Fréttablaðið - 20.03.2003, Síða 10
10 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR
STRÍÐ „Strákurinn er svekktur en
sjálfur hef ég sjaldan verið fegnari
í lífinu,“ segir Torfi Geirmundsson
hárskeri, sem varpar nú öndinni
léttar eftir að hann frétti að átján
ára sonur hans verði ekki í breska
herliðinu sem fyrst ræðst til atlögu
í stríðinu í Írak. Sonur Torfa, Bash-
ir Vincent Ali Geirmundsson, er bú-
settur í Englandi ásamt móður sinni
og er atvinnuhermaður í konung-
legu bresku fallhlífahersveitinni.
Það er einmitt sú sveit sem ráðgert
er að verði fyrst á vettvang ef og
þegar til stríðs kemur í Írak.
„Það sem varð stráknum til
bjargar var lagabreyting í Bret-
landi sem Tony Blair stóð að en þar
breytti hann aldurstakmarki her-
manna sem sendir verða til Írak.
Nú verða þeir að vera nítján ára í
stað átján áður, en sonur minn er
einmitt átján. Sem betur fer,“ segir
Torfi sem ræddi við son sinn í síma
í fyrradag þegar ljóst var að ekkert
yrði úr stríðsþátttöku hans í þetta
sinn. „Hann verður þá að bíða í eitt
ár en vonandi kemur ekki til átaka
þarna,“ segir Torfi. ■
STEYPT AF STÓLI
Ange Feliz Patasse, forseti Mið-Afríkulýð-
veldisins, var í Nígeríu á leiðtogafundi þeg-
ar Francois Bozize og menn hans hrifsuðu
til sín völdin í landinu með herafli.
.
Steypt af stóli:
Valdaránið
fordæmt
ADDIS ABABA, AP Afríkusambandið
hefur fordæmt valdarán Francois
Bozize hershöfðingja í Mið-Afr-
íkulýðveldinu. Nefnd á vegum
sambandsins mun fara yfir stöð-
una á næstu dögum og skera úr
um það til hvaða aðgerða verði
gripið.
Uppreisnarmenn undir forystu
Bozize yfirtóku höfuðborg lands-
ins, Bangui, um helgina og felldu í
kjölfarið stjórnarskrá landsins úr
gildi.
Í ávarpi í ríkisútvarpinu sagði
hershöfðinginn ástæðu valdaráns-
ins vera þá óstjórn sem ríkt hafi í
landinu á undanförnum árum en
Bozize þurfti að láta í minni pok-
ann fyrir núverandi forseta, Ange
Feliz Patasse, í kosningum árið
1993. Hann gerði misheppnaða til-
raun til valdaráns árið 2001 og
flúði í framhaldi af því til ná-
grannalandsins Chad. Þaðan var
hann svo sendur til Frakklands,
þar sem honum var boðið pólitískt
hæli. ■
Faðir varpar öndinni léttar:
Sonurinn sleppur í fyrstu atlögu
■ Bandaríkin
■ Lögreglufréttir
BASHIR VINCENT ALI -
GEIRMUNDSSON
Sonur Torfa Geirmundssonar
of ungur til að fara í stríðið.
VEÐUROFSI Snjóbylur hefur
valdið öngþveiti í Wyoming og
Colorado. Loka hefur þurft ýms-
um opinberum stofnunum, flug-
völlum og hraðbrautum sökum
snjóþyngsla. Varað hefur verið
við snjóflóðahættu í fjallahéruð-
um í Colorado.
VEGLEG VERÐLAUN Yfirvöld í
Bandaríkjunum hafa heitið sem
svarar um 24 milljónum ís-
lenskra króna auk landvistar-
leyfis í laun
fyrir upp-
lýsingar
sem leitt
gætu til
björgunar
þriggja
banda-
rískra
verktaka
sem rænt
var af kól-
umbískum
uppreisnarmönnum í síðasta
mánuði. Dreift hefur verið aug-
lýsingu á götum Kólombíu með
mynd af glæsilegri risaþotu og
nútímalegri stórborg við tær-
blátt haf.
MÁLSÓKN VEGNA GASLEKA Al-
ríkisdómari í Bandaríkjunum
hefur vísað frá máli á hendur
efnaverksmiðju vegna gasleka
sem varð yfir 14.000 manns að
bana í Bhopal á Indlandi árið
1984. Dómarinn hafnaði skaða-
bótakröfu íbúa í nágrenni verk-
smiðjunnar á þeim forsendum
að of langt væri um liðið og fyr-
irtækið hefði þegar greitt nægar
bætur.
HAFRANNSÓKN Mikil óvissa ríkir
um ástand loðnustofnsins þar sem
ekki tókst að mæla veiðistofninn í
leiðangri Hafrannsóknastofnunar
sem lauk fyrir nokkrum dögum.
„Það er alltaf ástæða til að taka
allt svona alvarlega,“ segir
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, „en
það er nú svo margt í heimi nátt-
úrunnar með þeim hætti um þess-
ar mundir að ég er alls ekki sann-
færður um að ástandið sé svona
slæmt þó við höfum ekki fundið
neitt að gagni núna og ekkert sem
gæti staðið undir heilli vertíð.“
Hjálmar bendir á að það sé
óvenju hlýtt á öllu hafsvæðinu.
Loðnan hafi því hugsanlega leitað
á kaldari svæði og þessi leiðangur
gefi ekki raunsæja mynd af
ástandinu. „Ég hef aldrei séð
svona áður á öllum mínum ferli,
sem er orðinn nokkuð langur, en
hitastigið við yfirborð sjávar er
um 4 gráður þar sem það er
venjulega einhvers staðar í kring-
um eina gráðu.“
Hjálmar segir að Hafró hafi
fyrst og fremst verið að leita að
árganginum frá 2001 en seiða-
fjöldi hans var sá fjórði stærsti
frá því mælingar hófust 1970.
„Hann var ágætlega á sig kominn
og þó það sé ekki alltaf samband
milli seiðafjölda og stærðar ár-
gangsins seinna þá gaf þetta vís-
bendingu um sterkan árgang.“
Loðna sem hafði áður fundist
við vestanvert Norðurland virðist
vera horfin núna en Hjálmar seg-
ist ekki hafa orðið neitt sérstak-
lega hissa á því. „Hún hefur sjálf-
sagt haldið sig þarna fram á haust
á meðan eitthvað var að éta en
hefur svo líklega sest að út af
Vestfjörðum í meiri kulda til að
spara orku þannig að hún yrði
sprækari með vorinu. Við sáum
þó ekki sporð út af Vestfjörðum
og það var ekki fyrr en við vorum
komnir vestur yfir í áttina að
Grænlandi sem við fundum eitt-
hvað af þessari loðnu. Það var að
vísu ekki mikið og leitinni var
hætt þar sem leiðindaveður og ís-
hröngl kom í veg fyrir að við
kæmumst lengra.“
Hjálmar segir að fyrir sína
parta sé ekki hægt að tvístrika
undir þennan reikning og útilokar
ekki að loðnuna sé einhvers staðar
að finna. „Hitastigið hefur mikið
að segja en þó vonandi ekki á
þann veg að loðnan hafi gefið upp
öndina úti á hafi. Mér finnst það
ótrúlegt. En á meðan það kemur
ekki annað í ljós verðum við að
fara að öllu með gát og reyna að
hugsa upp einhverja klæki til þess
að komast að þessu og ganga úr
skugga um hvað hefur gerst.“
thorarinn@frettabladid.is
HJÁLMAR VILHJÁLMSSON
„Við verðum að athuga þetta betur og það þarf að skoða nánar þá tilgátu að hitabreyting-
arnar hafi haft mikil áhrif á dreifingu loðnunnar.“
Ekki tókst að mæla veiðistofn loðnu í nýloknum rannsóknar-
leiðangri Hafrannsóknastofnunar. Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur segir að það verði að taka þetta alvarlega.
Loðnan leitar
á kaldari slóðir
LYFJARÆNINGINN ÓFUNDINN
Maðurinn sem rændi talsverðu af
sterkum lyfjum í verslun Lyfju í
Lágmúla á sunnudagsmorgun er
enn ófundinn. Lögregla segir
upptökur úr eftirlitsmyndavélum
sýna hver árásarmaðurinn er.
Maðurinn, sem mun stríða við
fíkniefnavanda, studdist við
hafnaboltakylfu í Lyfjuráninu.
LJÓS Á GLAUMBARSMÁL
Lögregla segir ljóst af framburði
vitna að til stympinga hafi komið
um síðustu helgi milli manns sem
fannst meðvitundarlaus við
Glaumbar og annars óþekkts
manns, sem nú er leitað. Fórnar-
lambið var flutt á sjúkrahús og
hefur braggast vel síðan.
Svonaerum við
MEÐALÆVILENGD KARLA
OG KVENNA Í NOKKRUM
RÍKJUM
Karlar Konur
Japan 77,5 84,7
Frakkland 75,2 83
Spánn 75,4 82,3
Ísland 78,2 82,2
Noregur 75,7 85,4
Danmörk 74,2 78,5
Heimild: Hagstofa Íslands
Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað á
síðustu áratugum og í dag verða þeir
karla elstir í heiminum. Íslenskar konur
lifa hins vegar skemur en konur í átta
öðrum ríkjum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FJÓRFALDUR UM HELGINA Enginn
var með allar tölurnar réttar í
lottóinu á laugardaginn. Pottur-
inn var þrefaldur og hljóðaði
fyrsti vinningur upp á rúmar
þrettán milljónir. Búast má við
háum fyrsta vinningi um næstu
helgi þegar potturinn verður
fjórfaldur. Einn var aftur á móti
með fjórar tölur réttar auk
bónustölu og hlaut hann rétt um
900 þúsund krónur í sinn hlut.
■ Lottó