Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 20. mars 2003 Sjúkrahúsið Vogur: Konum fjölg- ar stöðugt HEILBRIGÐISMÁL Stöðugt fjölgar konum sem leita til SÁÁ. Á síð- asta ári leituðu 527 konur í með- ferð á sjúkrahúsið Vog. Þar af voru 120 stúlkur 19 ára og yngri. SÁÁ býður konum upp sér- staka kvennameðferð og fer með- ferðin að hluta til fram á Vík á Kjalarnesi, en þar voru 230 konur á síðasta ári. Eftir meðferðina á Vík sækja konurnar í kvenna- meðferðinni göngudeild SÁÁ í Síðumúla og á Akureyri í 1 ár. Konunum fjölgar ekki bara tölulega heldur líka hlutfallslega. 34% nýju sjúklinganna á Vogi á síðasta ári voru konur. ■ Meðalævilengd Íslendinga: Konur lifa lengur LÝÐHEILSA Munurinn á meðalævi- lengd karla og kvenna á Íslandi er með þeim minnsta sem þekkist í heiminum, eða fjögur ár. Íslenskir karlar geta vænst þess að ná 78,2 ára meðalævi- lengd og konur 82,2 árum sam- kvæmt nýjum tölum frá Hagstof- unni sem taka mið af árunum 2000 til 2002. Eins og annars staðar í heimin- um eru ævilíkur karla styttri en kvenna, en það vekur athygli að hér er munurinn minni en víðast hvar annars staðar. Munur á ævi- lengd milli kynjanna er á bilinu sex til sjö ár í flestum Evrópu- löndum. Á Norðurlöndum er hann talsvert minni, en mestur 5,7 ár í Noregi. Árið 2002 dóu 1.819 einstak- lingar á Íslandi, 933 karlar og 886 konur. Dánartíðni var 6,3 af 1.000 íbúum. ■ NÝI FORSÆTISRÁÐHERRANN Zoran Zivkovic er 42 ára. Hann var náinn samstarfsmaður Zorans Djindjics. Tveir lykilmenn handteknir: Eftirmaður Djindjics valinn BELGRAD, AP Það var naumt á mun- um þegar serbneska þingið valdi Zoran Zivkovic sem eftirmann Zorans Djindjics í embætti for- sætisráðherra landsins. 128 þing- menn af 250 greiddu honum at- kvæði sitt en hundrað þingmenn greiddu atkvæði gegn honum. Zivkovic hét því að halda áfram umbótastarfinu sem Djindjic hóf. Hann hyggst berjast gegn glæpasamtökum og koma grunuðum stríðsglæpamönnum í laganna hendur. Skömmu áður en þingið kaus eftirmann Djindjics voru tveir grunaðir höfuðpaurar samsæris- manna handteknir. Dragan Nink- ovic, fyrrum lögreglumaður sem sneri sér að glæpum, og Zoran Vukojevic, þekktur fíkniefnasali, streittust á móti þegar lögreglu- menn handtóku þá. Auk þess að handtaka mennina tvo var mikið magn vopna gert upptækt. Nálægt 800 manns hafa verið handteknir í tengslum við rann- sóknina á morði Djindjics. ■ LÍFEYRISSJÓÐIR Hrein raunávöxtun Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda var 0,5% í fyrra. Fimm ára meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins var í árslok um 3,2% og tíu ára meðaltal var 5,3%. Raunávöxtun sjóðsins hefur aldrei verið neikvæð, en miklar lækkanir á erlendum hlutabréfa- mörkuðum skýra lága ávöxtun sjóðsins á síðasta ári. Innlendar eignir gáfu þó góða ávöxtun. Heildareignir til greiðslu lífeyr- is í árslok 2002 hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda námu alls 23,9 milljörðum króna. Eignir sjóðsins jukust um rúma 1,6 milljarða eða 7,4%. Iðgjöld ársins námu 1.356 milljónum króna, sem er 7,8% aukning frá fyrra ári. Lífeyris- greiðslur námu 275 milljónum og nam aukningin um 29,8% frá árinu á undan. Tryggingafræðileg staða sýnir að eignir umfram áfallnar skuld- bindingar námu 21,2% í árslok 2002. Heildarskuldbinding umfram eignir er hins vegar 5,9%. Versn- andi staða milli ára skýrist fyrst og fremst af auknum lífslíkum sjóðfé- laga og lakari ávöxtun. Hrein raun- ávöxtun séreignardeildar sjóðsins var neikvæð um 1,2%. Eignir sér- eignardeildar sjóðsins nánast tvö- faldast milli ára og fjöldi rétthafa hefur tífaldast. ■ SÖFNUNARSJÓÐUR LÍFEYRISRÉTTINDA Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er sjöundi stærsti lífeyrissjóður landsins. Hann er sjálfstæð- ur lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag. Heildareignir Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda nema tæpum 24 milljörðum: Jákvæð ávöxtun Söfnunarsjóðsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.