá eiga að liggja fyrir fullnægj- andi upplýsingar um árangur dæl- ingar í tilraunaskyni úr borholu í Eskifirði. Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar binda miklar vonir við borholuna í Eskifirði, sem byrjað var að dæla úr um miðjan febrúar. Í dag gefur hún um 18 lítra á sekúndu, en meðalþörf Eskifjarðar, sem er um 1.000 manna byggð, er um 10 lítr- ar á sekúndu. Holan ætti því að duga byggðarlaginu nema í mestu topp- unum, þegar notkunin fer yfir 20 lítra á sekúndu. ■ FRAMKVÆMDIR Stefnt er að bygg- ingu 375 nýrra íbúða í Fjarða- byggð á næstu tveimur til þrem- ur árum. Framkvæmdir eru þeg- ar hafnar, en fyrirhuguð upp- bygging er í samræmi við áætl- anir um fólksfjölgun á svæðinu með tilkomu álversins á Reyðar- firði. Gert er ráð fyrir langmestri fjölgun á Reyðarfirði, en þar hafa verið skipulagðar 230 lóðir fyrir 260 íbúðir. Guðmundur Sigfússon, formaður umhverfismálasviðs Fjarðabyggðar, segir að þetta séu mest einbýlis-, par- og raðhús, en þó geti verið að það eigi eftir að breytast eitthvað og fjölbýlishús- um verði fjölgað. Íslenskum aðal- verktökum hefur þegar verið út- hlutað 130 lóðum og Trésmíða- verkstæði Sveins Heiðars á Akur- eyri á í viðræðum við bæjaryfir- völd um 55 lóðir. Alls eru um 3.100 íbúar búsett- ir í Fjarðabyggð og hefur þeim fækkað um 10% frá árinu 1995. Ef fyrirhuguð íbúðauppbygging bæj- aryfirvalda gengur eftir má gera ráð fyrir að íbúum sveitarfélags- ins fjölgi um 950 á næstu árum eða um rúmlega 30%. Á tímabilinu frá 1990 til 2003 var úthlutað 48 íbúðalóðum og 28 lóðum fyrir iðnaðar- og þjónustu- fyrirtæki, en á næstu tveimur til þremur árum er gert ráð fyrir að úthluta 350 íbúðalóðum og 25 iðn- aðarlóðum. Á Eskifirði er ráðgert að byggja 75 íbúðir. Verið er að gera lóðirnar byggingarhæfar og er þegar byrjað að úthluta þeim. Á Eskifirði hafa einnig verið skipu- lagðar 14 iðnaðarlóðir. Í Neskaupstað er stefnt að byggingu 40 nýrra íbúða. Þegar hefur verið sótt um 17 lóðir og í síðustu viku hófust framkvæmdir við tvær fyrstu íbúðirnar. Bæjar- yfirvöld Fjarðabyggðar hafa einnig skipulagt 11 nýjar iðnaðar- lóðir í Neskaupstað. Auk gríðarlegra íbúðafram- kvæmda er stefnt að því að ljúka framkvæmdum við viðbyggingar grunnskólanna á Eskifirði og í Neskaupstað. Á þessu ári er enn fremur stefnt að því að hefjast handa við stækkun grunnskólans á Reyðarfirði og er hönnun þegar hafin. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar, segir að vegna þeirra gríðarlegu fram- kvæmda sem fram undan séu hafi sveitarfélagið skuldsett sig tölu- vert. Hann segir að með tilkomu álvers Alcoa muni það hins vegar geta greitt upp sínar skuldir þar sem tekjur sveitarfélagsins af fasteignagjöldum álversins muni nema hundruðum milljóna króna. trausti@frettabladid.is Fjallavötnin fagurblá verða kolgrá! Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir skrifar: Margur telur Dani hafa bjarg-að íslensku handritunum en mörg skinnhandrit fóru forgörð- um í snið og sigti auk fleiri nyt- samra hluta sökum fátæktar. Menn skynjuðu ekki verðmætin. Í dag er það íslenska hálendið sem styrinn stendur um. Íslendingar gætu stofnað þjóðgarð á Austur- landi sem væri einstakur á heims- vísu en virðast ætla að sökkva dýrmætasta handritinu, Vatnajök- ulsþjóðgarði. Jökla er aurugasta jökulsá landsins. Eftir 50 ár verða lónin hálffull af jökulleir sem fýkur yfir sveitir og byggð. Samanber Sult- artangalón sem hefur rýrnað um ca. 25% á 26 árum. Hvar eru þess- ar orkulindir sem alltaf er gumað af? Nú er ráðist inn á friðlýstar náttúruperlur sem einnig eru dýr- mætar auðlindir og geta skapað Vatnajökulsþjóðgarði einstakan sess í veröldinni. Kárahnjúkavirkjun er á mis- gengissprungu og eldfjallasvæði. Alls eru ráðgerðar þarna fimmtán stíflur utan um kolgrá jökullón. Nokkrar af grjótstíflunum eru á Snæfellsöræfum. Kelduárlón, sem er 1.450 metra löng grjótstífla, og við Ufsarlón er grjótstíflan 675 metra löng. Einnig hverfa 60 aðrir fossar á þessu svæði. Börnin okkar verða svo að borga tapið og afborganir af 100 milljörðum verði þarna eldgos eða jarðskjálftar. Álverð fer lækkandi og þá lækkar sjálfkrafa verðið á rafmagninu, sem verður þá selt undir kostnaðarverði. Við stefnum ferðaþjónustunni í hættu. Krefjumst þjóðaratkvæða- greiðslu jafnhliða alþingiskosn- ingum í vor! Kjósum Vatnajökuls- þjóðgarð og höfnum Kárahnjúka- virkjun og stíflugörðunum við Snæfell sem fengu falleinkunn í umhverfismati hjá Skipulags- stjóra vegna umhverfisspjalla. Enn er tími til stefnu! ■ Búist við 30% fjölgun íbúa Tilkoma álversins á Reyðarfirði mun hafa mik- il áhrif í Fjarðabyggð. Stefnt að byggingu 375 nýrra íbúða. Mest byggt á Reyðarfirði. FRAMKVÆMDIR Í FJARÐABYGGÐ Á NÆSTU 2 TIL 3 ÁRUM Fjöldi íbúa Fyrirhuguð fjölgun íbúða Fyrirhuguð fjölgun íbúa Reyðarfjörður 600 260 660 Eskifjörður 1.000 75 190 Neskaupstaður 1.400 40 100 Alls 3.100 375 950 UPPBYGGING HAFIN Á REYÐARFIRÐI Gert er ráð fyrir langmestri fjölgun á Reyð- arfirði, en þar hafa verið skipulagðar 230 lóðir fyrir 260 íbúðir. Ef fyrirhuguð íbúða- uppbygging bæjaryfirvalda gengur eftir má gera ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 950 á næstu árum. Miklar vonir bundnar við hitavatnsborholu í Eskifirði: Árangur metinn á næstu vikum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.