Fréttablaðið - 20.03.2003, Side 12
20. mars 2003 FIMMTUDAGUR
KAMBÓDÍA, AP Yfirvöld í Kambódíu
og embættismenn Sameinuðu
þjóðanna hafa komist að sam-
komulagi um stofnun sérstaks
dómstóls sem rétta á yfir fyrrum
liðsmönnum Rauðu Khmeranna
vegna glæpa gegn mannkyninu.
Um 1,7 milljónir Kambódíumanna
voru teknar af lífi eða létust vegna
hungurs og sjúkdóma í stjórnartíð
Rauðu Khmeranna á árunum 1975-
1979 en enn hafa engir leiðtogar
hreyfingarinnar þurft að svara til
saka fyrir þær hörmungar sem
þeir báru ábyrgð á.
Mikil ánægja ríkti um sam-
komulagið en viðræður milli Kam-
bódíumanna og Sameinuðu þjóð-
anna vegna málsins hófust fyrir
rúmlega fimm árum síðan. Tals-
menn Sameinuðu þjóðanna ítreka
þó að enn eigi mikið vatn eftir að
renna til sjávar áður en réttarhöld
geti hafist við dómstólinn. ■
ALÞINGI Afneitun stjórnvalda á því
að skattkerfið hafi aukið álögur á
lágtekjufólk stendur upp úr að ný-
loknu þingi að mati Guðjóns Arnars
Kristjánssonar, nýkjörins for-
manns Frjálslynda flokksins.
„Það er furðulegt að þurfa að
standa í rifrildi við stjórnarherrana
um þetta mál,“ segir Guðjón Arnar.
„Persónuafsláttur hefur ekki fylgt
launaþróun og fólk er að greiða
skatta af bótum. Samt stöndum við
í því að vera að rífast við fjármála-
ráðherrann sjálfan um það að skatt-
tekjur á lágtekjufólk hafi ekki auk-
ist.“
Guðjón Arnar segir að í umræð-
unni um skattamál hafi ríkisstjórn-
in einfaldlega verið að reyna að
blekkja fólk. Það sé vitað að skattar
á fyrirtæki og hátekjufólk hafi ver-
ið lækkaðir, en ríkisstjórnin geti
ekki viðurkennt þá staðreynd að
lágtekjufólk hafi setið eftir hvað
þetta varðar.
„Ég held að skattamálin verði
eitt af aðalkosningamálunum, sem
og það hvernig eigi að tryggja
bætta stöðu barnafólks. Það er sá
hópur í þjóðfélaginu sem er með
mestu útgjöldin vegna fjölskyldu-
samsetningar og um leið að reyna
að koma þaki yfir höfuðið. Einnig
tel ég að byggðamál komi til með að
vega þungt.“
Hvað einstaka atburði á þinginu
varðar segist Guðjón Arnar vera
afar ánægður með þá samstöðu
sem náðist um barnalögin. Það sé
merkilegur lagabálkur til framtíðar
litið. Hvað stóriðjumálin varðar
segir hann að þau hafi verið nokkuð
fyrirséð.
„Ég fagna því að þetta mál
skyldi hafa komist í höfn. Ég sagði
fyrir tveimur árum síðan að ég
fagnaði því að landsbyggðin skyldi
vera komin inn á stóriðjukortið.
Guðjón Arnar segist vera bjart-
sýnn fyrir hönd Frjálslynda flokks-
ins fyrir kosningarnar í vor.
Viðunandi niðurstaða sé 7 til 8%
fylgi og tvöföldun þingflokksins, en
á núverandi kjörtímabili hefur
flokkurinn haft tvo menn á þingi.
Hann segir að fyrsta verk nýrrar
ríkisstjórnar eigi að vera að leggja
drög að breytingum á kvóta- og
skattkerfinu.
trausti@frettabladid.is
VIÐBÓTARLÁN Stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga mun taka
erindi sveitarfélagsins Voga
fyrir á stjórnarfundi eftir tæpar
tvær vikur, að sögn Þórðar Skúla-
sonar, framkvæmdastjóra sam-
bandsins.
Í erindinu er kvartað undan
því að Garðabær og Seltjarnar-
nesbær hafi veitt íbúum sínum
vilyrði fyrir 90% viðbótarláni og
bent þeim á ódýrt húsnæði í Vog-
um. Þórður segir að sambandið
hyggist skoða hvort þetta sé rétt
og ef svo er muni það fá lögfræði-
legt álit á því hvort þetta standist
lög. Hann segir að sambandið
hafi í raun engin úrræði heldur
muni það væntanlega gefa út álit.
Í Fréttablaðinu í gær kom
fram að samkvæmt upplýsingum
frá Íbúðalánasjóði er sveitarfé-
lögum í sjálfsvald sett hvort þau
veita umsækjendum viðbótarlán
fyrir íbúðakaupum annars staðar
en þar sem þeir eiga lögheimili. ■
SVEITARSTJÓRINN Í VOGUM
Jóhanna Reynisdóttir er ósátt með
afgreiðslu húsnæðisnefnda Garðabæjar og
Seltjarnarnesbæjar.
Samband íslenskra sveitarfélaga tekur erindi Voga fyrir:
Lögfræðilegt álit
væntanlegt
Rifrildið um skatt-
kerfið furðulegt
Þingflokksformaður Frjálslynda flokksins ræðir um nýlokið þing.
Afneitun stjórnvalda á aukinni skattbyrði lágtekjufólks stendur upp úr.
Ánægður með barnalögin. Stefnir að því að tvöfalda þingflokkinn í vor.
SAMNINGAÞÓF Á ENDA
Talsmaður Lagaskrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna, Hans Corell, svaraði spurningum
fréttamanna í höfuðborg Kambódíu,
Phnom Penh.
Réttað yfir Rauðu Khmerunum:
Dómstóll settur
á laggirnar
GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON, NÝKJÖRINN FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS
Guðjón Arnar segir að í umræðunni um skattamál hafi ríkisstjórnin einfaldlega verið að reyna að blekkja fólk. Það sé vitað að skattar á
fyrirtæki og hátekjufólk hafi verið lækkaðir, en ríkisstjórnin geti ekki viðurkennt þá staðreynd að lágtekjufólk hafi setið eftir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M