Fréttablaðið - 20.03.2003, Síða 18
18 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR
TIGER BROSIR
Kylfingurinn Tiger Woods brosti blítt á æf-
ingahring fyrir Bay Hill-mótið sem hefst í
borginni Orlando í Flórída í dag. Woods
hefur ríka ástæðu til bjartsýni fyrir mótið
því hann hefur unnið það síðastliðin þrjú
ár. Mótinu lýkur á sunnudag.
KÖRFUBOLTI 28 stig frá Jerry
Stackhouse og 23 stig frá Mich-
ael Jordan dugðu Washington
Wizards ekki til sigurs gegn
Detroit Pistons í NBA-deildinni í
körfubolta í fyrrakvöld.
Leiknum lauk með sigri Pist-
ons 94:90 og fyrir vikið dvínuðu
möguleikar Jordan og félaga á
sæti í úrslitakeppninni umtals-
vert. Liðið er nú að hefja sex
leikja útileikjasyrpu um Vestur-
strönd Bandaríkjanna þar sem
róðurinn verður vafalítið erfið-
ur.
Dallas Mavericks vann þriðja
leik sinn í röð er liðið lagði
Cleveland að velli með 114 stig-
um gegn 93. Þjóðverjinn Dirk
Nowitzki var stigahæstur í liði
Mavericks með 28 stig. Liðið
hefur besta vinningshlutfall
deildarinnar þegar 15 leikir eru
eftir, með 51 leik unninn en að-
eins 16 tapaða.
Allan Houston skoraði 36 stig
fyrir New York Knicks, sem vann
San Antonio Spurs með 105 stig-
um gegn 97. Fyrir leikinn hafði
Spurs unnið sex leiki í röð. ■
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
knattspyrnu fær góðan stuðning
þegar það leikur gegn Skotum í
Glasgow annan laugardag. Á
fjórða hundrað manns fer héðan
til að horfa á leikinn en einnig er
búist við þó nokkrum fjölda Ís-
lendinga sem búsettir eru á Bret-
landseyjum.
KSÍ-klúbburinn ætlar ekki að
láta sitt eftir liggja. Halldór Ein-
arsson formaður sagði Frétta-
blaðinu að undirbúningur þeirra
hæfist í kvöld með kóræfingu.
KSÍ-klúbburinn, stuðnings-
mannafélag landsliðsins, var
stofnaður fyrir tveimur áratug-
um. Félagsmenn eru um 120 og
hittast þeir alltaf fyrir landsleiki.
Tartan Army, stuðnings-
mannafélag skoska landsliðsins,
telur aftur á móti um 28 þúsund
manns. Harðasti kjarni þess hitt-
ist að morgni leikdags um borð í
ferju á ánni Clyde sem rennur í
gegnum Glasgow. Þeir hafa boðið
60 Íslendingum í teitið og fara
fram á að gestirnir syngi tvö ís-
lensk lög. KSÍ-klúbburinn mætir
vel undirbúinn til veislunnar því
að í kvöld verður söngæfing und-
ir stjórn Guðjóns S. Þorlákssonar,
tónlistarkennara og kórstjóra hjá
Valskórnum. Lagaval liggur ekki
fyrir og það kemur í ljós í kvöld
hvort hópurinn æfi einnig hvatn-
ingaróp og söngva fyrir sjálfan
leikinn. ■
TARTAN ARMY
Stuðningsmenn skoska landsliðsins hafa boðið KSÍ-klúbbnum til teitis að morgni leik-
dags.
KSÍ-klúbburinn:
Kóræfing í kvöld
JORDAN
Michael Jordan og félagar í Washington Wizards þurfa að taka sig á ætli þeir sér sæti í úr-
slitakeppni NBA.
NBA-deildin:
Möguleikar Wizards dvína
AP
/M
YN
D
Önnur lota í miðasölu fyrir úr-slitaleik UEFA-bikarkeppn-
innar hófst í gær á heimasíðu
UEFA. Leikið verður á Estadio
Olímpico í Sevilla 21. maí. Stuðn-
ingsmenn félaganna sem leika til
úrslita fá rúmlega 31 þúsund
miða en tæplega 14 þúsund miðar
fara í almenna sölu.
Sir Alex Ferguson, knatt-spyrnustjóri Manchestser
United, er ekki lengur á höttun-
um eftir Þjóðverjanum Michael
Ballack. Talið er að hann muni nú
reyna að fá til sín Daniel van Bu-
yten, leikmann Marseille.
Svíinn Pär Zetterberg gengurtil liðs við Anderlecht að nýju
í vor. Zetterberg lék með belg-
íska félaginu frá 1986 til 2000.
■ Fótbolti
FÓTBOLTI Fontaine er frægastur fyr-
ir að hafa sett markamet þegar
hann skoraði 13 mörk í aðeins sex
leikjum fyrir franska landsliðið á
HM í Svíþjóð árið 1958. Metið
stendur enn þann dag í dag og eng-
inn, ekki einu sinni Brasilíumaður-
inn Ronaldo, hefur náð að toppa ár-
angurinn.
„Hefði Ronaldo verið í 100%
formi hefði hann hugsanlega getað
slegið metið á síðasta ári, en hann
er búinn að missa af tækifærinu,“
sagði Fontaine í viðtali við AP-
fréttastofuna. Ronaldo skoraði 8
mörk á HM í Asíu og varð marka-
hæsti maður keppninnar.
Franska landsliðið náði í undan-
úrslit á HM ’58 en féll út gegn Pele
og félögum í brasilíska landsliðinu.
Pele, sem þá var aðeins 17 ára gam-
all og að stíga sín fyrstu spor með
landsliðinu, skoraði þrennu í leikn-
um og gerði um leið út um vonir
Frakka í keppninni. Brasilíumenn
unnu leikinn 5:2 og sigruðu síðan
Svía í úrslitum með sömu marka-
tölu.
Fontaine man vel eftir Pele og
tilþrifum hans á knattspyrnuvellin-
um. „Um leið og hann snerti bolt-
ann vissirðu að hann yrði stór-
stjarna,“ sagði Fontaine. „Tækni
hans bjó yfir miklum þokka. Hann
gat vippað boltanum yfir menn og
hlaupið í kringum þá. Hann lét allt
líta út fyrir að vera fáránlega auð-
velt.“
Fontaine átti glæsilegan feril
með franska landsliðinu. Hann
skoraði þrennu í sínum fyrsta leik
gegn Lúxemborg árið
1953 og endurtók leikinn í
fyrsta leik Frakka á HM
‘58 gegn Paragvæ. Þá var
Fontaine aðeins að leika
sinn sjötta landsleik. Tíu
mörk fylgdu í kjölfarið,
þar af fjögur gegn Vestur-
Þjóðverjum, og Fontaine
varð markakóngur keppninnar.
Í 21 leik sínum með franska
landsliðinu skoraði Fontaine 30
mörk, þar af fimm þrennur. Kapp-
inn var einnig á skotskónum með
félagsliðum sínum Nice og Reims
í Frakklandi. Þar skoraði hann 210
mörk í 220 leikjum.
Fontaine varð hins vegar að
leggja skóna á hilluna aðeins 27
ára gamall árið 1960 eftir að hafa
fótbrotnað illa í leik. „Ég var á há-
punkti ferils míns. Hver veit
hversu mörg mörk ég hefði getað
skorað,“ sagði goðsögnin að lok-
um.
freyr@frettabladid.is
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
Just Fontaine (lengst til hægri) ásamt goðsögnunum Eusebio frá Portúgal (til vinstri) og
landa sínum Michel Platini í 70 ára afmælisveislunni. Fontaine var þekktur fyrir hraða
sinn og yfirvegun upp við mark andstæðinganna á glæstum ferli sínum.
Markamet
Fontaine stendur
Franska knattspyrnugoðsögnin Just Fontaine hélt upp á sjötugsafmæli
sitt á dögunum. Hann skoraði 30 mörk í 21 landsleik en varð að leggja
skóna á hilluna á hápunkti ferils síns, aðeins 27 ára gamall.
FLEST MÖRK Á HM
13 Just Fontaine fyrir Frakka í Svíþjóð 1958
11 Sandor Kocsis fyrir Ungverja í Sviss 1954
10 Gerd Müller fyrir Vestur-Þýskaland í Mexíkó 1970
9 Ademir fyrir Brasilíu í Brasilíu 1950
9 Eusebio fyrir Portúgal í Englandi 1966
AP
/M
YN
D
Henrik Larson:
Aftur í
sænska
landsliðið
FÓTBOLTI Svíinn Henrik Larsson,
leikmaður skoska liðsins Celtic,
hefur ákveðið að taka landsliðs-
skóna fram að nýju.
Larson, sem hætti eftir HM í
Asíu síðasta sumar, hefur verið val-
inn í sænska landsliðshópinn fyrir
útileik gegn Ungverjalandi í und-
ankeppni EM sem háður verður í
næsta mánuði.
Larson, sem er 31 árs gamall,
hefur skorað 24 mörk í 72
landsleikjum. Síðast lék hann gegn
Senegal í 16 liða úrslitum HM. ■
Lagersala
Gjafavara
Að Lyngási 14, Garðabæ
Gjafavara á gjafverði
Opið:
Mánud.-föstud. 14-18 • Laugard.-sunnud. 14-17
Geymið auglýsinguna
NLP Námskeið
Neuro-Linguistic Programming
Kennt verður dagana 31/3 til 4/4 og 7/4 til 11/4 frá kl. 18-22
NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar
innra tungumál milli hugsana og undirmeðvindundar.
NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð
frábærum árangri í lífinu.
Kennt er m.a.:
■ Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt.
■ Að skapa nýtt samskiptamál.
■ Að skapa þína eigin framtíð.
■ Að stjórna samtölum.
■ Að vekja snillinginn í sjálfum sér.
■ Að leysa upp neikvæðar venjur.
■ Að lesa persónuleika fólks.
■ Venjur til varanlegs árangurs.
Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP.
Upplýsingar í síma 588 1594
Netfang:koe@islandia.is
Nánari upplýsingar um NLP má finna á:
www.ckari.com