Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 28
28 20. mars 2003 FIMMTUDAGUR
Festist í stjórnsýslunni
Guðmundur Árnason stjórn-málafræðingur hefur verið
skipaður ráðuneytisstjóri í
menntamálaráðuneytinu. Hann er
Austfirðingur, fæddur og uppal-
inn á Eskifirði. „Ég ólst upp á upp-
gangstímum í sögu byggðarlags-
ins sem einkenndust framan af af
síldarárunum og síðan skuttog-
aravæðingu. Menn byrjuðu
snemma að vinna þarna og ég
þóttist hafa himin höndum tekið
þegar ég fékk fyrsta fasta starfið
mitt fyrir utan bæjarvinnuna og
byrjaði í saltfiskinum þrettán ára
gamall. Það fóru þó að renna á
mig tvær grímur eftir því sem
það leið á sumarið.“
Guðmundur var einn vetur í
Menntaskólanum á Laugarvatni,
að grunnskólanámi loknu, en fór
svo í eitt ár sem skiptinemi til
Ítalíu. „Ég útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð og
fór strax að því loknu í nám til
Skotlands og Englands.“ Flestir
félagar og vinir Guðmundar voru
á kafi í pólitísku starfi á námsár-
unum en hann lét allt slíkt eiga
sig. „Ég tók nú aldrei meðvitaða
ákvörðun um að leggja stjórn-
málafræði fyrir mig og fór til
Skotlands í þeim tilgangi að læra
fjölmiðlun en þegar á staðinn var
komið heillaði stjórnmálafræðin
mig meira.“
Guðmundur var við nám í
fimm ár og segist hafa haft gaman
af. „Þetta voru skemmtilegir tím-
ar í Bretlandi í lok níunda áratug-
arins. Miklar væringar í pólitík-
inni.“ Guðmundur var ráðinn í
ýmis sérverkefni hjá fjármála- og
forsætisráðuneytinu eftir að hann
kom heim árið 1991. „Ég ílengdist
svo þar, ólíkt því sem ég bjóst við
sjálfur.“
Guðmundur er sonur Ragnhild-
ar Kristjánsdóttur og Árna Hall-
dórssonar, fyrrverandi skipstjóra
og útgerðarmanns, en þau ráku
útgerð á Eskifirði um árabil og
búa þar enn. Hann er giftur Sól-
veigu Berg Björnsdóttur arkitekt
og saman eiga þau tvö börn, tíu og
þriggja ára gömul. ■
GUÐMUNDUR ÁRNASON
Reynir að eyða sem mestum tíma með
fjölskyldunni. „Frítíminn fer mest í að
klambra saman sumarhúsi vestur á Mýr-
um. Þangað förum við oft þegar tími gefst
til en ég reyni að njóta dásemda íslenskrar
náttúru sem allra mest, á öllum árstímum.“
Stöðuveiting
■ Guðmundur Árnason stjórnmála-
fræðingur hefur verið skipaður ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu. Hann gekk í ýmis sérverkefni í
fjármála- og forsætisráðuneytinu
fljótlega eftir að hann kom heim úr
námi og hefur verið lengur á þess-
um vettvangi en hann ætlaði.
Ég er frekar hvatvís og mér gætidottið í hug að halda upp á af-
mælið einhvern tímann en ekki í
dag,“ segir Gísli Rúnar Jónsson,
leikari og leikstjóri, en hann er
fimmtugur í dag. „Það má segja að
uppsetningin á farsanum Allir á
svið sé fimmtugsafmælisveislan
mín. Þegar ég varð fertugur ákvað
ég að draga úr afskiptum mínum af
leiklistarmálum, án þess þó að setj-
ast í helgan stein, og sumt ætlaði ég
alveg að afleggja. Ég ákvað svo að
brjóta prinsippið í tilefni afmælis-
ins og gekk til þessa samstarfs við
Þjóðleikhúsið. Ég er mjög sáttur við
það og finnst þetta prýðilegt af-
mælispartí. Þá er þetta einnig hálf-
gerð fimmtugsveisla fyrir Júlla
[Júlíus Brjánsson] og Eddu [Björg-
vinsdóttur] en við höfum unnið mik-
ið saman í gegnum tíðina og þau
urðu bæði fimmtug í fyrra.“
Gísli Rúnar segist vera löngu
hættur að gera eitthvað með afmæl-
isdagana sína. „Ég fæ mér kannski
aðeins betri mat ef eitthvað er.“
Gísli Rúnar tekur hækkandi
aldri með stóískri ró. „Ég hef alltaf
miðað þetta við tvo vini mína og
kollega sem eru töluvert eldri en ég.
Ladda sem er sex árum eldri og
Arnar Jónsson sem er tæpum tíu
árum eldri. Þegar þessir menn hafa
haldið upp á afmælisáfanga í lífum
sínum hef ég fyllst skelfingu fyrir
þeirra hönd. Mér fannst það svaka-
legt fyrir þeirra hönd þegar þeir
urðu fertugir, að ég tali ekki um
fimmtugir. Mér fannst þeir taka
þessu af ótrúlegri stillingu miðað
við það að þeir nutu engrar áfalla-
hjálpar en þegar maður stendur
sjálfur í þessum sporum finnur
maður ekki fyrir neinu og skilur
ekki þessa spögúlasjón. Ég er líka
ekki deginum eldri en tuttugu og
fjögurra ára og miða alltaf við það.“
Þarf enga áfallahjálp
Gísli Rúnar Jónsson, leikari og leikstjóri, er fimmtíu ára í dag. Hann
segist hafa fundið til með félögum sínum sem hafa staðið á þessum
tímamótum en upplifir sjálfur enga skelfingu og afþakkar áfallahjálp.
■ AFMÆLI
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Po
rt
úg
al
47
.2
67
kr
.
* á mann m. v. að 2 fullorðnir og
2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting í tvær
vikur, íslensk fararstjórn, ferðir
til og frá flugvelli erlendis og allir
flugvallarskattar.
*
Be
ni
do
rm
Po
rt
úg
al
Be
ni
do
rm
47
.2
67
kr
.
*
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann.
Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann.
Allt
a›
seljast
upp
ver›læ
kkun8-15%
SumarPlús
Ég er að vinna í Leikbrúðulandiog við erum að sýna leikritið
Fjöðrin sem varð að fimm hænum
eftir H.C. Andersen og Ævintýrið
um Stein Bollason,“ segir Helga
Steffensen brúðuleikari. Helga
vinnur í Leikbrúðulandi á veturna
og hefur verið að sýna í kirkjum
landsins á sunnudögum. Á sumrin
tekur Brúðubíllinn við. „Lilli er
núna að fara að byrja í Brúðubíln-
um. Hann er orðinn nítján ára.
Hann er ekki enn búinn að læra að
þekkja litina og hann er ekki alveg
klár í að telja eða þekkja stafina.“
■ Hvar?
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T