Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 31

Fréttablaðið - 20.03.2003, Page 31
31FIMMTDAGUR 20. mars 2003 SVARTA EKKJAN Svetlana Raznatovic-Ceca er vinsælasti þjóðlagasöngvari Serbíu. Hún er ekkja undirheimaforingjans og stríðsherrans al- ræmda Zeljko Raznatovic, sem gekk undir nafninu Arkan. Lögregla gerði húsleit á heimili hennar í tengslum við rannsóknina á morðinu á Zoran Djindjic, forsætisráð- herra Serbíu, og handtók hana í kjölfarið. LEIKHÚS Skriður er kominn á leit Hafnarfjarðarleikhússins að nýju húsnæði en leikhús félagsins á Norðurbakka Hafnarfjarðarhafn- ar verður rifið í sumar. „Málið er á góðri siglingu og bæjarstjórnarmenn sýna áhuga á að leysa það,“ segir Hilmar Jóns- son, leikhússtjóri í Hafnarfirði. „Allt sem við þurfum er opið rými sem hægt er að myrkva; hátt til lofts og vítt til veggja.“ Bæjarstjórnarmenn í Hafnar- firði hafa bent á iðnaðarhúsnæði víða um bæinn sem henta myndi leikhúsinu en Lúðvík Geirsson bæjarstjóri spyr hvort leikhúsið eigi að vera í miðbænum eða út- hverfi. Núverandi húsnæði leikfélags- ins hýsir einnig Kvikmyndasafn Íslands, en það flytur innan skamms í Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Ljóst er að þar er ekki einnig rúm fyrir Hafnar- fjarðarleikhúsið: „En við erum ekki farin því fyrir dyrum stendur frumsýning á nýju barnaleikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Gaggalagú heitir það. Við bindum vonir við það verk og hlökkum til að sjá hvernig því verður tekið,“ segir leikhússtjórinn. ■ HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Leikhús félagsins á Norðurbakka Hafnarfjarðarhafnar verður rifið í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M EMINEM Reynt að bæta Íslandi inn í Evrópuferð í sumar. Laugardalshöll: Reynt við Eminem TÓNLEIKAR Íslenskir tónleikahald- arar hafa sett sig í samband við umboðsmann bandarísku stór- stjörnunnar Eminem í þeim til- gangi að fá hann hingað til tón- leikahalds í sumar. Þá verður Eminem á ferð um Evrópu og er hugmyndin að bæta Íslandi þar inn í ef mögulegt er. Horfðu menn til 17. júní en þá reyndist goðið vera bókað annars staðar. Ljóst er að tónleikar með Eminem verða ekki haldnir ann- ars staðar en í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Eminem er með dýr- ustu skemmtikröftum heims en ljóst er að tónleikar í Laugardals- höll myndu aðeins útheimta hluta af þeim sviðsbúnaði sem Eminem yfirleitt ferðast með og notar og því ætti að vera mögulegt að ná verðinu niður. Sviðsbúnaður Eminem miðast yfirleitt við risa- stóra íþróttaleikvangi og 40 þús- und áhorfendur. Samningavið- ræður munu vera á viðkvæmu stigi. ■ Þeir sem fylgst hafa með frétt-um af gangi mála á Suðurnesj- um vita að þangað vantar heilsu- gæslulækna en þeir fást ekki til starfa eftir að tíu læknar sögðu upp fyrr í vetur. Fram hefur komið í fréttum að stefna yfir- stjórnar Heilbrigðisstofnunarinn- ar og Sigríðar Snæbjarnardóttur framkvæmdastjóra er læknunum ekki að skapi. Einkum mun sú staðreynd að hún er eiginkona landlæknis fara fyrir brjóstið á þeim. Því hefur líka verið hvíslað að helstu yfirmenn séu tengdir henni á einhvern hátt og er í því sambandi talað um fjármálastjór- ann sem Sigríður réði til starfa. Sömu sögu er svo að segja af Sig- urði Árna, yfirlækni heilsugæsl- unnar, sem ku vera góðvinur þeirra hjóna. ■ Fréttir af fólki Hafnarfjarðarleikhúsið: Vilja opið myrkur og hátt til lofts

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.